Æskan - 01.12.1973, Síða 77
Jón og Pétur hlupu fram í dyrnar til
að taka á móti pabba sínum, sem var
að koma heim til miðdegisverðar frá
störfum sínum, og þegar þeir voru
komnir hvor á sitt hné, þá þurfti hann
endilega að segja þeim sögu.
„Jæja þá, ég sá ( dag dreng, sem
var svo fjarskalega ánægður, og reynið
nú að geta upþ á, hvernig drengurinn
var í hátt.“
Jón, sem var minni, varð fyrri til
svars og sagði: „Það hefur verið ein-
hver ósköp fínn drengur, með fulla vas-
ana af brjóstsykri og kökum."
„Ónei,“ sagði pabbi þeirra., „Hann
var ekki fínn og átti hvorki brjóstsykur
né kökur."
„Ég held, að það hafi verið stór og
sterkur drengur," sagði Pétur, hann
langaði sjálfan svo mikið til að verða
stór, „og svo hefur hann riðið í nýjum
hnakk á hestinum hans pabba síns.“
„Langt því frá,“ sagði þabbi þeirra,
„hann var ekki stór, og hann á víst eng-
an hnakk, og hann var ekki á hestbaki.
Þið getið víst aldrei upp á því, svo ég
verð víst að segja ykkur, hvernig hann
leit út, þessi ánægði drengur.
Þegar ég gekk um torgið, var rekinn
stór fjárhópur gegnum bæinn, og það
var auðséð, að féð var langt að komið,
Anægður
drengur
það var svo þreytt og rykugt, og svo
voru allar kindurnar að deyja úr þorsta
I hitanum. Rekstrarmennirnir ráku það
að vatnsbólinu og fóru að brynna þeim,
og allar kindurnar hlupu að jarmandi,
nema ein gamalær, hún var svo upp-
gefin, að hún lagðist á steinstéttina með
tunguna lafandi út úr munninum.
Þá kom þar að pilturinn, sem ég var
að segja ykkur frá, og hann var allur
saman rifinn og bættur og óhreinn,
hann var þar í stórum götustrákahóp,
sem var að góna á reksturinn. Þessi
drengur hljóp með hattinn sinn að vatns-
bólinu, fyllti hann með vatni og bar
ánni að drekka. Þetta gerði hann sex
sinnum, og þá var ærin orðin svo hress,
að hún stóð upp og gekk inn í hópinn.
En hatturinn var víst ekki meira en svo
vatnsheldur, hann var svo Ijótur og gam-
aldags, að ég gæti bezt trúað því, að
drengurinn hefði fengið hann eftir afa
sinn.“
„Sagði þá ærin ekki þakk fyrir?"
spurði Nonni litli mjög alvörugefinn.
„Ekki heyrði ég það,“ sagði pabbi
hans, „en andlitið á drengnum varð
svo dæmalaust hýrt, ég hef aldrei séð
aðra eins gleði skina út úr mannsandliti,
honum þótti svona vænt um að geta
hjálpað skepnunni, sem átti bágt.
Li