Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1973, Page 20

Æskan - 01.12.1973, Page 20
Það þarf ekkl að vera dýrt eða merkilegt efnl i sjálfu leikhúslnu. Ef til er kassi utan af skóm, má nota hann f þetta. Gaflarnir eru teknir úr honum, svo að hægt sé að stinga hendinni þar upp. Úr hliðinni er klippt, svo að op verði þar fyrir leiksviðið. — Framhliðin er máluð og skreytt á smekklegan hátt, e. t. v. má líma mislitan pappír á hana. Þegar því er lokið, er leikhúsið sjálft tilbúið, en röðin er komin að leikendunum. Þið getið klippt þá út úr blöðum eða teiknað þá sjálf, ef ykkur sýnist svo. Þeim er síðan fest neðan á fingurna á gömlum hanzka, en þá skuluð þið líma fast nema efri hlutann á „leikendunum", það er miklu eðlilegra. Svo er óþarfi að láta sig vanta lelkrit. Þau getið þið búið tll sjálf, og ég er viss um, að þið skemmtið ykkur prýðilega við jólaleikritin, sem sýnd verða þarna i leikhúsinu. „Nú munaði minnstu, Perla mín, að við gætum ekki haldið jólin saman,“ sagðl hann bliðlega og strauk hár hennar. „Ef þú hefðir ekki verið svona dugleg að hugsa um vita- Ijósið, hefði ég aldrei komizt heim úr þessu óveðri. Og sömu sögu er að segja um marga aðra. Ég held, að vitaljósið hafi aldrei nokkurn tíma logað eins glatt, — aldrei borið skærari birtu en í kvöld. Og hvernig heldurðu, að ég hefði getað fundið þig í þessu niðamyrkri, þar sem þú lást í ein- hverju óminnisástandi, ef vitaljósið hefði ekkl logað svona vel?“ Perla litla þagðl. Hún var sannfærð um það með sjálfri sér, að þetta aðfangadagskvöld hafði hún orðið fyrir und- ursamlegri, dulrænni reynslu. Það var Jesús, sem hafði bænheyrt hana og kveikt á vitaljósinu, hún var alveg vlss um það. Og hvenær sem hún hugsaði til þessa einstæða aðfanga- dagskvölds síðar á ævi sinni, hvarflaði það aldrel að henni, að ef til vill hefði vitaljósið alls ekki slokknað, — að ef tll vill hefði hún aðeins ekki getað gert sér greln fyrir þvf f ótta sfnum og örvæntingu, að það hefði alltaf logað eins og venjulega. Sigurður Gunnarsson. Þýtt og endursagL &FREDDI ásamt hinum öllum, á hverjum degi vísm 18

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.