Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1973, Side 46

Æskan - 01.12.1973, Side 46
THORBJ0RN EGNER — maðurinn, sem berst fyrir skilningi, umburðarlyndi og mannúð. g hef verið svo lánsamur um ævina að mega vinna að því, sem ég hef haft mestan áhuga á, og það við beztu hugsaniegar aðstæður. Ef til vill er hér — í þessum orðum Þorbjörns Egners — að finna ieyndardóminn við ró hans, ótakmörkuð vinnu- afköst og vinnugleði. Ég mundi setja spurningarmerki við þá athugasemd, að líf hans og frami sé heppni og heppni einnl að þakka. Það er sagt, að hver sé sinnar gæfu smiður, og að baki bliðlegrar og vingjarnlegrar framkomu iista- mannsins leynist án efa bæði járnvilji, ákveðni og ná- kvæmni, sem hlýtur að leiða til beztu hugsanlegra verka, ekki slzt þegar samfara þessum góðu eiginleikum er næstum ótrúleg iðni og vinnusemi. Þetta er ekki I fyrsta skipti, sem ég kem inn á þetta gestrisna heimill. Blámálaða ævintýrahúsið er I gamla garði Edwards Munchs I listamannanýlendunni á Ekely ná- lægt Osló. Og eins og fyrr finnst mér ósegjanleg ró hvíla yfir öllu — ósegjanleg vegna þess, að það skiptir engu, hvort maður kemur hér I embættisgerðum að morgni dags, þótt fullt sé af gestum — eins og núna — af barnabörnum, sem syngja með sínum björtu, giöðu röddum. Það hlýtur að vera andrúmsloftið sjálft. Að vísu er það að miklu leytl Þorbirni Egner sjálfum að þakka, en hin blíða og dugmikla kona hans, Anna, á líka hluta af heiðrinum. Gefum honum orðið, hann veit, hvað hann var iánsamur: — Fyrst og fremst hef ég verið óendaniega heppinn með konu! En vlð höfum líka verið saman frá því, að við Það liggur viS, að við freistumst til að kalla þennan hóp heppnustu barnabörn í heimi. ÞaS þyrfti aS leita meS log- andi Ijósi aS glaSværari og fjörugri afa og ömmu. Hundur- inn Hannibal nýtur þess aS láta goluna leika um sig I körf- unni, sem er viS hliðina á höggmynd Arne Durbans af Har- aldi, syni Egners.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.