Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1973, Side 58

Æskan - 01.12.1973, Side 58
^ TARZAN apabróóir ^ Apinn verður villimaður Hávaðinn af bardaga þeirra við Núma hafði lokkað heilan hóp af villimönnum út úr þorpinu. Og augnabliki eftir dauða ljónsins voru þeir Tarzan umkringdir af svörtum hermönnum, sem veifuðu öllum öngum og mös- uðu — hver spurningin rak aðra, svo að engri var hægt að svara. Nú komu konurnar með börnin, áköf og for- vitin, og er þau sáu Tarzan, fjölgaði spurningunum um allan helming. Loksins gat hinn nýi vinur Tarzans látið til sín heyra, og þegar hann lauk máli sínu, kepptust allir, bæði karlar og konur við að sýna virðingu sína þessari ókunnu veru, er hafði bjargað félaga þeirra og barizt í návígi við Núma liinn ógurlega. Loksins fylgdu þeir honum til þorpsins og færðu honum fugla, geitur og soðinn mat að gjöf. Þegar liann benti á vopn þeirra, skunduðu hermennirnir eftir spjótum, skjöld- um, örvum og bogum. Kunningi hans gaf lionum hnífinn, er liann hafði unnið á ljóninu með. Ekkert var það i öllu þorpinu, er hann hefði ekki fengið, hefði hann óskað eftir því. Þetta var þó léttara en morð og gripdeildir til þess að fullnægja þörfum sínum. Það hafði minnstu munað, að hann dræpi þennan mann, sem liann hafði aldrei áður séð, og nú gerði allt, sem efni hans leyfðu til þess að votta vináttu og góðvild þeim, sem nær því var orðinn bana- maður hans. Tarzan apabróðir fyrirvarð sig. Framvegis ætlaði hann að minnsta kosti að bíða, unz hann vissi, hvort menn ættu það skilið að vera drepnir. Honum datt Rokoff í hug. Hann óskaði þess, að hann hefði Rússann í einrúmi einhvers staðar í hálfrökkri frum- skógarins. Þar var maður, sem verðskuldaði dauðann. Og hefði hann séð Rokoff á þessu sama augnabliki, þar sem hann neytti allra bragða til þess að koma sér 1 mjúkinn hjá hinni fögru ungfrú Strong, hefði hann enn þá heitar óskað þess að mega úthluta honum þeim örlög- um, sem hann átti skilin. Dansveizla mikil var Tarzan búin fyrsta kvöldið, sem hann var hjá villimönnunum. Nóg var að borða, því að hermennirnir höfðu veitt antilópur og zebradýr, og af drykkjarföngum var gnægð — heimagert létt öl. Þegar hermennirnir dönsuðu í bjarmanum af bálinu, furðaði Tarzan sig á því, hve vöxtur þeirra var reglulegur og andlitsdrættirnir fastir. Flata nefið og þykku varirnar á hreinum vesturstrandarnegrum Voru alveg horfnar. í stað þess voru andlit karlmannanna gáfuleg og svipmikil og andlit kvennanna oft aðlaðandi. Apamaðurinn tók eftir því í fyrsta sinn meðan á dans- inum stóð, að bæði karlar og konur báru gullskraut — einkum armhringa og öklahringa gilda mjög og að því er virtist steypta úr þessum góðmálmi. Þegar hann gaf í skyn, að hann vildi skoða einn þeirra, tók eigandinn hann af sér og gaf til kynna með merkjum, að hann gæfi hon- um gripinn. Tarzan sá brátt, að hringurinn var úr hreinu gulli. Hann furðaði sig mjög á þessu, því að þetta var í fyrsta sinn, sem hann hafði séð Afríkusvertingja með gull- skraut. Hann reyndi að spyrja þá, hvaðan málmurinn væri kominn, en þeir skildu liann ekki. Þegar dansinum var lokið, gaf Tarzan til kynna, að hann færi frá þeim, en þeir nærri því grátbáðu hann um að þiggja gistingu í rúmgóðum kofa, sem höfðinginn lét honum einum í té. Hann reyndi að gera þeim skiljan- legt, að hann kæmi aftur með morgninum, en þeir skildu 56

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.