Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1976, Side 31

Æskan - 01.11.1976, Side 31
Á flugvelli'num í Stokkhólmi. rauöum þökum, voru hvarvetna en brátt sást flugvöllur- inn og stuttu síðar var lent. Nú var að komast í bæinn og Það tók dálítinn tíma að fá töskurnar afhentar. Samt náðu Þau áætlunarbílnum, sem fór niður í miðborgina og þangað var ekið. Ferðin niður í miðborg Málmeyjar tók 40 mín., og á leiðinni byrjaði að rigna fyrir alvöru. Fátt bar markvert við en þau vissu að ferjurnar yfir Eyrarsund yfir W Kaupmannahafnar myndu fara frá Málmey á heila og Þálfa tímanum. Þau einsettu sér að ná í ferjuna kl. 11. Þrátt fyrir mikinn flýti tókst það nú ekki. Ferjan var um Það bi| að leggja frá landi er þau komu niður á bryggjuna. En það gerði ekki svo mikið til. Næsta ferja myndi fara eftir hálftíma. Þau sátu þarna í biðskýlinu sem var mjög þrifalegt og áQætt. Þau keyptu sér blöð og sælgæti og létu fara vel Ufn sig. Þau ætluðu að fara yfir Eyrarsund með svoköll- uöum svifbáti. Þetta er alveg frábært skip að dómi Þöirra Óskar og Rögnvalds því að þegar báturinn er k°minn á ferð þá lyftist hann upp úr sjónum og rennur á sk'Þum, sem eru að aftan og framan. Þau höfðu fengið sér sæti á neðra þilfari og brátt leið Þrottfarartíma. Báturinn rann út höfnina og hraðinn )okst stöðugt. Þau sáu hvernig báturinn lyftist og skíðið framan sem hann rennur á þegar fullri ferð er náð, k°m í ijós. Þau sáu mörg skip og fóru fram úr þeim öllum Því svona svifskip þýtur áfram með feikna hraða. Þrátt fyrir Þokuslæðing leið heldur ekki langur tími þar til °anska ströndin kom í Ijós og brátt voru þau í mynni Kaupmannahafnar. Þau fóru út og virtu fyrir sér turna þessarar fornfrægu borgar, sem eitt sinn var höfuðborg íslands. Þau sáu gömul virki og gamla skipalægið við Revshaleoen en hins vegar Norður-Tollbúðina. Áfram var haldið og enn mættu þau fleiri ferjum og skipum, sem héldu út. Loks var lagt að bryggju og þau gengu í land með föggur sínar. Þótt þau hefðu aðeins verið 35 mín á leiöinni frá Málmey til Kaupmannahafnar var veðrið allt annað og verra hér. Það rigndi og andaði köldu. Ósk hafði orð á því að í fyrsta sinn síðan hún fór frá fslandi þyrfti hún aö nota sinn ágæta leðurjakka. Þau fóru í leigubíl um borgina og leiðsögumaðurinn sagði þeim sitt af hverju. Hann sýndi þeim Borsen, gömlu kauphöllina og hann sýndi þeim líka Kristjánsborg, þinghús Dana. Ýmislegt var skeggrætt á leiðinni út til flugvallarins í Kastrup, en þangað komu þau tímanlega, en í grenjandi rigningu. Við svifskipið. ÆSKAN — Það er Ijótt að vera latur að læra 29

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.