Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1974, Page 53

Æskan - 01.02.1974, Page 53
Spakmæli 1- Sækstu ekki eftir auðæfum, þau baka þér öfund, leiða til býlífis og iðjuleysis, sljóvga andann og kæla hjartað. — Skoðaðu fjársjóðu þina sem lánsfé, er komið sé frá drottni allsherjar, sem meðal tli að efla þína eigin og annarra full- komnun og farsæld. 2- Það er ekki sá, sem á mikið, sem er ríkur, heldur sá, sem þarf litið. 3. Til eru menn, sem halda, að þelr eigi auð sinn, en það er raunar auðurinn, sem á þá með húð og hári. 4- Eðli rándýrsins sýnlr sig, þegar Það sér blóð, en eðli mannsins — stundum — þegar hann sér pen- Inga. 5- Rikur maður velt ekki, hverjir vin- ir hans eru. 6- Sá, sem ekki veit, hvers virði ein króna er, ætti að reyna að taka hana tll láns. Peningar eru góðlr þjónar, en af- leitlr húsbændur. 3- Auðnum má likja við saltvatn: — þvi meira, sem drukkið er af þvi, Þvi þyrstari verða menn. 9- Að afla fjár er sama og grafa með nál, en að eyða peningum er eins °9 vatn, sem hellt er niður i sand. 19- Pvi meiri, sem tekjur mannanna eru og auður safnast saman, þvf meir elnar þelm peningasóttln. 11 ■ Peningar freista til iðjuleysls, gera menn sjálfselska, leiða menn út í flökkulif og eru spillingarmiðill góðra siða. 12- Gerðu auðinn að þjónl þfnum en ekki húsbónda. 7. En Láki hefur komizt f hann krappann fyrr og ekki dáið ráðalaus, enda sýnir hann það nú, að honum fatast ekki, þó að hann sjái framan í eitt hundstrýni. Hann þeytir seppa greyinu I loftköstum langt út í á. — 8. Þegar Bósi karlinn hefur buslað i land aftur, kemur I ijós, að murtan hefur hetdur viljað bíta á hjá honum en Láka. Gvendur bregður skjótt við og ætlar að hrifsa tii sfn allan fenginn. 9. Afleiðingin verður sú, að hann endasendist sjálfur beint fram af bakkanum ofan I ána. „Ekki er nú hægt að segja, að hann sé neinn snillingur í dýfingum, karlinn," virðist Bósi gefa ( skyn geltandi. — 10. En nú kemur Láka ráð I hug. „Heyrðu, kunningi," kallar hann. „Úr því að þú ert nú kominn út í hvort eð er, ættirðu að reyna að nappa þó ekki væri nema svo sem tvo ugga, karl minn." 11. Eftir nokkrar köfunartilraunir tekst Gvendi að góma eitt hornslli, og með það skreiðist hann í land við illan leik. En ekki er öll von úti enn. Hann er ekki allur kominn upp úr. — 12. I jakkaiafinu hans hangir reyndar heljarstór vatnakarfi, sem hefur haft augastað á nestisbitanum hans. „Nú gætum við soðið okkur fisk og kartöflur, lasm, ef við ættum kartöflur," segir Gvendur heldur en ekki hróðugur. KÁPUMYND Á síðustu tölublöðum ÆSKUNNAR hafa birzt íslenzkar myndir, sem allar hafa verið teknar af Gunnari Hannessyni.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.