Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1973, Qupperneq 10

Æskan - 01.12.1973, Qupperneq 10
kinu sinni var kennslukona, sem var aS lesa sögu fyrir nemendur s!na. Þetta var skömmu fyrir jól. Sagan sagði frá engli, sem flaug á aðfanga- dagskvöld niður til mannheima. Hann kom aðallega til þeirra, sem voru hrygg- ir og fátækir, og færði öllum huggun og gleði. Þegar kennslukonan hætti lestrinum, heyrðist einhver snökta úti í horni á skólastofunni Og í sama bili sást upp- rétt hönd og hrópað var með ákafri röddu: „Kennari, kennari! Hún Helga er að gráta!" Kennslukonan gekk þá að borðinu, þar sem Helga sat. Það var lítil, dökk- hærð telpa, fölleit og mögur. Hún byrgði andlitið í höndum sér og grét. „Hvað er þetta, Helga litla?" sagði kennslukonan. „Er þér illt?“ „Nei-ei,“ sagði Helga litla stamandi og ofurlágt. „Mér leiðist bara svo mik- ið.“ „Hvað leiðist þér, góða mín?“ „Mér leiðist svo, af því að mig langar svo mikið til að verða engill," sagði telpan svo lágt, að kennslukonan gat með naumindum heyrt það, og nú laut Helga aftur höfði enn þá dýpra en áður. En skólasystir Helgu, sem sat við hlið hennar, hafði samt heyrt það. Og nú hrópaði hún með hvellu röddinni sinni: „Hana Helgu langar til að verða eng- ill.“ Allur barnahópurinn fór að skelli- hlæja. En kennslukonan þaggaði niður f þeim og sagði mjög alvarlega: „Það er ekki nauðsynlegt að vera engill til þess að geta hjálpað öðrum og huggað þá. Ef þið reynið aðeins að vera reglu- lega góð og kærleiksrík, þá getið þið orðið öðrum mönnum til eins mikillar huggunar og gleði og jólaengillinn, sem ég var að lesa um.“ Lagleg, Ijóshærð telpa rétti upp höndina og sagði með ákafa ( röddinni: „Kennari! Veiztu, að ég á að verða reglulegur engill bráðum? Á barna- skemmtuninni, sem haldin verður é sunnudaginn kemur, á ég að leika engil- Það koma mörg hundruð manns til þess að horfa á okkur. Við verðum tíu, sem leikum engla. Við eigum að vera í mjall- hvítum kjólum með silfurstjörnusveiga um höfuðin, og svo höfum við stóra, hvíta vængi og allt.“ — Nú leit telpan sigri hrósandi til skólasystkina sinna, en þau horfðu á hana stórum augum, full undrunar og aðdáunar. Skólaklukkan hringdi. Kennslustund- unum var lokið þenna dag, börnin þustu út úr skólastofunni. Þegar Helga kom út á leiksviðið, fóru félagar hennar að stríða henni. „Ha, hæ! Þarna er hún Helga, sem skælir af því að hún fær ekki hvítan kjól og silfurstjörnur I hárið, eins og Dóra,“ sagði einn drengurinn. — meira gat hann ekki sagt, því að Óli, JÓLASAGA EFTIR ELSU BESKOW 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.