Æskan - 01.02.1974, Síða 5
Öaginn skipstjóri
Stofugangurinn endar hjá fuglunum. Á þeirri deild fara
fram stórmerkir uppskurðir. Páfagaukar og kanarífuglar eru
skornir upp við margs konar innvortis sjúkdómum og síðan
saumaðir saman á ný. Sár eru grædd, brotnir vængir gerðir
heilir og þar fram eftir götunum.
Eins og á öllum öðrum sjúkrahúsum er einn sjúklingur
í sérstöku uppáhaldi á þessari deild. Það er indverski páfa-
9aukurinn Bea Jensen, sem situr í búri sínu og spjallar.
— Daginn skipstjórf. Á ég nú aftur að þvo upp? spyr
hjglinn.
Nágranni þess málglaða er Jago páfagaukur, sem er
Þögull sem gröfin. Hann hefur plokkað af sór allar fjaðrir
í sorg sinni yfir því að fjölskylda hans neyddist til að láta
hann frá sér til annars fólks. Páfagaukar eru jafn tryggir og
hundar, og sorg þeirra getur komið fram á margan hátt
Amigo Onschlag, þriðji páfagaukurinn á deildinni, segir
heldur ekki orð 23 tíma sólarhringsins. En þegar hann f
hyrjun heimsóknartímans heyrir fótatak nálgast, lifnar hann
við og hrópar: Mamma, mamma, því þá kemur Edith On-
schlag að heimsækja fuglinn sinn. Hann sezt á öxl hennar,
°9 í klukkustund spjalla þau saman um heima og geima.
Að heimsóknartímanum loknum skríður hann aftur inn i
skel sína, meðan Bea Jensen heldur áfram að bjóða skip-
stióranum góðan dag og spyrjast fyrir um uppþvottinn.
Samkvæmt fyrirmælum dýralæknanna er iitið um heim-
sóknir til hundanna. Gleðin yfir endurfundum við vini getur
orðið svo áköf, að sár rifna upp og umbúðir losna. Slíkt er
e^ki til að flýta fyrir bata. [ stöku tilvikum er þó eigendum
fáðlagt að koma f heimsókn, en þá er söknuður hundsins
vanalega orðinn svo ákafur, að það nálgast sjúkdóm.
Vakt allan sólarhringinn
Dagurinn er langur á dýraspítalanum. Þegar stofugangur-
ir>n er afstaðinn að morgni er biðstofan orðin full af dýrum
°9 eigendum þeirra. Sum fá læknishjálp og fara síðan heim
aftur, en önnur þarf að leggja inn. I flestum tilfellum hefur
hýralaeknir vísað viðkomandi til spítalans, en einnig er
Uni að ræða dýr, sem flutt eru með dýrasjúkrabíl eða eig-
er>dur ákveðið sjálfir að leita til spítalans. Þar er vakt allan
sólarhringinn, jafnt virka daga sem helga. Starfsliðið er
liðlega 20 talsins, fyrir utan dýralækna og hjúkrunarkonur,
ehirlitsmenn, dyravörður og hópur af lærlingum. Það er
mi°9 eftirsótt að komast f læri við dýrahjúkrun og fram-
boðið mun meira en hægt er að anna.
það kostar frá 45 til 300 krónur (fsl.) að vera sjúklingur
á dýraspítalanum. Lægst er gjaldið fyrir smádýrin, en hæst
^rir hunda og ketti. Stofnunin er rekin af dýraverndunar-
samtökunum f Danmörku og árleg velta er 15—16 milljónir
króna (fsl.). Rekstrarhalli er um þrjár milljónir á ári og er
hann greiddur af sambandinu sjálfu.
En það eru ekki aðeins sjúk dýr, sem þarna dvelja. Þang-
að kemur lögreglan f Kaupmannahöfn með dýr, sem finn-
ast á flækingi, og þvf er alltaf hópur af hundum og köttum
sem bíður eftir að eigandinn gefi sig fram. Hundar af ffnu
kyni eru hins vegar yfirleitt sóttir mjög fljótt, og ósjaldan
slær í brýnu milli manna um eigarréttinn yfir slíkum hundum, \
sem fundizt hafa f reiðileysi. Á meðan verða þeir hundar,
sem eru blandaðir að uppruna, að bíða lon og don. Þeir
bíða eftir sannri manneskju. Og þegar ein slík gefur sig
fram, getur hún fengið heimilislausan hund gegn þvi að
greiða kostnað af auglýsingu og uppihaldi.
Yfirdýralæknirinn er ekkert að fara í felur með það, að
þessi deild er baggi á spítalanum. Hann segist óska þess,
að kettirnir hefðu jafn mikla möguieika á að þekkjast og
vera sóttir eins og hundarnir. Eiginlega á að aflffa kettina,
ef enginn kemur og sækir þá, en áður en að þvf kemur
skerst kona ein, sem frú Sörensen heitir, f leikinn. Hún sér
um að útvega þeim nýtt heimili hjá sönnum kattavinum. En
það krefst mikils. Meðal annars þess, að kötturinn eigi
húsið en ekki fjölskyldan, sem hefur tekið hann að sér. Að
öðrum kosti fer hann út á lífið aftur, og það getur haft illan
endi. Því það er ekki alltaf sem kettir eru svo heppnir að
lenda á dýraspftalanum og síðan að kynnast frú Sörensen.
3