Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1976, Blaðsíða 8

Æskan - 01.11.1976, Blaðsíða 8
Forseti Bandaríkjanna er kjörinn á fjögurra ára fresti. Kjörgengi hafa aðeins þeir sem náð hafa þrjátíu og fimm ára aldri og eru fæddir borgarar í Bandaríkjunum. Forsetinn hefur mjög víðtæk völd, takmörkuð þó af bæði löggjöf og löggjafarvaldi, en þó einkum fram- kvæmdavald. Forsetinn þjónar sem æðsti yfirmaður alls herafla Bandaríkjanna, flughers, landhers og flota, svo og þjóð- varðliðs einstakra fylkja, þegar þau eru kölluð til þjón- ustu. Forseti Bandaríkjanna Forsetinn getur undirritað samninga og sáttmála fyr|r hönd Bandaríkjanna, en eftir að hann hefur afgreitt slík mál verða þau að fara fyrir öldungadeild bandaríska þingsins, sem hefur á sínu valdi að samþykkja eða hafna- Forsetinn skipar í mörg af æðstu embættum Banda- ríkjanna, þar á meðal embætti alríkisdómara, sendiherra og annarra. Þegar forseti er kjörinn er jafnframt kjörinn varaforseti, úr sama stjórnmálaflokki og forsetinn. Varaforseti gegnir embætti forseta öldungadeildar bandaríska þingsins og ef forseti verður af einhverjum ástæðum að láta af emb- ætti, vegna heilsuleysis eða annars, tekur varaforsetinn við þartil kjörtímabilinu lýkur. I Skógarvörðurinn féllst á það og fór með Lappa heim til sín. Lappi hætti alveg veiðum sínum í skóginum, eftir að hann kom til skógarvarðarins. Það var ekki aðeins af hræðslu, heldur vegna þess, að hann vildi ekki, að skógarvörðurinn yrði reiður. Lappa þótti svo vænt um hann, eftir að hann bjargaði lífi hans, að hann fylgdi honum hvert sem hann fór. Færi hann aö heiman, hljóp Lappi alltaf spölkorn á undan, til þess að athuga, hvort engar torfærur væru á veginum. En þegar skógar- vörðurinn var heima, lá Lappi úti á hlaði og horfði rann- sakandi á alla, sem komu og fóru. Þegar kyrrlátt var heima, engin umferð á veginum og skógarvörðurinn að hlynna að trjáplöntunum sínum, lék Lappi sér við elgkálfinn. í fyrstu hafði Lappi ekki skipt sér af honum, en hann fylgdi húsbónda sínum, þegar hann færði kálfinum mjólkina út í fjósið, og sat þá alltaf utan við dyrnar og horfði á hann. Skógarvörðurinn kallaði kálfinn Gráfeld. Lappi hugs- aði með sér, að Ijótari og ólánlegri skepna væri víst ekki til. Hann var háfættur og skjögraði í hverju spori. Höfuðið var stórt og ellilegt og kálfurinn hallaði alltaf undir flatt. Húðin var hrukkótt, eins og hún væri of stór utan um skrokkinn. Hann var óánægður og raunalegur á svipinn. En undarlegt var það, að í hvert skipti, sem hann sá Lappa, lifnaði svolítið yfir honum. Elgkálfurinn varð vesældarlegri með hverjum degi sem leið. Seinast var hann orðinn svo aumur, að hann gat ekki risið á fætur, þegar hann sá Lappa í dyrunum. Lappi stökk inn í króna til hans, og þá brá fyrir leiftri í raunalegu kálfsaugunum, eins og hann yrði glaður. Eftir það stökk Lappi inn í króna til hans á hverjum deg' og var oft lengi hjá honum, sleikti hann allan og lék sér við hann. Þaö var einkennilegt, að kálfurinn fór að hressast og vaxa, eftir að Lappi tók upp þennan sið. Eftir hálfap mánuð var hann orðinn svo stór, að hann komst ekki fyrir í krónni sinni. Þá var hann fluttur og hafður í giröingu Þegar hann hafði verið úti í tvo mánuði, var hann orðinn svo háfættur, að hann gat stigið yfir girðinguna. Þá fékk skógarvörðurinn leyfi húsbóndans til að hækka hana. Þarna óx elgurinn upp í nokkur ár og varð stór og stæðileg skepna. Lappi var hjá honum, hvenær sem hann gat. En nú var það ekki af vorkunnsemi. Þeir voru orðnir miklir vinm Elgurinn var alltaf hryggur á svipinn og letilegur. LapP' einn gat komið honum í gott skap. Gráfeldur hafði verið fimm ár hjá skógarveróinum, þegar húsbóndi hans fékk bréf frá dýragarðseiganC^ erlendis, sem vildi kaupa elg. Húsbóndanum þótti vse um þetta, en það hryggði skógarvörðinn. Hann réð bara ekkert við þetta. Og svo var elgurinn seldur. Lappi heyrði þetta. Hann flýtti sér til Gráfelds og sa9j honum, hvað væri í ráði. Hundurinn kveið því að eiga sjá á bak vini sínum. En elgnum virtist sama. Hann v hvorki glaður né dapur. „Ætlarðu að -láta fara með þig mótþróalaust?" spu Lappi. j| ,,Það þýðir ekki að verja sig,“ sagði Gráfeldur. .•Éð^ helst vera, þar sem ég er, en verði ég seldur, er ekki annað að ræða en sætta sig við þaö." Lappi horfði á Gráfeld og mældi hann með augunurT1 j Það var auðséð, að hann var ekki fullvaxinn enn. Ha allt land ÆSKAN — Blaðið er fastur gestur á þúsundum íslenskra heimila um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.