Æskan - 01.11.1976, Blaðsíða 16
Lappi hélt, aö sér hefði misheyrst. En rétt í því kom héri
á móti þeim. Hann nam stað'ar, sperrti eyrun og hrópaði:
,,Þarna fer hann Gráfeldur, sem hefur eyðilagt skóginn.
Gráfeldur hefur eyðilagt skóginn." Svo þaut hann burt
eins og örskot.
,,Hvað eiga þeir við?" spurði Lappi.
Gráfeldur svaraði: ,,Ég veit það ekki með vissu. En ég
held að smádýrin séu mér reið, vegna þess að það voru
mín ráð að leita hjálpar mannanna. Fylgsni smádýranna
og bæli eyðilögðust, þar sem neðstu greinar trjánna
voru höggnar."
Þeir urðu enn samferða dálítinn spöl, og Lappi heyrði
þetta sama úr öllum áttum: „Þarna fer hann Gráfeldur.
sem hefur eyðilagt skóginn."
Gráfeldur lét sem hann heyrði þetta ekki. En nú vissi
Lappi, hvers vegna hann var svona dapur.
„Heyrðu, Gráfeldur, hvers vegna segir snákurinn. a^
þú hafir drepið þann, sem honum þótti vænst um?
spurði Lappi.
,,Ég er ekki vanur að drepa neinar skepnur," svaraði
Gráfeldur.
Þeir mættu gömlu elgunum: Kroppinbak, Hornalang.
Háralang og Heljarsterk. Þeir komu í sporaslóð.
' ,,Lifið heilir í skóginum!" kallaöi Gráfeldur til þeirra.
kristna heiðingjana þar á 8. öld. — Sagan er þannig
sögð:
Það er skammdegiskvöld. Á háum hól stendur stór eik
(þrumueikin, sem helguð var guðinum Þór). Bál hefur
verið kveikt undir eikinni og hjá því stendur blótstallur.
Rauðar logatungur leika um hann. Umhverfis standa
hvítklæddir hermenn, konur og börn. Hjá blótstallinum
stendurgoðinn og hjá honum krýpur barn. Þessu barni a
að fórna Þór.
Þá ber Bonifasíus þar að. Hann bar krossmerki hátt og
hinum féllust hendur. Hann bjargaði hinu dauðadæmda
barni. Hann boðaði hinum heiðnu mönnum fagnaðar-
erindi Krists, og hann vildi þjónustu heldur en fórn.
Skammt þar frá stóð fagurgrænt grenitré upp ur
snjónum og toppur þess benti til himins.
,,Sjáið hér,"mælti trúboðinn og benti á grenitréð, „her
er hið lifandi tré, sem aldrei hefur verið saurgað með
blóði. Látum það vera tákn hins nýja siðar. Sjáið hvernig
það bendir til himna. Við skulum kalla það tre
Jesúbarnsins. Höggvið það upp og flytjið það heim í höll
foringjans, því að á þessari nóttu er yður frelsari fæddur,
sem er Hvíti-Kristur. Aldrei framar skuluð þér fara út i
skóginn til að halda þar blóthátíð. Þér skuluð halda hátíð
heima hjá yður með fögnuði og gleði, söngvum og velvild
til allra manna."
Önnur saga er líka um uppruna jólatrésins:
Það voru einu sinni lítil grenitré og þau grétu út af Þvl
að þurfa að standa inni í dimmum skóginum, þegar vinir
þeirra, fuglarnir, voru flognir til hinna suðlægu landa.
Kaldur norðanvindurinn heyrði raunatölur þeirra oQ
sagði Jesúbarninu í Betlehem frá. Og lífsins herra, sem
vill að öllum líði vel, gerði grenitrjánum boð og sagði að ef
þau vildu verða glöð, þá ætti þau að gera eitthvert góð-
verk. Grenitrén hlustuöu á skilaboðin og svo breiddu þau
út greinar sínar til að skýla lággróðrinum, sem óx við
fætur þeirra. — Vindurinn sagði þá Jesú frá því, hvað
litlu grenitrén hefðu gert. Hann fór þá til þeirra og bless-
aði þau. — Og hann hengdi gjafir til barnanna á greinar
þeirra og sagði að þau skyldu héðan í frá gleðja börnin a
jólunum.
“að er mælt að Lúther hafi byrjað á því að skreyta
heimili sitt meö grenitré á jólunum. Þetta var á öndverðri
16. öld og síðan breiddist siður þessi út um öll lönd.
En þó er mikið eldri sagan um það hvernig grenitréð
varð ímynd Jesúbarnsins. Hún er frá þeim tíma er St.
Winfred (Bonifasius) fór frá Englandi til Þýskalands að
Jólatréð
ÆSKAN — Þetta glæsilega blaö er fyrir alla fjölskylduna á öllum aldri.