Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1973, Síða 48

Æskan - 01.12.1973, Síða 48
Til vinstri: Maðurinn, sem situr bak vi3 sextán þykk bindi kennslubóka sinna, hefur vissulega ástæSu til a3 brosa ánægjulega. Hann situr vi3 langborSiS i vinnustofu sinni og rennir árvökrum augum yfir handritiS a3 fimmtánda bindi: „List og listarfur" — þaS var síSasta bindiS, sem fór í prentun, þegar hiS sextánda var tilbúiS. Vi3 hættum á a3 segja, a3 Egner vilji hafa allt sem fullkomnast, en þa3 er ómetanlegur eiginleiki hjá manni, sem hefur svo gífurleg áhrif á áhugamál og þroska norskra barna. gengum í skóla. Þá var ég ákveðinn í að skrifa og teikna og semja bækur og leikrit, og nú fékk ég konu, sem tók þátt í áhugamálum mínum. Svo hafði Anna að eðlisfari og heiman frá fengið einstaka hæfileika til að umgangast börn og allt, sem börnum við kom, og af þvi smitaðist ég, og það hafði afgerandi áhrif á framtiðarstarf mitt. Ég er feginn, að ég valdi þetta hlutverk. — Þú hefur víst notið aðstoðar barnanna þinna fjögurra? — Þetta hefði verið óhugsandi án þeirra og Önnu, eins og Ole Brumm segir. Þegar ég byrjaði að sjá um barna- tlma fyrir yngstu börnin fyrir tuttugu og tveimur árum, voru börnin einmitt á þeim aldri, sem vekur mest áhuga manns. Og seinna, þegar ég fór að skrifa bækur, átti ég alltaf börn á „réttum“ aldri og alltaf voru krakkar umhverfis mig, þann- ig að ég komst alltaf í tengsl við þann aldur, sem ég var að skrifa fyrir. Nú er ég hættur að skrifa, en byrjaður aftur með barnatímana, og þá á ég mikið af barnabörnum, sem ég get lært af. Ég hef verið lánsamur, hvað viðkemur and- anum á vinnustað! — Hefurðu yfirleitt mátt vera að þvl að vera einstakling- ur þessi ár, sem þú hefur verið að skrifa? — Ég hef aidrei verið annaðl svarar hann og hlær við. — Ég sit heima og vinn og einkalif mitt og vinnan verða eitt. Nú hlakka ég til að geta einbeitt mér að öllu því, sem ég varð að hætta við á meðan ég var að skrifa kennslu- bækurnar sextán. — Hvað er það? — Nú byrja ég aftur með barnatimann fyrir yngstu hlust- endurna með Klifurmúsinni, Kardemommubænum og öðr- um gömlum sögum úr fyrri þáttum auk þess, sem ég hef fleiri sögur. Ég hef ýmislegt á prjónunum og hugmyndir skortir mig ekki. Nú er ég að vinna að fjórum visnaþáttum fyrir sjónvarpið. — Hvernig þættir eru það? — i hverjum þætti er fjallað um gamlar og nýjar visur, sem tengdar eru saman I heild með sameiginlegri hugmynd. Ég hef verið svo ósvífinn að kalla þetta fjölskylduþátt og vona, að foreldrar horfi á hann ekki síður en bömin. Fyrsti þátturinn verður I desember. Hann heitir „Glaðværir tón- listarmenn I leikhúsvagni". Sá næsti er um „Fjörugu fjöl- skyiduna", en hann heitir I höfuðið á fyrstu vísunni, sem er um níu manna fjölskyldu, sem einnig á kött, hund og kanarífugl. Mér finnst sjáifum, að þetta sé skemmtilegasta visa, sem ég hef ort, en þú mátt ekki skrifa það! Svona er hún. Og Þorbjörn Egner sezt við ga'mla fjölskyldupíanóið og andartaki síðar hljómar glaðvært og skemmtilegt lag um herbergið og þúsundþjalasmiðurinn Egner syngur sína visu svo glaðlega, að enginn gæti trúað þvl, að þetta væri kennslubókaritstjóri, sem væri uppgefinn af margra ára erfiði og þreytu. En lindin er sem betur fer ekki þornuð enn. Hugmyndirn- ar skjóta sífellt upp kollinum. Hann hugsar ekki aðeins um barnatíma og sjónvarpsþætti, heldur: — Mig hefur lengi iangað til að endurskoða barnabæk- ur, sem ég skrifaði fyrir 25—30 árum. „Talnabókin", „Óli- Jakob fer í bæinn", „Þegar Pétur varð að belju“, „Fillinn, sem fór út í heiminn“ og fleiri, bæta textann og setja nýjar teikningar I þær, en auk þess ætla ég að skrifa og teikna fleiri barnabækur. — Á að leika nokkuð leikrit eftir þig um jóiin? — Ekki hérna heima, en „Tónlistarmennirnir koma iil borgarinnar" verður leikið í Þjóðleikhúsinu í Finnlandi, „Dýrin í Hálsaskógi" verður sýnt í Uppsölum, Þýzkalandi og Áusturríki. — Verk þín hafa verið leikin í svo mörgum löndum. Hvaða lönd eru þau helztu? — Fyrst og fremst norrænu löndin fimm og Þýzkaland, Tékkóslóvakia, i fimm eða sex leikhúsum ( Ráðstjórnar- ríkjunum, Rúmenía, Júgóslavía, Austurríki og svo Spánn, en þar sá ég „Kardimommubæinn" með ekta spönskum ræningjum — og svo hefur það verið leikið í Japan, en þangað hef ég ekki komið. — Hvað um kvikmyndir — ég man eftir myndinni um „Karíus og Baktus". — Öll Norðurlöndin hafa boðið mér að gera kvikmynd, og þá sérstaklega eftir „Kardemommubænum“. Kvikmynda- félögin stungu meira að segja upp á því, að myndin yrði tekin í Miðjarðarhafsiöndunum, þar sem hægt væri að ná í alvöru asna og úlfalda! En ég get ekki ákveðið neitt um kvikmyndatöku, meðan leiksýningar ganga svona vel. Svo vil ég vera með, ef kvikmynd verður tekin. Mér finnst að syngjandi úlfaldinn eigi að vera leikhúsúifaldi með fólki innan í — og Ijónið á líka að vera „mannlegt" — annars verður erfitt að eiga við það! Augu hans ijóma af glaðværð og hann skeliihlær. — Hafa barnabörnin þín jafnmikinn áhuga á vinnu þinni og börnin þin höfðu? — Ég verð enn að leika Mikka ref, sem var svo soltinn og gráðugur, og þau eru klifurmýsnar, sem lokka hann til að sofna. Þau fá leikmyndirnar mínar lánaðar og leika sér að þeim, og þau fá leikbrúðurnar og fara I brúðuleikhús. Þau eiga heima í Hálsaskóginum og Kardemommubænum, þegar þau eru hjá okkur. Og sem betur fer eiga þau öll heima skammt frá.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.