Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1973, Side 12

Æskan - 01.12.1973, Side 12
Nokkrir drengir gengu fram hjá henni. Þeir sáu, hve hún var annars hugar. Elnn þeirra ýtti við henni um leið og hann gekk fram hjá. Mjólkurkannan féll úr hendi hennar og brotnaði, en mjólkin rann út um götuna. Telpan fór að gráta. Strákarnir hlógu, og úr einum húsglugganum var kallað með höstum rómi. „Hvernig gátuð þið fengið af ykkur að gera þetta?" hrópaði Helga til drengjanna. En þeir heyrðu ekki til hennar og héldu áhyggjulausir áfram leiðar sinnar. Skýið, sem Helga sat á, sveif nú yfir stórri borg. Þar voru húsin há og göt- urnar svo mjóar, að sólarlagið sást varla. Það voru heldur ekki margir af mönn- unum, sem voru glaðlegir á svipinn. „Ég ætla að fara niður til þeirra og reyna að gleðja þá," hugsaði Helga. „Ég ætla að segja þeim, að allt verði gott og skemmtilegt, ef þeir eru vin- gjarnlegir hverjir við aðra, og elska hverjir aðra." Nú kom hún niður í garð einn. Þar voru nokkur börn saman komin. Þau höfðu verið að leika sér, en voru nú orðin ósátt og ásökuðu hvert annað. Loks lenti í áflogum. Lítill drenghnokki lenti í miðri þvögunni. Hann féll um koll. Hin spörkuðu í hann, og nú sat hann þarna, allur útataður í óhreinind- um og tárum. Það dugði lítið, sem Helga sagði. Litli snáðinn hætti að vísu smátt og smátt að gráta, þó að hann heyrði ekki til hennar. Hvar sem Helga kom, var það þessu líkt. Það var lítið um fólk, sem gat heyrt til hennar, þótt hana langaði svo sárt til þess að hjálpa því. Hún sá marga, er voru sorgbitnir og óánægðir, og hún var viss um það, að gæti hún aðeins fengið þá til að hugsa um allt hið fagra og góða, sem var til í heiminum, I stað þess að gremja sig yfir því illa og Ijóta, þá myndu þeir verða miklu ánægðari. Hún sá nú allt, sem mennirnir hugs- uðu, þegar hún var orðin að engli. Og hún sá, að þeir vondu voru í raun og veru ekki nándar nærri eins slæmir og þeir voru álitnir. Það var eitthvað gott innst inni hjá þeim öllum. Æ, hve sárt hana langaði til að hjálpa þeim. En Helga sá líka góða og kærleiksríka menn. Sólskinsbörn, sem fluttu með sér birtu, gleði og yndi, hvar sem þau fóru. Þau voru aðeins allt of fá. „Ég ætla að biðja guð um að lofa mér að verða manneskja," hugsaði Helga. „Ég get þá ef til vill orðið eitt af þess- um sólskinsbörnum." Síðan hóf hún sig upp frá jörðunni og sveif hærra og hærra upp í hið heiða himinhvolf. Brátt fann hún til svo óumræðilegrar sælu, að hún þóttist vita, að nú væri hún ekki langt frá guði sjálfum. Hún lokaði augunum, því að hún þoldi ekki hina skæru birtu, sem streymdi út frá honum. Hún þurfti ekki að bera fram bæn sína. Guð hafði þegar heyrt ósk henn- ar. „Þú skalt fá ósk þína uppfyllta," sagði drottinn, og rödd hans ómaði eins og voldugur hljóðfærasláttur, en um leið var eins og hún talaði í hennar eigin sál. „Hvar vilt þú fæðast? Vilt þú verða voldug drottning, svo að þú getir hjálp- að mörgum?" „Æ, nei," svaraði Helga. „Þá er ekki víst að ég geti komið til barnanna, sem mig langar mest til að hjálpa. Leyf mér að vera hjá þeim." „En veizt þú,“ mælti röddin, „að jafnskjótt og þú fæðist meðal mannanna, gleymir þú þvi, að þú hafir nokkru sinni verið engill? Heldur þú, að þú getir samt haldið áfram að vera glöð og góð?" Þá laut Helga svo djúpt höfði, að andlit hennar snerti klæðafald drottins, og hún hvíslaði: „Góði guð! Sendu mér við og við ofurlítinn fallegan draum, þegar ég er í þann veginn að gleyma því, til hvers ég lifi á jörðunni." Þá fann Helga, að guð brosti til henn- ar, og svo vissi hún ekkert meir. Það var eins og að hún væri að hrapa — langt niður. Og allt í einu vaknaði hún í rúminu sínu. — Hún lá ofurlitla stund vakandi, án þess að opna augun eða hreyfa sig. Hún vissi ekki almennilega, hvar hún var eða hver hún var, en hún var gagntekin af fögnuði. Rúmið hennar stóð undir glugga, og þegar hún opnaði augun, varð henni litið út um hann og upp í himininn, þar sem óteljandi stjörnur blikuðu. Hún horfði stundarkorn upp til stjarn- anna, en hún heyrði jafnframt andar- drátt þeirra, sem sváfu í kringum hana. Smátt og smátt rankaði hún við sér og mundi eftir öllu. Hún hét Helga. Það var andardráttur bræðra hennar, sem hún heyrði, og það var hann Palli litli. sem hraut svo skrítilega. Hve það var undarlegt að vera maður, og hve hún var hamingjusöm! Það var alveg eins og bjart og fagurt Ijós brynni í sál hennar. Það Ijós gat aldrei slokknað, hve kalt og dimmt sem varð úti fyrir. Stjörnurnar fölnuðu. Hún heyrði kirkju- klukkuna slá sex. Ofur hljóðlega reis Helga upp og klæddi sig: Siðan kveikti hún upp eld og setti upp ketilinn og fór að öllu jafn hljóðlega. Og er stjúpa hennar reis upp geisp- andi, þá logaði eldurinn glatt á arni, borðið var dúkað og á því stóðu kaffi- bollar og grautardiskar. Húsfreyja leit óvenju glaðlega fram- an í Helgu. „Það er merkilegt, hverju strangt uppeldi getur komið til vegar," hugsaði hún með sér. „Ég held, að mér ætli að takast að gera mann úr stelpunni." En Óli sagði við Helgu, þegar þau voru lögð af stað i skólann: „Ég skil ekkert i því, hve allt er jóla- legt í dag! Mér fannst þetta strax, er ég vaknaði í morgun og sá þig vera að bera á borðið. Svo ert þú ekki heldur sjálfri þér lík í dag. Það er alveg eins og þú búir yfir einhverju skemmtilegu leyndarmáli. Hvað er það?“ „Já," svaraði Helga. „Ég skal segja þér það einhvern tíma seinna, þegar við erum tvö ein." Það eru nú liðin mörg ár síðan þau Ólafur og Helga urðu fullvaxin. Helga hefur í raun og veru orðið ein af þessum sólskinsmanneskjum, eins og hana langaði svo mjög til að verða. Hún vinnur nú meðal margra og fá- tækra barna, og hún er sólin í lifi þeirra að mörgu leyti. Hún segir sjálf, að þessi draumur hafi mest hjálpað sér til þess að verða það, sem hún er. Og það er án efa alveg satt. M. J. þýddi.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.