Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1973, Page 64

Æskan - 01.12.1973, Page 64
HVAÐ SMÍÐA ÞEIR f BARNA- SKÓLUNUM? Skólarnir hérna í Reykjavík og úti um land eru nú byrjaðir af fullum krafti. Dreng- Irnir, 9—12 ára, koma ( smíðastofurnar, bekkur eftir bekk, 5 daga vikunnar, og smíða þar svo sem 2 tíma á viku ( 8 eða 9 mánuði. Og hvað er það þá, sem þeir leggja gjörva hönd að? — Jú, margs konar hlutir eru það, og þó mest smáhlutir úr tré. Stundum er þó handavinnan leirmótun, smelti-vinna eða þá leðurvinna. Þeir láta hendur standa fram úr ermum, drengirnir, ekki vantar það, enda þarf kennarinn stund- um að draga úr vinnuhraðanum hjá þeim og áminna þá um vandvirkni. — Að vorinu, f lok skólans, eru svo oft haldnar sýningar á þv(, sem unnizt hefur yfir veturinn. Má gera ráð fyrir að svo verði næsta vor, því aö þá er þjóðhátíðin í nánd, 1100 ára af- mæli byggðar íslands. Einn barnaskólinn í Reykjavík heitir Breiðagerðisskóli og smíðakennarinn þar heitir Vignir Árnason, ungur maður og ágætur smiður. Myndirnar, sem hér fylgja, eru úr þessum skóla, og sýna þær: 1. Kertastjaka (tekk), 2. Borðlampa (fura), 3. Jeppabíl með kerru og 4. Borðlampa (tekk). KASTLEIKUR Kast, sem ekki skeikar — hringurinn fellur niður yfir vinninginn, og þá átt þú hann. Úrval ýmissa eftirsóknar- verðra smámuna er lagt á gólfið. Þátttakendur taka sér stöðu í nálægt tveggja metra fjarlægð og fá afhenta í röð þrjá hringi sams konar og notaðir eru I hringspili — til að freista með gæfunnar. 62

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.