Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1973, Síða 31

Æskan - 01.12.1973, Síða 31
 Þursinn batS um frið og lofaði gulli og gersemum, ef Páll sleppti honum. Loks fylgdi hann Páli að hól einum, sem hann sagði, að gersemar væru fólgnar í. Þá sleppti Páll honum og þursinn sökk í jörðu niður og hvarf i Tröllaríki. ,,Þú átt að eiga þennan fjársjóð, fagra stúlka," sagði riddarinn við fátæku stúlkuna. „Þú hefur meiri not fyrir hann en ég.“ Hann mátti ekki heyra á það minnzt, að þau skiptu jafnt með sér, en loks tók hann við gullhring til minningar um baráttuna við risann. Meðan þetta gerðist, fór Hinrik ridd- ari í öllu sinu stássi til hallarinnar, en konungurinn var reiður og órólegur, og prinsessan fagra lét ekki sjá sig. Hún kom ekki fyrr en eftir tvo daga, og þá sagði hún: „Ég glataði gullhring, sem ég erfði eftir móður mína. Ég geng að eiga þann mann, sem færir mér hringinn." Svo lýsti hún hringnum, og þá varð nú aldeilis handagangur ( öskjunni, því að riddararnir stormuðu allir af stað. Páli var boðið til konungshallarinnar, þegar hann kom heim frá kofa betli- stúlkunnar. Hann fór í sín beztu föt, dró hringinn, sem fátæka stúlkan hafði gef- ið honum, á hönd sér og fór til hirðar- innar. En þar var slíkt safn fyrirmanna, að hann dró sig hæversklega f hlé. Hann gamall og hrörlegur, og þvi ýtti hann við honum með öxlinni þannig, að tröllið datt niður um gatið og beint ofan I hlóðirnar, en þar logaði glatt, svo að risinn brenndist illilega. Hann ætlaði að ráðast á riddarann, en því miður var bæði ryk og aska I augum hans, svo að Páll gat vikið sér undan, en risinn rakst af miklu afli á tré. Hann rotaðist og féll til jarðar, og þegar hann vaknaði aftur, var Páll búinn að binda hann. Páll kraup og kyssti á hönd prinsess- unnar. fór út I garð, og þar stóð prinsessan, og hún var alveg eins og fátæka stúlk- an að sjá. Hann kraup á kné og kyssti hönd hennar, en þá sagði hún: ,,Þú berð hring minn! Engan mann vil ég eiga annan en þig.“ Því nú hafði prinsessan séð, hvor riddaranna var hugrakkari, hjálpsamari og betri, því að hún hafði dulbúið sig sem betlistúlku. Hún sagði konunginum allt af létta, og hann hélt þeim mikla brúðkaups- veizlu. Þegar ég man fyrst eftir mér, átti ég heima I Sólhólum hjá hennl Helgu gömlu. Einn góðan veðurdag var ég að leika mér við lækinn, sem rann fyrir neðan túnið, mér þóttl svo gaman að henda smásteinum út [ hylinn. „Gaman, gaman,“ hrópaði ég og hljóp um leið fram á lækjarbakkann með stein I hendinni. Jú, heldur var það gaman! Ég steyptist á höfuðið niður f hyllnn. Mér fannst ég nú liggja f mjúkri sæng. stundum varð mér dimmt fyrir augum, en stundum sá ég gráleita móðu. Þarna var ég að veltast f læknum, tæplega fimm ára gamall. Engin mannleg hjálp var nálæg. Enginn sá mig — nema Guð. Allt f einu kenndi ég botns, svo að ég gat staðið upp. Straumurinn hafði skolað mér upp á dálftið skarð, sem var f bakkann á einum stað. Það var eins og blessuð puntstráin, sem blöktu á bakkanum, væru að rétta mér hjálpar- Lækurinn hönd. Ég þrelf i þau báðum höndum og gat klifrazt upp á bakkann. Ósköp hafði hún Helga gamla hátt, þegar ég kom heim, en ekkert man ég, hvað hún sagði. Eftir litla stund var ég kominn ofan í rúm, og sofnaði ég þá vært. „Hvar eru fötin mfn?“ hrópaði ég, þegar ég opnaði augun daginn eftir. „Ég er að þurrka þau," sagði Helga gamla. „Þú verður að liggja I rúminu f allan dag." Ég brauzt um á hæl og hnakka og umturnaði öllu f rúminu. Mér þóttl svo sárgrætilegt að fá ekki að koma út I góða veðrið. Eftir þetta varaðl ég mig á læknum, þvf að nú var óg hyggnari en áður. Sigurbjörn Sveinsson. 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.