Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1971, Blaðsíða 35

Æskan - 01.05.1971, Blaðsíða 35
' með öllu því helzta, sem gerðist í sambandl við þjóðhátíðardaginn. Verður það okkur með öllu ógleymanlegt, og fer hér á eftir lausleg frásögn af viðburðum dagsins. Fyrir mér hófst þessi dagur þannig, að ég vaknaði fyrir klukkan fjögur við hraðan bifreiðaakstur, hróp, söng og hornablástur á götunni fyrir neðan dvalarstað okkar. Þar sem ekki var unnt að hugsa tii svefns fyrir hávaða þessum, gekk ég út á svalir og virti fyrir mér það, sem var að gerast. Kom þá í Ijós, að um götuna þutu gamlir bílagarmar af furðulegustu gerðum, all- flestir opnir, og voru „áhafnir" þeirra — ef ég mætti svo að orði komast ungt fólk með rauðar og bláar húfur og ýmiss konar samlit merki á klæðum sinum. Aug- ijóst var, að þetta unga fólk, sem þarna var á ferð, stóð fyrir hávaða þessum og götuærslum. En hverjar voru ástæður þess- ara miklu og sérstæðu hamfara unga fólks- ins? Þær frétti ég siðar, þegar kom fram á daginn. Þetta var námsfólk, sem var á þessu vori að ijúka tólf ára skólagöngu og senn að ganga til stúdentsprófs. Sam- kvæmt gamalli venju hristir það af sér skólarykið á þjóðhátíðardaginn, með því að vekja kennara sína um óttuskeið, og með því kynlega framferði, sem að fram- an greinir. — „Rauðhattar" sem ég nefni svo að gamni, eru námsfólk á bóklegri línu, en „bláhattar" á verklegri. — Þessi sérstæði morgunsöngur á tólf ára skóla- gönguafmæli Oslóar-æskunnar var þó að- eins forspil að því, sem síðar gerðist. Hávaði þessi og gauragangur hélzt óslit- ið til klukkan átta eða jafnvel lengur. Um fimmleytið bættust svo nýir strengir, nýir hljómar, í hina sérkennilegu morgun-tón- leika. Voru þar börnin greinilega þátttak- endur með sína léttu hlátra, háværa leik, hornablástur og sprengingar. Ég klæddi mig um sexleytið og gekk út, — vildi gjarna sjá og athuga, hvað börnin hefðust að. Engum hefði getað dulizt, að hér hlaut líka að vera um einstæðan dag að ræða fyrir börnin. Prúðbúin, elskuleg börn léku sér í hverri götu, í smærri og stærri flokkum. Og „morgunsöngurinn" þeirra var auðvitað græskulaust gaman, eins og hjá skólaæskunni með rauðu og bláu húfurnar, — nema þá ef til vill hjá nokkrum strákum, sem skemmtu sér við að sprengja fullstórar púðurkerlingar. En lög- reglan lét það að mestu afskiptalaust, þótt sprengingarnar gengju stundum heldur langt að mínum dómi. — Síðar um morg- uninn frétti ég svo einnig, að samkvæmt gamalli venju hafa börnin leyfi til þess að fara á fætur mjög snemma á þjóðhátíðar- daginn og leika sér frjáls og óþvinguð úti, eða eins og þeim bezt likar. Er umferð þennan dag algjörlega stöðvuð í vissum götum, sem börnum eru ætlaðar til leikja. Eins og fyrr getur, þykir hin glæsilega skrúðganga skólaæskunnar setja megin- svip á þjóðhátíðardaginn I Osló. Hefst hún á Ankertorgi og fer um Stórugötu, Stóra- torg, Karls Jóhannsgötu, fram hjá konungs- höllinni, þar sem konungurinn og kon- ungsfjölskyldan er hyllt, og niður til Hol- bergsgötu, þar sem hún leysist upp. Fyrir milligöngu eins hinna nýju, norsku vina hafði ég fengið miða, sem tryggðu okkur ágætan stað við minnismerki Karls Jóhanns, þar sem við gátum virt fyrir okk- ur allt, sem gerðist. Þótt við kæmum á stað okkar hálfum öðrum klukkutíma áður en skrúðgangan kom, var þegar mikill mannfjöldi þar saman safnaður. Og allan tímann streymdi mannfjöldinn að, eins og óstöðvandi elfarflaumur og fyllti öll sæti og stæði framan við konungshöllina, og meðfram öllum götum, þar sem skrúð- gangan fór um. Vafalaust hefur sá skari verið 200 þúsund manns eða meira. Skömmu áður en skrúðgangan kom til konungshallarinnar, birtist konungurinn og fjölskylda hans, ásamt nokkrum tignum gestum, á hallarsvölunum og var ákaft hyllt. Og þar stóð hún, eða sat, allan tím- ann, meðan skrúðgangan stóð yfir, um það bil þrjár klukkustundir, og svaraði kveðj- um og fagnaðarhollustu æskunnar. Dáðist ég mjög að þreki hins aldna ástsæla kon- ungs að standa þarna og svara sífellt kveðjum allan þennan langa tíma. Meðal gesta konungsfjölskyldunnar að þessu sinni var brezka kóngsdóttirin margumtalaða, ungfrú Margrét Rós. Varð Oslóarblöðunum tíðrætt um hana þessa daga og birtu af henni fjölda mynda og frásagna. Eftir því sem blöðin birtu daginn eftir, tóku þátt í skrúðgöngunni þrjátiu þúsund 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.