Æskan - 01.12.1973, Page 56
UR ENDURMINNINGUM CHAPLINS
Og með þvl að ég var nýliði hjá Key-
stone, var mér náttúrlega mjög ( mun að
hjálpa til. En þar greindl okkur Lehrman
á. Ég notaði mér hvert það skopbragð, sem
ég kunnl, 1 mínu atriði, og reyndi jafnvel
að segja samleikurum mínum til. Myndinnl
var lokið á þremur dögum, og fannst mér
þar takast margt mjög skemmtilega. En mér
hnykkti við að sjá myndina. Hún hafði verið
klippt sundur og saman, svo að allt mitt
grín var orðið óþekkjanlegt. Ég var alveg
utan við mig og gat ekki skilið, hvers vegna
mér væri gert þetta. Löngu síðar viður-
kenndi Lehrman, að hann hefði gert það
vitandi vits, — honum fannst ég láta of
mikið, sagði hann.
Daglnn eftir að þessari mynd var lokið
kom Sennett heim. Ford Sterling var á
Chaplin í gervi sínu.
elnu sviðinu, Arbuckle á öðru, allt var
undir lagt þrjá leikflokka að starfi. Ég var
hversdagsklæddur og iðjulaus og hélt mig
I grenndinni við Sennett. Hann stóð hjá
Mabel og jóðlaði vindil. Sviðsmyndin var
hótelfordyri. „Hér vantar eitthvert grín,"
sagði hann og leit til mín. „Farðu í eitt-
hvert gervl, sama hvað er.“
Ég hafði ekkl hugmynd um, hvaða gervi
ég ætti að taka mér. Ég var óánægður með
blaðamannsgervið. En á leiðinni i búnings-
klefann kom mér í hug að fara í víðar bux-
ur, stóra skó, setja upp kúluhatt og bera
staf. Ailt varð að stangast á: buxurnar við-
ar, jakkinn þröngur, hatturinn lítill, skórnir
stórir. Mér var ekki Ijóst, hvort ég ætti að
vera ungur eða gamall; en þar sem Sennett
hafði haldið mig miklu eldri mann en ég
var, tók ég mér ofurlítið yfirskegg, sem ég
hélt að gerðl mig roskinlegri, án þess að
fela svlpfarið.
Ég hafði enga hugmynd um persónuna
sjálfa. En þegar ég var fullbúinn, sklidist
mér, hvers konar maður þetta væri, —
fötln og gervið gerðu mér það Ijóst. Og
þegar ég gekk fram á sviðið, var hann ai-
skapaður. Þegar ég var kominn fram fyrir
Sennett, vissi ég, hver hann var; óg reigði
mig, sveiflaði stafnum og gekk um gólf.
Grínbrögð og gamanhugmyndir geystust
fram í hugann.
Mack Sennett var mikill áhugamaður;
velgengni hans var ekki sízt þvi að þakka.
Hann var manna beztur áhorfandi og hló
innilega að því, sem honum þótti skoplegt.
Nú hló hann svo hann hristist. Þetta stapp-
aði í mig stálinu; ég fór að útskýra persón-
una fyrir honum: „Þetta er margbreytilegur
náungi, flækingur og höfðingi, skáld og
draumamaður, einmana, en ævinlega [ leit
að ást og ævintýrum. Hann þykist kannskl
vera vísindamaður, tónsnillingur, hertogi
eða pólóleikari. En hann er ekki yfir það
hafinn að tína sér sigarettustubb af göt-
Charlie Chaplin.
unni eða stela sælgæti frá litlu barni. Og
ef svo stæði á, mundi hann sparka í sitj-
andann á hvaða hefðarfrú sem værl, — en
að vísu ekki nema hann værl reittur til
relði.“
Ég hélt þessu áfram tiu mínútur eða
meir, og Sennett linnti ekki hlátrinum.
„Allt i lagi,“ sagði hann. „Farðu á sviðið
og sýndu hvað þú getur þar.“ Ég vissi ekki
frekar en áður um hvað myndin ætti að
vera — nema Mabel Normand kom við
sögu, elginmaður hennar og elskhugi.
RÉTT
VIÐHORF
í öllum skopleik skiptir viðhorf manna
mestu, — en rétt viðhorf er ekki ævinlega
auðfundið. Þarna í hóteldyrunum fannst
54