Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1976, Blaðsíða 53

Æskan - 01.11.1976, Blaðsíða 53
 Hvað veistu? L Enn fara Æskan og Flugleiðir af stað með spurninga- keppni og nú er ekki til lítils að vinna. Ferð fyrir tvo fyrstu vinningshafa til Chicago ásamt gistingu og skoðunar- ferðum um þessa miklu verslunar- og iðnaðarborg. Chicago, sem stendur við Michigan vatnið, er mesta stáliðnaðarborg Bandaríkjanna og hún er mikilvæg mið- stöð verslunar og viðskipta. í menningarlegu tilliti er borgin einnig mjög markverð. í Oakpark, skammt vestan Chicago, fæddist rithöfundurinn Ernest Hemingway, sem gerði garðinn frægan með skáldsögum sínum, m.a. sögunni ,,Vopnin kvödd” sem gerist í fyrri heimsstyrjöld. Samskipti Islands og Bandaríkjanna eru orðin löng og góð. Á 1000 ára afmæli Alþingis, árið 1930, gáfu Bandaríkjamenn (slendingum minnismerki um Leif heppna, sem nú stendur á Skólavörðuhæð í Reykjavík. Flestir (slendingar sem til Ameríku fara stíga á land í New York, en þangað hófu Loftleiðir flug árið 1948. Félagið hóf svo flug til Chicago vorið 1972. Skip Eimskipafélags íslands og fleiri skipafélaga hafa siglt til New York, bæði í heimsstyrjöldinni 1914—18 og þótt siglingartil Ameríku legðust að mestu niöur um hríð hófust þær aftur við upphaf síðari heimsstyrjaldar og hafa staðið síðan, enda eru Bandaríkin eitt aðalviðskiptaland íslendinga. Árið 1976 héldu Bandaríkjamenn upp á 200 ára afmæli sjálf- stæðisyfirlýsingar sinnar. Þá var mikið um dýrðir, m. a. sigling seglskipa, sem á engan sinn líka. í hallæri á íslandi seint á 19. öld, fluttu margir ís- lendingar til Vesturheims, þ. á m. til Bandaríkjanna. Þótt erfiðleikar væru næstum óyfirstíganlegir í fyrstu, komust flestir vel af og íslenska þjóðarbrotið í Kanada og Bandaríkjunum er virt og nýtur álits. Einn þeirra sem gerðu garðinn frægan var Vilhjálmur Stefánsson land- könnuður, sem kannaði norðurslóðir og hefur ritað um þau ferðalög og rannsóknir margar merkar bækur. Segja má að flugið sé ferðamáti nútímans. Vagga flugsins stóð í Ameríku, því enda þótt Evrópumenn hefðu gert margar merkar tilraunir með flugvélar urðu það Wright-bræður sem fyrstir smíðuðu nothæfa flugvél og flugu í vélknúnu farartæki. Bæði Flugfélag íslands og Loftleiðir nota amerískar flugvélar til millilandaflugs. Loftleiðir Douglas DC-8-63 og Flugfélag íslands Boeing 727-C. Meginuppistaða flugflota heimsins eru banda- rískar flugvélar og að öðrum gerðum ólöstuðum hafa þær reynst frábærlega vel. Bandaríkjamenn hafa átt marga ágæta flugmenn og allir minnast hnattflugsins sem farið var árið 1924 með viðkomu á fslandi. Það var líka Bandaríkjamaður, Charles A. Lindbergh, sem fyrstur varð til þess að fljúga einn síns liðs frá New York til Parísar. Eins og margir vita eiga Flugleiðir hf. félögin Loftleiðir og Flugfélag fslands. En Flugleiðir reka einnig þriðja flugfélagið, International Air Bahama, sem flýgur milli Nassau á Bahama-eyjum og Luxemborgar. Má því segja að flugvélar og áhafnir tengdar félaginu hafi viðkomu allt frá nyrstu byggðum Grænlands til hlýjunnar í Karíbahaf- inu. Stjórn Flugleiða er skipuð 11 mönnum, en for- stjórar eru þeir Örn Ó. Johnson, Alfreð Elíasson og Sigurður Helgason. Um nálægt 20 ára skeið hafa Æskan og Flugfélag fs- lands og nú síðar Flugleiðir efnt til verðlaunasamkeppni. Að sjálfsögðu er þetta aðeins einn þáttur í starfi Æskunnar fyrir íslenskan æskulýð. fslendingar eiga þessu þlaði mikið gott að gjalda því allt frá fyrstu blöð- unum undir ritstjórn Sigurðar Júl. Jóhannessonar til nú- verandi útgáfu undir frábærri stjórn Gríms Engilberts ritstjóra hefur Æskan haldið uppi merki bindindissemi, hófsemi og baráttu fyrir bættu mannlífi á landi voru. Það er Flugleiðum hf. mikil ánægja að hafa samskipti við slíkt ágætisblað. Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi. 12. Bandaríkjamaður af íslensku bergi brotinn kannaði lifnaðarhætti eskimóa og nyrstu byggðir Ameríku. Hvað hét hann? a) Vilhjálmur Stefánsson b) Jón Ólafsson c) Sveinbjörn Egilsson 13. Bandaríkjamaður varð fyrstur til þess að fljúga einn síns liðs frá New York til Parísar. Hvar var það? a) Frank Caldwell b) Charles A. Lindbergh c) Sidney Webster 14. Hver var fyrsti ritstjóri Æskunnar? a) Margrét Jónsdóttir b) Sigurður Júl. Jóhannesson c) Friðrik Friðriksson 15. Hverjir eru forstjórar Flugleiða hf. a) Örn Ó. Johnson, Alfreð Elíasson, Sigurður Helgason b) Gunnar Sigurðsson, Sigurður Jónsson, Ingimar Sveinbjörnsson c) Einar Guðmundsson, Ásgeir Gunnarsson, Guðmundur Jónsson. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.