Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1973, Side 59

Æskan - 01.12.1973, Side 59
hann ekki. Þegar hann loks gekk á braut* frá þeim til þess hluta þorpsins, er lengst var frá hliðinu, urðu þeir því meir undrandi á ætlun hans. En Tarzan vissi, hvað hann vildi. Hann hafði séð, að rottur og fleira slíkt góð- gæti lék lausum haia í þorpinu, og þar sem hann þoldi illa slíka óþrifnað, kaus hann heldur að sofa í tré undir berum himni. Svertingjarnir fylgdu honum þangað, sem stórt tré teygði lim sitt inn fyrir skíðgarðinn. Tarzan stökk upp í það og hvarf í laufþykknið eins og api. Undrunaróp kváðu við hvaðanæva. í langan tíma kölluðu þeir á hann, en er þeir fengu ekkert svar, hættu þeir að hrópa og tóku á sig náðir. Tarzan fór skammt inn í skóginn áður en hann fann tré, sem honum líkaði, þar hringaði hann sig saman og svaf vært til morguns. Hann stökk inn í þorpið úr sama trénu og hann hafði horfið í kvöldið áður. Svertingjarnir urðu hræddir í fyrstu, en þegar þeir þekktu, að hér var kominn gestur þeirra frá kvöldinu áður, ráku þeir upp skellihlátur. Um daginn fór hann á veiðar út á sléttuna með mörg- um hermönnum. Þar sýndi hann slíka leikni í meðferð vopna þeirra, að vegur hans óx enn meir. Tarzan hélt til hjá þessum vinum sínum í margar vik- ur og veiddi með þeim ýmis dýr til matar og fíla vegna fílabeinsins. Hann lærði fljótt hið einfalda mál þeirra, siði þeirra og siðfræði. Hann komst að raun um, að þeir voru ekki mannætur, að þeir litu með fyrirlitningu á menn, sem átu mannakjöt. Busuli, hermaðurinn, sem hann hafði elt til þorpsins, sagði honum margt úr sögu flokksins. Flokkurinn hafði komið fyrir löngu að norðan um langa leið. Einu sinni liafði þessi flokkur verið voldug þjóð, en þrælaveiðarar höfðu höggvið svo stór skörð í flokkinn, að furðu gegndi. „Þeir höfðu byssur og skutu okkur niður eins og villidýr," sagði Busuli. „Þeir voru bæði að ná sér í þræla og leita að fílabeini. Við börðumst lengi við þá, en örvar okkar og spjót máttu sín lítils gegn byssum þeirra. Þegar faðir minn var ungur, komu Arabarnir eitt sinn, en við fréttum af þeim nokkru áður. Þá skipaði liöfðingi okkar fólkinu að taka saman dót sitt og fylgja sér. Hann kvaðst ætla með það langt suður eftir, þar til hann fyndi stað, sem þrælaveiðararnir þekktu ekki. Lengi var ferðinni haldið áfram, en hér settumst við loks að.“ „Og hafa þá ræningjarnir aldrei komizt hingað?" spurði Tarzan. „Fáeinir komu hingað fyrir einu ári eða svo,“ svaraði Busuli, „en við gátum skotið á þá eiturörvum úr laun- sátri og fellt nokkra, en hinir héldu hið snarasta á brott.“ Meðan Busuli talaði, var hann að fitla við gullhring, sem hann bar um vinstra úlnlið. Þá mundi Tarzan eftir spurningunni, sem hann hafði ekki fengið svar við forð- um. Hann varð hálfhissa á sjálfum sér að hafa gleymt því, að allir í kringum hann báru gullskraut. En allt í einu vakti gullið hina sofandi menningu í huga hans og með henni kom löngunin til þess að verða ríkur. Hann vissi nú, að gullinu fylgdu völd og þægindi. Hann benti á hringinn: „Hvaðan er þessi málmur, Busuli “ spurði hann. Svertinginn benti í suður og austur. „Tunglsleið í burtu, kannski meira,“ svaraði hann. „Hefur þú komið þangað?" spurði Tarzan. „Nei, en sumir okkar komu þar fyrir mörgum árum; faðir minn var þá ungur. Einn af hópnum, sem var í jarðnæðisleit, rakst þar á ókunnan þjóðflokk, sem bar mikið af svona skrautgripum. Spjótsoddar þeirra voru úr því og örvar þeirra, og þeir suðu í pottum, sem voru úr sama efni og hringurinn minn. Menn þessir bjuggu í þorpi, þar sem kofarnir voru hlaðnir úr grjóti, og hlað- inn steingarður var í kringum kofana. Þeir voru ógurlegir ásýndum þessir menn, líkari öpum en mönnum, og þeir réðust á menn okkar, áður en þeir vissu, hvort við værum í friðsamlegum erindagerðum. Það varð snarpur bardagi, og flokkur okkar hélt velli fram í myrkur, en þá liurfu þessir loðnu menn inn fyrir steingarðinn. Menn okkar tóku flesta skartgripina af þeim föllnu og fluttu þá heim með sér. Enginn okkar hefur komið þar síðan. Þetta voru feikna vondir menn, hvorki hvítir né svartir, en líktust mest Bolgana — górilluapanum — í útliti.“ „Er nokkur ennþá á lífi, sem var í þessari för?“ spurði Tarzan. „Já, Waziri, höfðingi okkar, var þar,“ svaraði Busuli. Tarzan spurði Waziri spjörunum úr um kvöldið. Sagði hann langt til þessa staðar, en ekki vandratað. „Við fórum í tíu daga með ánni, sem rennur hérna með fram þorpinu. Við komum að uppsprettu hennar hátt uppi í fjöllunum. Þegar við komum yfir þessi fjöll, varð fyrir okkur lækur, sem við fylgdum inn í dimm- an frumskóg. Þar var lækurinn orðinn að nokkuð stórri á, sem við fylgdum, þar til við komum að stóru fljóti, sem áin rann í. Við fórum svo upp með fljótinu, og eftir marga daga komum við að öðrum fjallshrygg, sem við fórum yfir. Þar blasti við dalur, og í botni hans var þessi steinkofaborg, sem Busuli sagði þér frá.“ „Mér þætti gaman að fara og sjá þessa menn og ná í dá- lítið af gula málminum, sem þeir eiga svo mikið af,“ sagði Tarzan. Frarnh. 57

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.