Æskan - 01.12.1973, Page 84
MARGT BÝR í SJÓNUM
ag einn þegar hinn ungi vélfræðingur Alberto
Pinheiro fór sina daglegu morgungöngu, gerðist
nokkuð heldur óvanalegt. Hann gekk eins og venjulega
eftir hreinni og hvitri strandlengjunni við Areia Branca í
Salvador í Bahia (borginni, sem var fyrsta höfuðborg
Braziliu). Allt í einu kom Pinheiro auga á undarlegt dýr,
sem lá á sfröndinni einmitt á þeim stað, þar sem bylgjurnar
teygðu sig lengst upp á ströndina. Þetta undarlega dýr
gaf frá sér smáskræki um leið og það sló með stuttum
uggunum i sandinn. i fyrstu hélt Pinheiro að þetta væri
litill hvalsungi, en sá fljótlega, að það gat ekki átt sér stað.
Hann gat ekki gert upp við sig, hvaða dýrategund þetta
væri. Þó minntl það bæði á rostung og sel. Pinheiro nálg-
aðist dýrið varlega, greip snögglega í stutta uggana, en
gættl þess um leið að koma ekki nálægt kjafti dýrsins,
hvorki með hendur né likama.
Hann sneri dýrinu við, grandskoðaði það, en var engu
nær. Hann hafði hvorki heyrt um né séð slikt dýr fyrr. Það
hafði athugul augu, er fylgdust með öllu, sem fram fór.
Þegar Pinheiro gekk nokkur skref aftur á bak á ströndinni,
hreyfði dýrið uggana ótt og títt og reyndi að elta hann,
næstum eins og hundur.
Pinhelro skildist fljótlega, að þetta undarlega dýr var
friðsamt og vingjarnlegt, hann hafði einnig tekið eftir því,
að það hafði engar tennur. Með hjálp tveggja vina sinna,
sem hann náðl í, kom hann þessari undarlegu veru upp á
vörubíl. Á leiðinni heim tók hann eftir því, að dýrinu leið
illa f sólinni og líkami þess varð alveg þurr.
Pinheiro dó ekki ráðalaus. Hjá vini sínum fékk hann
lánaðan vatnstank, sem hann fyllti af sjó. Hjálpuðust siðan
vinlrnir við að koma dýrinu varlega fyrir í tanknum.
Dýrið tók undir eins við sér. Því leið augsýnilega vel I
vatninu og leit þakklátum augum á Pinheiro og vlni hans.
Það var eins og það skildi, að þelr vildu því aðelns vel, og
það buslaði ánægt í vatninu.
En ein gáta var óleyst. Hvers konar dýr var þetta? Var
þetta einhvers konar fisktegund eða gæludýr — hvaða
fyrlrbrigði var þetta?
Sérfræðingar frá dýragarðinum I bænum voru fengnir til
að rannsaka dýrlð, siðan sérfræðlngar alls staðar að, frá
öllu landinu — það þar engan árangur.
Þegar meira en 20 viðurkenndir sérfræðingar hófðu rann-
sakað dýrið, voru að .lokum tveir möguleikar: — Pinheiro
hafði annað hvort fundið afkvæmi sels eða rostungs, eða
þá að þetta var vanskapningur.
Ekki einn einasti sérfræðingur getur sagt um það með
vissu af hvaða dýrategund þessi vera er. Það eina, sem
vitað er, er það, að dýrið er ekki af neinni þekktri fiska-
eða dýrategund.
Bobo, en svo er dýrið kallað, nærist á mjög óvanalega
samsettri fæðu. Eftirlætisdrykkur hans er mjólk, en aðal-
rétturinn er bananar. Við og við borðar Bobo fisk, en hann
fer ekki dult með það, að fiskur er enginn uppáhaldsmatur
hans.
Nei, sykur, konfekt, kartöflur, kál og, eins og áðan var
nefnt, bananar, er eitthvað annað en fiskur. Bobo borðar
um það bil 60 banana á dag, sem skiptast niður á tvær
máltiðir. Hann innbyrðir tíu kiló af káli og álika mikið af
kartöflum á dag, og öllu þessu skolar hann niður með 20
lítrum af mjólk.
Sérfræðingar segja, að þeir þekki ekki til neinnar veru
með kalt blóð, sem nærist á hverju sem er, eins og Bobo.
Niðurstaðan varð nefnilega sú, að Bobo væri með kalt
blóð, þó að mikið meira verði ekki um hann sagt.
Bobo er svartur að lit, vegur 234 kilö og hefur hvorki
hreistur né hár. Hann hefur tvo stutta en kraftalega ugga.
Andlitið likist sel eða rostungi.
Þetta dularfulla dýr þrífst mjög vel á landi, ef það fær
sturtu við og við. En það' kann því líka vel að fá að stinga
sér vlð og við í sjóvatn. Þetta er vingjarnlegt og furðulega
gáfað dýr.
Plnheiro, sem áður vann sem vélfræðingur, hefur nú
sett upp búr fyrir Bobo. Þar hefur hann allt, sem hann þarf
með, vatnstankinn með sjóvatni i, sand o. s. frv. Lifir Pin-
heiro nú á því að sýna Bobo, og hvaðanæva að frá allri
Brazilíu streymir fólk til að sjá þetta undarlega dýr. Bobo
nýtur þess að vera miðpunkturinn og fylgist vel með þvi,
sem fram fer í kringum hann. Auk þess nýtur hann þess að
borða allan þann mat, sem til hans berst með hinum misllta
hópi manna, sem kemur að skoða hann — og Bobo borð-
ar allt.
Pinheiro, sem áður hafði stritað fyrir hverjum brauðbita,
býr nú f stórri villu og ekur um á nýjum bíl. í framtiðinni
mun hann ekki þurfa að hafa neinar fjárhagsáhyggjur. —
Það er Bobo, sem hefur fært mér gleði, segir hann ánægð-
ur. — Ég hugsa að sjálfsögðu vel um hann og gæti hans
eins og sjáaldurs auga míns. Ég vildi aðeins, að ég gæti
náð í kvendýr handa honum, segir Pinheiro, þá gæti ég
fyrst farið að græða. En þetta gengur vel. Síðan ég byrjaði
að halda sýningu á honum, hef ég fengið að meðaltali 70
til 90 þúsund krónur I aðgangseyri á dag. Ég vona bara,
að hann verði frískur, svo að þetta geti haldið áfram.
Á hverjum degi stendur fólk I biðröð til að sjá þetta
undarlega fyrirbrigði. Er Bobo fiskur eða vanskapningur?
Kannskl finna sérfræðingar svar við þvi einn daginn.
Það vitum við ekkl, en eitt er víst, að lukkuhjólið snerist
Albert Pinheiro í hag þennan morgun, þegar hann gekk
eftir ströndinnl. Hann er nefnilega á góðri leið með að
verða margfaldur milljónamæringur.
Lukkudvrið óbekkta í Bahia
82