Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1973, Side 70

Æskan - 01.12.1973, Side 70
inu sinni voru karl og kerllng. Þau áttu fimm sini, sinn á hverju ári. Ekki var fleira manna I kotinu en þau hjónin og synir þeirra. Einu sinnl sem oftar fóru hjóni'n út á engjar að siá, en skildu bræðurna eftir heima, þvl þeir voru þá svo stálpaðir orðnir, að óhætt var að fara frá þeim. Veður var gott um daginn, og voru bræðurnir að leika sér úti I kringum bæinn. Þá kom til þeirra gömul og hrum kerling. Hún bað sveinana að gefa sér að drekka. Þeir gerðu það. Þegar kerling var búin að svaia sér, þakkaði hún þeim kærlega fyrir sig og spurði, hvað þeir hétu. Bræðurnir segjast ekkl heita neitt. Þá segir kerling: „Fegin varð ég að fá að drekka hjá ykkur, þvi ég var að þrotum komin af þorsta, en nú er ég svo fátæk, að ég get ekki launað ykkur sem skyldi. Þó ætla ég að gefa ykkur sitt nafnið hverjum, og skal hinn elzti heita Velvakandi, sá annar Velhaldandi, sá þriðji Velhöggvandi, sá fjórði Velspor- rekjandi og sá fimmti Velbergklífandl. Heiti þessi gef ég ykkur fyrir svaladrykk- inn, og vona ég, að renta fylgi nafni." Síðan kvaddi kerling bræðurna og bað þá muna vel nöfnin. Fór hún svo leiðar sinnar. Um kvöldið, er foreldrar bræðranna komu heim, spurðu þau þá, hvort nokkur hefði komið um daginn. Þeir sögðu eins og var og svo um nöfn- in, sem keriing hafði gefið þeim. Þau létu vel yfir því, karlinn og kerlingin. Uxu nú bræðurnir upp hjá foreldrum sinum, þangað til þeir voru uppkomnir. Þá sögðust þeir vilja fara burt úr kotinu og reyna til að framast á öðrum stöðum. Foreldrar þeirra leyfðu þeim það. Lögðu þeir nú af stað, og segir ekki af ferðum þeirra, fyrr en þeir komu til kóngsins. Þeir biðja kónginn veturvistar, en segj- ast vilja fá hana annaðhvort allir eða enginn. Kóngur sagði, að þeir skyldu fá að vera hjá sór um veturinn, ef þeir vilji vaka yfir og gæta dætra sinna á jólanóttlna. En svo stóð á, að kóngur hafði átt fimm dætur. En tvær seinustu jólanæt- urnar höfðu tvær þeirra horfið, sín hvora nótt, úr meyjaskemmunni, og var þó vakað yfir þeim. Enginn vissi, hvern- ig þær hefðu horfið, hvergi fundust þær þrátt fyrir allar leitir og rannsóknir, sem kóngur hafði látið gera. Þegar bræðurn- ir vissu, hvernig ástatt var, létu þeir konung láta smíða nýja meyjaskemmu, einstaka sér og mjög rammgera. Velvakandi og bræður hans Nú komu jólin. Fóru þá kóngsdæt- urnar þrjár, sem eftir voru, f skemmuna og bræðurnir allir fimm. Ætluðu þeir nú að vaka á jólanóttina yfir kóngsdætrun- um. En þeir sofnuðu allir nema hann Velvakandi. Ljós var I skemmunni og hún harðlæst. Fyrri part nætur sér Vel- vakandi, að skugga ber á einn skemmu- gluggann, og því næst seilist inn hönd, ógurlega stór og hrikaleg, og yfir rúm einnar kóngsdótturinnar. Þá vekur Vel- vakandi bræður sina í snatri, og þrífur Velhaldandi í loppuna, sem inn seilist, svo sá gat ekki dregið hana að sér, sem átti, þótt hann streittist við. Kom þá Velhöggvandi og hjó af höndina við gluggann. Hljóp þá sá frá, sem úti var, og eltu bræðurnir hann. Gat Velsporrekjandi rakið förin. Komu þeir loks að afar bröttum hömrum, sem enginn komst uþp nema Velklifrandi. Hann klifraði upp hamarinn og kastaði festi niður til bræðranna. Dró hann þá svo upp alla. Voru þeir þá staddir við hellismunna stóran. Þeir gengu inn I hann. Þar sáu þeir skessu, — hún var grátandi. Þeir spurðu, hvað að henni gengi. Hún var treg til að segja þeim það, en þó gerði hún það á endanum. Sagði hún, að karlinn sinn hefði I nótt misst aðra hönd- ina, og því lægi svo illa á sér. Þeir báðu hana að huggast og bera sig vel, þvi þeir gætu læknað karlinn. „En það má enginn horfa á okkur,“ segja þeir, „á meðan við erum að lækna, og erum við svo varkárir með leyndar- dóm okkar, að við bindum alla, sem nærri eru, svo enginn geti komið að okkur, á meðan á iækningunni stendur. — því þar liggur mikið við.“ Buðu þeir nú skessunni að' lækna karl hennar undir eins, ef hún leyfði þeim að binda sig. Ekki var henni um það, en lét þó til leiðast á endanum. Bundu þeir skessuna nú rammlega og gengu svo inn I hellinn til karlsins. Var hann hið ferlegasta tröll, og höfðu þeir engar sveiflur á því, nema drápu hann undir eins. Að því búnu fóru þeir til skessunn- ar og drápu hana. Síðan rannsökuðu þeir heliinn og fundu þar ekkert fémætt, sem þeir vildu hafa á burt með sér. Ekki urðu þeir þar heldur fleiri trölla varir. En þegar þeir voru að rannsaka hellinn, komu þeir að afhelli dáiitlum, og þegar þeir komu inn I hann, sáu þeir þar báðar hinar týndu kóngsdætur. Voru þær þar fjötraðar inni. Var önnur þeirra dável feit, en hin skinhoruð. Voru þær að barma sér yfir forlögum sínum og sagðist sú feitari eiga að deyja I dag, því það ætti að hafa sig til jólanna. En I þessu gengu bræðurnir inn til þeirra, leystu þær og sögðu þeim, hvar komið var. Glaðnaði þá yfir systrunum, sem von var, og höfðu bræðurnir þær heim með sór til hallarinnar og létu þær fara inn I skemmuna til systra sinna. Var þá enn ekki kominn dagur. En með degi kemur kóngur út þang- að til að vita, hvernig þeim bræðrum hafi tekizt að gæta systranna. En þegar hann heyrði allt, sem við hafði borið um nóttina, og sá allar dætur sínar þar sam- an komnar, varð hann svo glaður, að hann réð sér varla fyrir fögnuði. Efndi hann til stóreflis veizlu og lauk henni með því, að bræðurnir drukku brúð- kaup sitt til sinnar kóngsdótturinnar hver. Urðu þeir bræður síðan allir hinir mestu menn og lifðu bæði vel og lengi I bezta gengi. Og nú er þessi saga úti.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.