Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1976, Page 35

Æskan - 01.11.1976, Page 35
'M. ?? Mp '■ ? ilO^ ÍSLAND FRÍMERKJASAFNARAR! Sendið mér 75 eða fleiri notuð íslensk frímerki og þið fáið í skiptum fjórum sinnum fleiri mis- munandi útlend frimerki. Páll Gunnlaugsson, Veisuseli, Fnjóskadal, S.-Þing. HÓtrSTOrNUNAIt A'fS 1T76-19S1 WÉk Síðasta daginn sagði sú elskaða andvarpandi: — Ég íinn, að ég verð að ákveða mig. Annars fæ ég ekki frið! Hvorki á jörðu né í geimnum! Hlustið nú vel á mig báðir tveir, því að hér er um ykkur báða að ræða. Og ég lofa að giftast þeim, sem kemst fyrst til sólarinnar! — Þetta var áskorun, sagði Júpíter. — Flott! hrópaði Atlas. Og þá var það ákveðið. Ekki var heimssýningunni fyrr lokið og menn farnir aö undirbúa þá næstu er eldflaugarnar voru sendar á skotpallana. Fyrst var gengið frá Júpíter og Atlas og þeir settir í skotstellingu. Þeim fannst það ganga alltof seint. Feir brunnu í skinninu eftir að sýna getu sína. Júpíter fékk forskotið, því hann komst fyrst á loft. Hann var sendur í áttina að Mars. En hann fylgdi þeirri stefnu aðeins meðan hann varð að hlýða skipunum frá stöðinni. Um leið og hann kom fram hjá tunglinu beygöi hann og stefndi að sólinni. Atlas, sem var skotið í áttina að Venusi, elti hann um leið og hann komst framhjá tunglinu., Þetta var gífurlegt kapphlaup, en hvorugur þeirra komst á leiðarenda, því að þeir bráðnuðu báðir, þegar Þeir komust nægilega nálægt sólinni. Milli allra sólar- 9eislanna. Litla gervitunglið var sent á loft skömmu seinna. Með Thor-Delta eldflaug. Og eldflaugin sú gerði sig líklega allt frá byrjun. •— Eigum við að gifta okkur, ungfrú? spurði Thor-Delta ^heð bliki í auga. Því að eldflaugin sú var fjarstýrð! — Hugsaðu um sjálfan þig, svaraði gervitunglið virðulega. — Ég er eiginlega trúlofuð. Ég hef lofað að Qiftast þeim, sem kemst fyrstur til sólarinnar. Og ekki verður þaö þú! — Þetta var nú aðeins venjuleg tillaga, svaraði Thor- Uelta. Svo komust þau upp fyrir andrúmsloftið, og þar skildu leiöir þeirra. Litla gervitunglið átti nefnilega að fara á braut umhverfis jörðina, en flugskeytið ekki. — Hér svíf ég ein af stað, sagði gervitunglið hrifin. — Utsýnið er stórkostlegt. Dásamlegt! Himneskt! En hún var ekki jafnhrifin, þegar hún hafði svifið um í heilan sólarhring. — Þetta verður leiðinlegt til lengdar, sagði hún, — ef é9 hefði nú einhvern til að tala við. Af og til hitti hún gervitungl og geimstöð. Þau heils- uðust, þegar þau fóru fram hjá hvort öðru. Af og til r*ddust þau við. Hafiö þér heyrt um Júpíter-flaugina,. sem flaug til s°larinnar? spurði gervitunglið, — hún bráönaði áður en komst þangað! Hvað átti þetta svo sem að þýða! — Þetta er hræðilegt, sagði gervitunglið og sveif áfram. Hún hugsaði um sinn glæsilega Júpíter og grét örlög hans. Þegar hún hitti geimstööina seinna, sagði hún um leið og hún sveif fram hjá: — Hafið þér heyrt um Atlas-flaug- ina, sem flaug í áttina að sólu? Hún brann til ösku. Á sekúndubroti! — Hræðilegt, stundi gervitunglið og hún hugsaði með sjálfri sér: — Nú giftist ég aldrei! En daginn eftir var nýju gervitungli skotið á loft. Þetta var Courier 2 B, og hann var karlkyns. Það var ætlunin að tengja hann við ungrú gervitungl á fjórðu hringferð þeirra umhverfis jörðina. — Hér kem ég, sagöi Courier-inn og fór beint að h.lið litlu ungfrúarinnar, —góðan morgun, góðan daginn og gott kvöld á maður víst að segja! — Góða nótt, heilsaði ungfrúin kurteislega. — Á morgun eigum við að giftast, sagði hapn kátur. Hann var nú einn þeirra, sem gekk hreint til verks. — Það getum við ekki, andvarpaði hún, — því að ég lofaði að giftast aðeins þeim, sem kæmi fyrstur til sólar- innar. Og þangað kemst enginn. Allir bráðna áður!" — Ekki þeir, sem hugsa, sagði Courier 2B, — og ég tók heilann minn með. Hann gengur fyrir sólarrafhlöðum og hann segir nú sex. Á fimm mínútum næ ég til sólar með hans hjálp. Sjáðu, nú sendi ég! Og svo sendi hann! Og 5 mínutum seinna fékk hann svar! — Þarna sérðu, ungfrú mín, sagði hann, — ég komst fyrstur til sólar og við getum gift okkur á morgun. — Það gleður mig, sagði ungfrúin, því aó henni leist vel á nýja ferðafélagann. Hann var við hennar hæfi, og hún hugsaði: — Kannski var gott, að allt fór eins og það fór, því að lík börn leika best. Og ég vil nú helst giftast einum af mínu fólki! Næsta dag héldu þau brúðkaup og létu tengja sig saman á hringferðinni. Beint yfir Kyrrahafinu. — Ef tengslin eru rétt, gengur allt í þessum heimi, sagði brúðguminn. — Húrra fyrir tengslunum, sagði litla, sæta konan hans. Þetta var hamingjusamt hjónaband og þegar þau voru búin með allar hringferðirnar svifu þau út af brautu um jörðu og beint inn í sjöunda himin. Þar eru þau enn. Því að þaðan hafa engin gervitungl snúið aftur. Og það er vel skiljanlegt! ÆSKAN — Það er Ijótt að stríða börnum, sem eru mlnni en þú 33

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.