Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1976, Side 17

Æskan - 01.11.1976, Side 17
,,Lifðu heill sjálfur," svöruðu elgirnir. ,,Við ætluðum einmitt að hitta þig og ræða við þig um skóginn." ,,Við höfum frétt," tók Kroppinbakur til máls, ,,að níðingsverk hafi verið unnið í skóginum og þess sé enn ekki hefnt. Því hefur þessi ógæfa komið yfir skóginn." „Hvaða níðingsverk var það?" spurði Gráfeldur. „Einhver hefur drepið meinlaust dýr án þess að þurfa Þess sér til matar. Slíkt eru taldir glæpir í Friðarskógi." ,,Hver gerði það?“ spurði Gráfeldur. ,,Sagt er, að það hafi verið elgur. Nú er eftir að vita, hvaða elgur er sekur. Veizt þú það?" Lappi og Gráfeldur skildu við hina og héldu áfram. Gráfeldur var hljóður og dapur og hengdi höfuðið. Þeir 9engu fram hjá höggorminum, þar sem hann lá á berri hellu. ,,Þarna fer hann Gráfeldur, sem hefur eyðilagt skóginn," hvæsti höggormurinn. Nú var þolinmæði Gráfelds þrotin. Hann gekk að höggorminum og lyfti öðrum framfætinum. ,,Ertu að hugsa um að rota mig eins og kerlinguna snáksins?" spurði höggormurinn. „Hvenær hef ég rotað snákakerlingu?" spurði Gráfeldur. ..Fyrsta daginn, sem þú varst í skóginum," svaraði höggormurinn. Gráfeldur sneri sér snöggt frá höggorminum og hélt sfram með Lappa. Allt í einu nam hann staðar. „Lappi, Það er ég, sem hef unnið níðingsverkið," sagði hann. "Ég hef drepið meinlaust dýr, og ógæfan hefur komið yfir skóginn mín vegna." ..Hvað ertu að segja?" spurði Lappi. ..Segðu snáknum Varnarlaus, að elgurinn Gráfeldur fan í útlegð í nótt," sagði Gráfeldur. ..Það geri ég ekki," svaraði Lappi. „Það er hættulegt fyhr elgi að vera norður í landi." ..Helduröu, að ég geti verið hér, þegar ég veit, að ég á sÖk á ógæfu skógarins," spurði Gráfeldur. ..Hugsaðu þig um. Bíddu til morguns." ..Það varst þú, sem sagðir mér, að elgurinn og skógurinn væru bræður." Að svo mæltu fór Gráfeldur leiðar sinnar. Lappi hélt áfram heimleiðis. Honum var órótt út af því, sem Gráfeldur hafði sagt. Daginn eftir fór hann út í skóg að hitta hann. En hann fann Gráfeld hvergi. ^á vissi Lappi, að Gráfeldur var farinn í útlegð sína. Lappi sneri heimleiðis í illu skapi. Hvers vegna lét ^•"áfeldur snákófétið flæma sig burt? Hvílík heimska! ^vernig átti snákræfillinn að geta ráðið bót á eyðilegg- in9u skógarins? Lappi var einmitt að hugsa um þetta, þegar hann kom au9a á skógarvörðinn og annan mann með honum. Skógarvörðurinn benti á eitt tréð. ..Hvað sérðu?" spurði maðurinn. Hvers vegna myndast snjóbolti við þrýsting? Snjókornin bráðna og fest- ast saman. „Lirfurnar eru dauðar úr einhverri veiki," svaraði skógarvörðurinn. Lappi varð ákaflega undrandi. Það lá við, að honum gremdist, að snákurinn skyldi geta staðið við orð sín. Nú var hætt við, að Gráfeldur yrðu að vera lengi í útlegðinni. Snákurinn gat orðið lífseigur. En Lappa datt dálítið í hug um leið, sem huggaði hann. Það var ekki víst, að snákurinn þyrfti að tóra lengi. Ekki var hann alltaf inni í holunni. Einhver ráð mundu verða til að koma honum fyrir kattarnef, þegar skógurinn væri úr allri hættu og lirfunum útrýmt. Það var áreiðanlegt, að einhver sýki var að strádrepa lirfurnar. Hún kom bara of seint þetta sumarið, því að þær voru í þann veginn að verða að púpum. Og úr púp- unum komu milljónir fiðrilda. Það moraði af þeim um allan skóginn á nóttunni, og þau verptu ógrynnum eggja. Allir bjuggust við mikilli eyöileggingu næsta ár. Sú spá rættist. En nú voru það lirfurnar, sem urðu fyrir plágu. Veikin breiddist út um allan skóginn. Lirfurnar hættu að éta, skreiddust upp í trjákrónurnar og drápust þar. Menn urðu ákaflega fegnir. En þó varð gleðin meiri meðal skógardýranna. Lappi hlakkaði dag hvern til þeirrar stundar, sem hann gæti drepið snákinn Varnarlaus. En lirfurnar voru svo víða um skóginn, aö veikin náði þeim ekki öllum þetta sumar. Sumar lifðu, uróu að púpum og síöan að fiðrild- um. Fuglar höfðu borið Lappa kveðju frá Gráfeldi. Hann sagði, að sér liði vel. En fuglarnir trúðu Lappa fyrir því, að Gráfeldur hefði hvað eftir annað verið eltur af veiðiþjóf- um og naumlega sloppið lifandi. Lappi bjó við sorg og söknuð. Enn varð hann að bíða tvö sumur. Þá voru lirfurnar loksins úr sögunni. Lappi hafði ekki fyrr heyrt skógarvörðinn segja, að skógurinn væri úr hættu, en hann hraðaði sér til fundar við snákinn Varnarlaus. En þegar hann kom út í skógar- þykkniö, uppgötvaði hann dálítið, sem gerði hann ótta- sleginn. Lappi fann, að hann gat ekki veitt framar, hvorki hlaupió né haft veður af óvini sínum. Sjónin var líka að verða döpur. Ellin hafði laumast að Lappa, meðan hann beið hefndarinnar. Nú var hann ekki fær um að bíta snák til bana og frelsa Gráfeld, vin sinn, úr útlegðinni. ÆSKAN — Blaðinu má þakka langt og gott starf fyrir börn landsins

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.