Æskan - 01.02.1974, Síða 26
Þennan sólbjarta sunnudag var mjög fagurt við Troliháttan.
svart/hvítar myndir, og það var mik-
ið ljósmyndað og smellt af í allar
áttir.
Eftir drykklanga stund og góða
hvíld þarna í sólskininu var setzt upp
í Volvoinn að nýju og ekið áfram í
áttina til bæjarins Ström. Sveinn vissi,
að þegar komið væri inn í bæinn,
ætti að aka aðalgötu til hægri og yfir
ána, Gautelfina. Allt gekk þetta eftir
áætlun. Þeir komu til Ström og stönz-
uðu á torgi. Þarna var lítil verzlun,
sem seldi ís og svaladrykki og fleira
góðgæti. Grímur og drengirnir fengu
sér ís. Skammt frá var fallegur garð-
ur með gosbrunni. Eftir nokkra við-
dvöl jjarna I sólskininu og hitanum
héldu þeir áfram og komu brátt að
vegamótum. Allir vegir I Suður-Sví-
þjóð eru merktir og númeraðir, og nú
sáu þeir á vegaskiltum, að þeir voru
komnir að þjóðvegi númer 45 og voru
því á réttri leið. Mikil umferð var
eftir þjóðveginum, enda helgidagur.
Þeir biðu meðan bílalestin fór fram
hjá, en síðan smeygði Sveinn Volvon-
um inn á aðalbrautina, og nú var
heldur betur gefið í. Þarna var ekið
með yfir 90 km hraða, og umferðin
var jöfn og örugg. Umhverfið var hlý-
legt og skemmtilegt sem fyrr. Óskar
hafði orð á því, að nú væri gaman að
komast í sundlaug, svo heitt var úti.
Þei'r stilltu útvarpið á Stokkhólm og
hlustuðu á fréttir. Það var meira um
árekstra á íslandsmiðum. Kvöldið áð-
ur höfðu þeir heyrt stuttar fregnir um,
að brezk freigáta hefði siglt á varð-
skipið Óðin. Nú var sagt betur frá
þessu og í aðalatriðum, hvernig þetta
gerðist. Það vakti athygli, að frétta-
þulurinn sagði fyrst frá atvikum eftir
fréttum, sem bárust frá íslandi. Á
eftir hvernig málin voru túlkuð í
London.
Nú var stutt eftir til Trollháttan,
og þeir beygðu til vinstri út af þjóð-
veginum.
RAFORKUVERIN
MIKLU
Enginn þeirra hafði komið til
Trollháttan fyrr, en auðvelt var að
rata vegna þess, hve allt var vel merkt.
Þeir óku inn á aðalgötu bæjarins, og
þar var stórt torg til hægri en húsa-
röð, sennilega opinberar byggingar og
verzlanir, til vinstri. Þarna voru líka
rnerki, sem sýndu, hvernig ætti að
komast að rafstöðvunum og að skipa'
stigunum. Þeir óku sem leið lá geg*1'
um bæinn og út úr honum hinum
megin, þar sem leiðin lá niður að raf'
stöðvunum. Þarna stöðvaði Sveinn
bílinn í skugga hárra trjáa, því það
var allt anriað en þægilegt að setjast
inn í hann sjóðheitan í glampandi
sólskininu.
Síðan gengu Jaeir niður að ánni-
Áin hefur verið leidd í stokka, og
sjálfur árfarvegurinn var næstutn
þurr. Þetta er klettadalur, frábærlega
fallegur, og drengirnir voru hrifnir
af trjágróðrinum. Á einum stað stóð
ártalið 1909, og þeir gerðu sér í hug'
arlund hvilíkt verkfræðilegt afrek
það hefur verið að byggja þessar raf-
stöðvar með þeirri tækni, sem þá
þekktist. Víða hafði verið fleygað úr
klettunum, og för eftir langa stálbor-
ana sáust mjög greinilega. Menn
gengu Jtarna léttklæddir, enda var
mjög heitt niðri í gilinu.
Þeir fóru Jtessu næst að bílnum og
óku á öðrum stað niður í gilið, niður
að hárri stíflu. Þarna voru Jreir raun-
verulega við lilið eins elzta raforku-
versins. Enn var eftir að skoða sjálfan
skipastigann.
Þeir héldu sem leið lá til baka og
inn í bæinn. Eftir að hafa farið yfir
brú var snúið til hægri og ekið niður
eftir. Þeir sáu, hvar skip komu sigl-
andi, og j>að var frá bílnum að sjá
eins og skipin sigldu á þurru landi.
Vegna trjágróðursins sást áin ilia frá
veginum.
Þormar, Óskar og Sveinn viS Volvoinn. Grímur tók þessa mynd, er þeir lögSu at
staS frá Marstrand.
24