Æskan - 01.12.1973, Page 49
— I næstu viku á að vera barnabókavika í sambandi við
hið alþjóðlega ár bókarinnar. Finnst þér það jákvætt fram-
tak?
— Já, mér finnst mjög mikilvægt að benda foreldrum á
góðar barnabækur og benda þeim á, hvað á að kaupa handa
börnunum. Því að bækur eiga ekki að vera aðeins afmælis-
eða jólagjafir, heldur hluti af lífi þeirra. Menningarráðið
hefur gefið út bókaskrá, sem bóksalar útbýta ókeypis, og
á hún að vera til ráðleggingar fyrir foreldra. I þessari skrá
eru um 250 gamlar og nýjar barnabækur, sem enn eru fá-
anlegar.
Hann réttir mér laglegan pésa (umbrot og kápumynd
eftir Þorbjörn Egner — það líkai).
— Mér finnst, að eitthvað það markverðasta, sem for-
eldrar geta gert fyrir lítil börn, er að lesa upphátt fyrir þau
á hverju kvöldi. Þessar kvöldstundir með bókalestri geta
grundvallað trúnað og traust samband foreldra og barna,
sem endist unglingsárin og allt lífið.
— Áhugi barna á leikjum og leik getur oft vaknað við
lestur eða leiksýningar eins og t. d. á „Dýrunum í Hálsa-
skógi“.
— Það er auðvitað kostur, ef lítil börn vilja aukna leiki
og fá fjörugra imyndunarafl við lestur smábarnabóka og
þau vilja leika þá, sem þau sjá eða lesa um — vera dýrin
eða persónurnar, sem þau eru farin að þekkja. En það er
sérstaklega áríðandi, að börnin fái að þroskast og tjá sig
frjálslega — þó að það sé þröngt heima fyrir. Það er
frjálslegt að koma til ungra foreldra, þar sem allt ber þess
merki, að það sé barn á heimilinu — á veggjunum eru lita-
glaðar barnateikningar, notaðar barnabækur á borðum og
stólum — bílar, lestir, brúður og kubbar í hornunum. Þar
hugsa foreldrarnir minna um að hafa allt snyrtilegt og
hvern hlut á sinum stað en að leyfa börnunum að vera
börn. Á slíku heimili hlýtur barninu að finnast, að þar eigi
það öruggt hæli og þá verður það eðlilegt athvarf þess —
líka þegar það verður unglingur.
— Barnabækur núna eru eitthvað svo þrungnar raun-
veruleikanum. Hvaða álit hefur þú á því?
Við hugsum flest mikið um það, sem gerist umhverfis
okkur — um óréttlæti og ofbeldi — og mörgum rithöfund-
um finnst eðlilegt að segja börnunum frá þessu strax til
að venja þau við, en það ætti aðeins að eiga sér stað I
bókum fyrir eldri börnin. Mér veitist eðlilegast að umrita
raunveruleikann og flétta hann I ævintýramynd. „Hálsa-
skógurinn" er t. d. ævintýraheimur, sem minnir að mörgu
leyti á veröldina. Þar er þrá eftir friði og öryggi og að allir
virði aðra. Morten skógarmús segir t. d.: „Okkur liði öllum
vel hérna I skóginum, ef stóru dýrin létu litlu dýrin I friði
og allir væru góðir vinir. Þá gætu þeir stóru hjálpað þeim
litlu og þeir litlu hjálpað þeim stóru, því að það er margt,
sem. þeir litlu geta, en þeir stóru ekki...“ Þetta sagði
Morten, og það var gáfulega mælt af lítilli mús! Ég vil helzt
skrifa um gott fólk I bækur fyrir yngstu lesendurna, því að
sllkt fólk er auðveldast að eiga við — bæði í bókum og
raunveruleikanum. Ég vil llka helzt, að endirinn sé góður
— bæði fyrir refi og ræningja. I kennslubókunum hef ég
reynt að efla umburðarlyndi og vlrðingu fyrir skoðunum
annarra og frjálsum umræðum eins og I „Aldarrómur".
— Ég vildi gjarnan fá að vita meira um kennslubækurnar.
Það veit víst öll norska þjóðin, að Þorbjörn Egner ber
ábyrgðina á sextán stórum bókum, sem kenna á frá öðrum
Til vinstri: Það sést greinilega, að Þorbjörn Egner unir sér
hjá barnabörnum sinum, sem eru frá vinstri: Haraldur 4Vi
árs, Halvor 6, Eysteinn 4, Berit 6V2 og Marit V/2. Auk þess-
ara fimm barnabarna er einnig Esben, bróðir Eysteins, en
hann er ekki nógu stór til að fá að taka þátt í skemmtuninni.
bekk I grunnskóla og að níunda bekk I æskulýðsskólum.
Margir þekktir menn hafa látið álit sitt I Ijós á verki þessu,
og kemur þar bezt í Ijós, hvilíkt álit menn hafa á því. Mig
Iþngar til að vitna I ummæli fáeinna rithöfunda, sem getið
er um I bókunum:
Þegar Cora Sandel hafði fengið sjöunda og áttunda
bindi, skrifaði hún:
„Það er mér sönn gleði að fá að vera með I þessum
bókum ...“ og seinna I bréfinu: „... úrvalið er svo hrlf-
andi, að það þarf ekki barn til að gleyma sér við lesturinn.
Þetta eru góðar bækur, sem öllum börnum hlýtur að þykja
skemmtilegar."
Herman Wildewey skrifaði: „ ... Ég leyfi yður að gera
hvað sem yður lystir við verk mln.“
Og Arnulf Överland ritaði til útgáfufyrirtækisins:
„Börnin lögðu bækur Egners undir sig um leið og ég
fékk þær. Ég verð víst að bíða, þangað til þau hátta, hugs-
aði ég. En þau fóru með bækurnar I rúmið. Þetta eru
kennslubækur, sem börnin lesa ekki tilneydd heldur af
löngun. Já, ég er búinn að lesa þær. Þær eru frábærar."
Loks athugasemd Johans Borgens um bókina „Heims-
snillingar" fyrir áttunda skólabekk: ,,... Ég hélt alltaf, að
það væri mikilvægara að lesa um Picasso og Cervantes en
um Napóleon og Filippus 2., en sögukennararnir voru ekki
sammála. Það er gott, að við eignuðumst Egner, snilldar-
ræningjann frá Kardimommubæ. Mér finnst, að bókmennta-
kaflinn I „Heimssnillingar" hljóti að vera stökkbretti fyrir
unglingana á sextánda ári. Á þeim aldri eru þau að taka
stökkið út I þá birtu, sem við leyfum okkur enn að kalla
menningu. Bókin er ýtarleg, voguð og eðlileg. Eins og svo
oft áður, þegar Þorbjörn Egner á I hiut, segjum við: hvers
vegna kom engum þetta til hugar fyrr?"
Auk þess sem Egner hefur svo fjölþætta hæfileika hiýtur
hann að hafa sérhæfileika á sviði kennslubókagerðar.
Hann hefur sagt það sjálfur, að mörgum hljóti að finnast
það frekt af honum, sem hvorkl er bókmenntafræðingur
né kennari, að taka saman bækur fyrir aimenna skóla I
Noregi.
— En mér farinst það svo einfalt, segir hann blátt áfram
og bætir við: — Mér finnst eins og allt, sem ég hef unnið
að og öll mín áhugamál hafi verið undirbúningsvinna að
þessu mikla takmarki — að semja kennslubækur.
47