Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1974, Qupperneq 24

Æskan - 01.02.1974, Qupperneq 24
Þeir höfðu ekið til bæjarins sem leið lá eftir heldur mjóum en mal- bikuðum vegi. Leiðin hafði legið um klettótt landslag, enda skerjagarður- inn talinn bera nafn með rentu. Súms staðar náði sjór alla leið upp undir veginn. Þarna lágu seglskútur og segl- bátar af ýmsum stærðum og gerðum. Hins vegar sáu þeir engan vélbát eða hraðbát, eins og þeir eru kallaðir hér á landi. Margt fólk var komið út í eyjuna, þótt enn væri morgunn, enda taka frændur okkar á Norðurlöndum daginn snemma að jafnaði. Þeir fara gjarnan á fætur fyrr en við íslending- ar. Sólin skein glatt, og það glitraði á blátt hafið framundan. Að sjá baðstrandarlífið var Þormari og Óskari nýnæmi. Alls staðar, þar sem hægt var að koma slíku fyrir, voru tjöld, húsvagnar eða bílar þannig út- búnir, að hægt var að búa í þeim. Það fór ekki á milli mála, að nú var Jóns- messan og allir í fríi, sem því gátu við komið. En nú voru þeir sem sagt komnir niður í þorpið, niður að höfninni og sundinu, sem skipti bænum í tvennt. Þangað var ekki bílaferja, svo að þeir lögðu bílnum, þessum skemmtilega Volvo 164E, á bílastæði. Sveinn var ekki alveg viss um, hvernig ætti að greiða fyrir bílastæðið, en fann það út um síðir. Þarna var bara „járn- karl“, sem seldi miðana. Áður en farið væri út í Skerjagarð- inn sjálfan, fannst þeim ferðafélög- unum tilvalið að kaupa sér nesti í kaupfélagi staðarins. Þarna var opið og mikil ös, því að ferðafólkið hafði sýnilega ekki tekið allt með. að heim- an. Ennfremur voru bæjarbúar þarna í verzlunarerindum. Óskar tók sér körfu í hönd, og það sama gerði Þormar. Þeir tíndu niður í körfurnar flöskur með ávaxtasafa og appelsínu- drykkjum, og síðan voru keyptir kex- pakkar og kökupakkar og eitthvað af ávöxtum. Það var löng röð við af- greiðslukassann, en samt voru þeir af- greiddir um síðir. Og nú mundi Ósk- ar allt í einu eftir því, að hann ætlaði að kaupa afmælisgjöf handa bróður sínum. Grími fannst tilvalið að kaupa afmælisgjöfina í þessari búð, og það varð úr, að þarna var keyptur fyrir- myndarbíll. Þeir komu aftur út í sól- skinið með þessar birgðir sínar og héldu nú af stað fótgangandi út í Skerjagarðinn. Þeir gengu með strönd- Þeir Óskar og Þormar nutu sólar og sumat* sí'ðasta daginn í SvíþjóB. inni, en lentu í sjálfheldu. Einhver húseigandi hafði byggt skíðgarð alveg fram að sjónum, svo að ekki varð kom- izt fyrir framan hann. Þeir héldu til baka og fundu nú von bráðar leiðina inn í litla klettavík norður af aðal- bænum. Þetta var hin mesta fjalla- ferð. Þeir gengu i röð, fyrst fór Sveinn, VERÐLAUNAFERÐ ÆSKUNNAR, VOLVO OG FLUGFÉLAGS fSLANDS 1973 Á Jónsmessu í Gautaborg /S3 (WŒHLWB) 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.