Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1973, Síða 45

Æskan - 01.12.1973, Síða 45
'nemma morgun einn sá Mikki Mús vin sinn Klunna ganga fram hjá húsi, slnu. „Heyrðu, Klunni!" hrópaði Mikki, sem hafði nýopnað glugga, „hvert ertu að fara? Komdu inn fyrir og fáðu þér kaffibolla." „Ég er að fara i vinnuna," svaraði Klunni stoltur. „Sjáðu, hér er nestið mitt! Ég hef engan tima, ég þarf að vera mættur i verksmiðjunni klukkan hálfátta." „Komdu þá til mín i kvöld og segðu mér frá fyrsta vinnu- degi þínum," sagði Mikkl Mús. En þegar klukkan niu hringdi dyrabjallan, og Mikki fór til dyra. Þar stóð Klunni og ieit út fyrir að vera reiður. „Ég er móðgaður," sagði hann. „Þeir sögðu, að ég væri rekinn, en þá sagði ég: Þið getið ekki rekið mig, vegna þess að ég vil alis ekki vera lengur í þessari ógeðslegu verksmiðju. Og svo fór ég!“ „Hvað var að?“ spurði Mikki Mús. „Jú, verkstjórinn sagði, að ég ætti að smyrja nokkra vélarhluta, þannig að ég fór út og keypti eltt kíió af smjöri, og borgaði það meira að segja. Þegar ég var búinn að smyrja því á, sagði hann, að ég væri asni. Og ég iæt slíkt ekki viðgangast! Heldur þú, að ég sé asnl, Mikki?“ Mikki hóstaði gætilega. „Hver hefur sinn hátt á að gera eitthvað," sagði hann með dipiómatasvlp. „Það finnst mér líka,“ sagði Klunnl. „En nú ætla ég að sýna honum, að ég er enginn asni. Viltu fara með mig til hins fræga prófessors Skallagrims? Verkstjórinn sagði, að ég ætti að láta rannsaka á mér hausinn, og ef fyndíst eitt gramm af gáfum ... eða einhverju öðru, þá mundi ég fá árslaun. Það eru auðveldlega græddir peningar!" Mikki Mús reyndi að telja Klunna af þvi að láta rannsaka sig, en það var ómögulegt. Eftir að hafa pantað tima i gegnum síma, mættu Klunni og Mikki Mús hjá prófessor Skallagrími. — Prófessorinn bað Klunna að fá sér sætl. „Mjög athyglisvert," sagði hann eftir að hafa skoðað Kiunna frá öllum hliðum. „Regluleg steinaldargerð!" „Ég held nú að ég sé á milli þritugs og fimmtugs," sagðl Kiunnl. „Það var englnn að spyrja um aldur yðar,“ sagði pró- fessorinn. „Jæja, þá byrjum við. Segjum, að vinur yðar, Mikkl Mús, gæti hlaupið hraðar en ég, og að ég gæti hlaupið hraðar en þér, hver okkar hlypi þá hægast?" „Ég get hiaupið hraðar en þið, vegna þess að ég hef svo langa fætur,“ svaraði Klunni eftir fáeinar mínútur. Hann leit hreykinn á Mikka Mús. „Hmm,“ sagði prófessorinn. „Geturðu endurtekið þessar þrjár tölur: 3, 6, 2?“ „1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10,“ sagði Klunni. „Veldu bara sjálfur, og átt samt nokkrar eftir.“ Prófessor Skallagrímur skrifaði svörin upp á pappirsmiða. „Nú tökum við eina mjög auðvelda spurningu," sagði hann. „í þá setningu, sem ég gef yður núna, vantar eitt orð: Eg geng með .... á höfðinu. Hvaða orð vantar hér í setning- una?" „Þetta var auðvelt," sagði Klunni og hló. „Þér hafið alls ekki neitt á höfðinu, ekki einu sinni hár!“ Prófessorinn skrifaði þetta svar einnig á pappirinn. „Þá reynum við aftur. Getið þér sett visifingur á nefið?" „Það get ég vel,“ sagði Klunnl, „en ég vil það bara ekki. Ég er svo vel upp alinn, að ég bora ekki í nefið á mér, og ég vil ekki, að neinn haldi að ég bori ( nefið!" Prófessorinn andvarpaði. „Hvernig er grænn hundraðkall á lltinn?" „Ha, ha, ha, nú verðið þér hissa. Ég er nefnilega lit- blindur, skal ég segja yður. Þess vegna er það ekki mér að kenna, að ég get ekki sagt yður, hvernig grænn hundrað- kall er á litinn." „Hver málaði Næturvökuna eftir Rembrant?” spurði pró- fessorinn. „Það var ekki ég, sem gerði það,“ svaraðl Klunni. „Ef einhver ætlar að fara að kenna mér um það, þá skal hann eiga mig á fæti!“ Prófessor Skallagrímur leit uppgjafaraugum á Mikka Mús. „Ég held, að við höfum fengið nóg til þess að dæma um vitsmuni hans,“ sagði hann, „en við getum auðveldlega bætt einni lokaspurningu við. Hvort er bragðbetra, appelsína eða bensín?" „Ég hef aldrei bragðað bensfn," svaraði Kiunnl, „en hvernig væri, að við reyndum hvort er bragðbetra — báðir tveir?" Prófessor Skallagrímur reis á fætur. „Ég sendi skýrsluna í fyrramálið," sagði hann. „Viðtalið kostar tvö hundruð og fimmtíu krónur." „Skelfing var það nú dýrt,“ sagði Klunni, þegar þeir gengu heim á leið, „en það skiptir svo sem engu. Ég verð forríkur, þegar ég fæ skýrsluna, sem prófessorinn lofaði mér. Framhald á bis. 28. mmmmmmmmmma^mi^mm 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.