Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1976, Síða 29

Æskan - 01.11.1976, Síða 29
Á skemmtistaðnum. inn í viöinn á árahundruðum á hafsbotni. Þau sáu 9ömlu skjaldarmerkin sem búið er að koma fyrir á stafni skipsins, ennfremur ýmsan búnað og á eftir skoðuðu þau teikningar og lásu upplýsingar um skipið, björgunina og tleira sem því viðkom. Nú leið að því að Grænilundur yrði opnaður og úti fyrir dyrum skemmtistaðarins voru saman komin mörg hundruð „unglingar" á öllum aldri. Síðan var opnað og fólkið streymdi inn í skemmtigarðinn. Þau fóru fyrst að skotbakka og síðan reyndu þau hæfni sína í að kasta boltum. Síðan fóru Ósk og Rögnvaldur í rafmagnsbíla og Það var nú ekki minna gaman. Og kannski var ekki fninnst gaman að sjá þá Ólaf Friðfinnsson og Svein Sæmundsson reyna hæfni sína í akstri rafmagnsbíla sem komust í allt að 70 km hraða. Veðrið var yndislegt. Blæjalogn og hiti en nú var sólin að ganga undir. Ólafur fór með þau Ósk og Rögnvald upp í háan turn og það var skemmtilegt ferðalag. Því er þannig hagað að útsýnishúsi er komið fyrir á turni og rennur það UPP og niður turninn og snýst um leið. Þau fóru í parísarhjól og alls konar fleiri tæki en ekki leist þeim á að tara í nýtt skemmtitæki, margfætlu, sem snýst með ógnarlegum hraða og sem fólk kom náfölt út úr og gat varla staðið á fótunum. Ólafur sagði að þetta væri sannkallað píningartæki. Þau reyndu skotfimi sína með loftbyssum og vatnsbyssum og fóru síðan í merkilegt hús þar sem draugagangur var mikill og hindranir af ýmsu tagi. Þetta tók langan tíma því sums staðar varð að klifra og annars staðar varð að skríða og á stöku stað varð maður fastur. En um síðir tókst þeim þó að komast í gegnum húsið og aftur út undir bert loft. Allt var þetta mjög gaman. Það var fleira að sjá í Grönalund en skemmtitækin, því að staðurinn ber nafn með rentu. Þarna var ógrynni af blómum, trjám og dimmrauð kvöldbirtan blandaðist saman við marglit Ijós skemmtigarðsins. Hljómlist frá hljómsveitum barst um svæðið og fólk reikaði um í góða veðrinu og lét sér líða vel, þ. e. a. s. þaö sem ekki fór í skemmtitækin, sem sum virtust býsna tvísýn skemmtun. En nú var 25. maí. Hinn 27. maí var uppstigningar- dagur og Svíar hafa margir þann hátt á að taka sér frí frá störfum daginn fyrir slíkan hátíðisdag. Þess vegna yrðu 26. og 27. maí frídagar og þeir sem vildu gætu sofið út. Flestar skrifstofur og fyrirtæki í Stokkhólmi yrðu lokuð og kannski var það ein skýringin á þessum mikla mannfjölda í skemmtigarðinum og úti á götu. Of langt yrði upp að telja allt það sem þau sáu og reyndu í Grænalundi þetta kvöld. Um síðir var ákveðið að halda heim, enda byrjað aó kula, þ. e. a. s. hitinn kominn niður fyrir 20 stig. Þau fóru í bíl Ólafs heim á Hótel Birger ÆSKAN — Það er Ijótt að vera of seinn í skólann 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.