Æskan - 01.12.1973, Side 11
bróðir Helgu, náði i kragann á treyjunni
hans og lumbraði duglega á honum.
„Heyrðu, Helgal" sagði Óli á heim-
leiðinni. „Hvers vegna lætur þú svona
bjánalega? Segist vilja verða engill og
ferð að skæla, svo allir sjá, svo að
maður dauðskammast sín fyrir þig,
frammi fyrir öllum bekknum."
Helga varð ógn sneypuleg.
„Ég gat ekki að því gert,“ sagði hún,
og tárin komu aftur fram í augu hennar.
„Þó að þú hefðir sagt, að þig langaði
til að eignast flugvól, þá hefði það verið
mikiu skynsamlegra," hólt Óli áfram,
„því að auðvitað hefur það verið af því
að þig langaði til að fljúga, að þú vildir
verða engill. En bráðum geta mennirnir
flogið engu síður en englarnir, ef engl-
ar eru þá nokkrir til.“
„Mér þætti gaman að vita, hvernig
vængirnir eru festir á þá,“ sagði Páll
litli, hálfbróðir Helgu og Óla. Hann
hafði gengið þegjandi og ekki tekið
þátt í samtaiinu. „Ef ég fengi að sjá
almennilegan engil, þá skyldi ég gæta
vel að því og búa mér svo til vængi
sjálfur," bætti hann við.
„Nei,“ sagði Helga, „mig langar ekk-
ert til þess að fljúga. En ég held, að það
hljóti að vera svo gaman fyrir englana.
Þeir eru alltaf góðir, og svo eru þeir
sífellt að hjálpa öðrum og gleðja þá.“
„Var það þess vegna, að þig langaði
til þess að verða engill?“ sagði Óli
hálfvandræðalegur.
„Mér finnst nú samt,“ bætti hann við,
þegar þau höfðu gengið þegjandi litla
stund, „að það vera reglulega vitlaust,
að englarnir skuli vera ósýnilegir. Ef
maður bara sæi þá standa hjá sér,
svona mjallhvíta og fallega og hrista
höfuðin, einmitt þegar maður ætlaði að
gera eitthvað Ijótt, þá er ég viss um,
að maður hætti við það.“
„Þeir gætu að minnsta kosti hvíslað,"
sagði Páii. „Ef ég heyrði rödd hvísla i
eyrað á mér: „Láttu þetta vera“ — þeg-
ar ég ætlaði að fara að ná mér í epli
eða sykurmola, þá er ég viss um, að
ég yrði svo hræddur, að ég hætti við
það og hlypi í burtu.“
Helga heyrði varla, hvað bræðurnir
sögðu. Hún var að veita því fyrir sér,
sem svo oft hafði vakið umhugsun hjá
henni:
„Hvers vegna var það svo erfitt að
vera alltaf góður?“ Hún vildi svo fegin
verða ein af þessum góðu manneskjum,
sem kennslukonan hafði verið að tala
um.
En það var svo að segja ómögulegt
fyrir hana að láta það vera að reiðast
og verða óþolinmóð, þó að hún ásetti
sér, hvað eftir annað, að vera bæði stillt
og góð.
Nú var það þannig, að hin rétta
mamma Helgu var dáin. Stjúpmóðir
hennar var að vísu bezta kona, en hún
var býsna hörð við Helgu.
Hún heimtaði miklu meira af henni en
bræðrunum, af því að hún var telpa.
Hún varð að vinna alls konar verk á
heimilinu, meðan bræðurnir voru úti að
leika sér, og oftast var það hún, sem
varð fyrir ávítum, ef eitthvað fór aflaga
hjá systkinunum, hvort sem það var nú
henni að kenna eða ekki. Stjúpa henn-
ar áleit auðvitað, að þetta væri henni
fyrir beztu, því að hún vildi gjarnan
gera hana að dugandi manneskju. Hún
hugsaði ekkert út í það, að gott hefði
það verið fyrir Helgu að fá við og við
uppörvunarorð og hrósyrði, þegar hún
hafði gert eitthvað eins vel og hún gat.
Hún hafði heldur enga hugmynd um,
að Helgu vantaði hlýju, og að hún vætti
oft svæfilinn sinn með tárum á kvöldin,
af þrá eftir sinni réttu móður.
Þegar Helga lagðist út af þetta kvöld,
sem fyrr er frá sagt, spennti hún greip-
ar og bað: „Kæri, góði guð! Lofaðu
mór að verða sem fyrst að engli.“
Hún þóttist vera engill og sitja á
stóru, björtu skýi og horfa niður til jarð-
arinnar. Það var sumar. Allt var svo
bjart og fagurt, og hún var ákaflega
hamingjusöm.
Nú sigldi stórt guliský fram hjá henni.
Fjöldi hlæjandi englabarna sat á ský-
inu:
„Við höfum fengið leyfi til að mála
sólarlagið í kvöld," hrópuðu þau. „Við
ætlum að gera það svo fagurt, að menn-
irnir hljóti að gleyma öllu Ijótu og leið-
inlegu, er þeir horfa á það.“
„Mennirnir," hugsaði Helga. „Eru þeir
ekki alltaf glaðir eins og við?“
Hún hafði alveg gleymt því, hvernig
var að vera ( mannheimi.
Nú mætti hún blýgráu skýi með hvft-
um jöðrum. Það fór mjög hratt og sveif
hátt yfir. Nokkrir englar sátu einnig á
því.
„Við erum á ieið langt burt. Við ætl-
um að koma af stað þrumuveðri," sögðu
þeir. „Það verður gaman að sjá elding-
arnar leiftra."
„Þetta voru áreiðanlega engladreng-
ir," hugsaði Helga og brosti.
Nú Ijómuðu í vestri hinir yndislegustu
Enn er viS Iý8i sá siSur á sænskum
heimilum, a8 ein af dætrunum gerist
Lúsía og færi heimilisfólkinu Lúsíu-kaffi
snemma morguns um miðjan desember.
geislar. Fegurra sólsetur var ekki unnt
að hugsa sér.
„Ég ætla að fara og sjá, hvort menn-
irnir verða ekki glaðir yfir þessum lita-
Ijóma," hugsaði Helga. [ sama vetfangi
sé skýið, sem hún sat á, svo að hún
færðist nær jörðunni.
Hún horfði nú niður á þjóðveg. Gam-
all maður, tötrum búinn, gekk eftir veg-
inum. Hann bar þungan poka á baki.
Þegar birtan frá sólarlaginu skein I
augu hans, setti hann pokann frá sér,
rétti úr sér og stóð stundarkorn og
starði á hina Ijómandi litadýrð. Helga
sá, að það birti yfir hrukkótta andlitinu
hans, og augun Ijómuðu. Helgu sýnd-
ist gamii maðurinn allt í einu verða svo
fallegur, að hana sárlangaði til þess að
faðma hann að sér.
En allt I einu andvarpaði öldungurinn,
tók aftur pokann á bak sér og labbaði
áfram leiðar sinnar, gamall og grár.
Ljósið, sem eitt andartak leiftraði í aug-
um hans, var horfið.
Fyrir utan hús eitt, sem stóð við veg-
inn, var lítil stúlka. Hún bar mjólkur-
könnu f annarri hendi. Hún hafði auð-
sjáanlega verið send eftir mjólk (
mjólkurbúðina og var nú á heimleið.
Nú hafði hún veitt sólarlaginu eftir-
tekt. Hún starði á það, full aðdáunar,
og gleymdi öllu öðru.
9