Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1976, Blaðsíða 22

Æskan - 01.11.1976, Blaðsíða 22
betra. Á aðfangadag var okkur stíað frá gömlu hjónabaðstof- unni frá því við komum á fætur, og ekki hleypt upp stigann fyrr en heilagt var orðið. Þar beið okkar býsna óvænt sjón. Á borðhlemmnum undir gaflglugganum hafði verið komið fyrir áður ósénum, undraverðum hlut: jólatré úr tré, alsettu rauðum, gulum, bláum og hvítum kertum. Veigu var lofað að kveikja á þeim gulu, Betu á þeim bláu, mér á þeim rauðu — þau hvítu kom okkur systkinunum saman um að best færi á, að móðir okkar tendraði fyrir maddömu önnu. Hjálpið henni heldur til að kveikja með á einhverjum af ykkar kertum, sagði mamma: Enginn skyldi kveikja öðrum Ijós — allra síst sé kertið hvítt. Ég kveiki fyrir sjálfa mig, sagði hún — og gerði það. Raddblærinn í orðum hennar var svo annarlegur, að mér hnykkti við og varð starsýnt á, af hve miklum hátíðleik hún bar eldspýtuna að einu rakinu af öðru. Á þessum hálfveimiltítulegu kaupstaðarkertum kveikti hún á þeirri stundu Ijósið sjálft: jóla- Ijósið. Henni hafði vöknað um augu. Engin hinna kertanna lýstu nándar nærri á við þau, sem hún hafði tendrað. Enda kom loginn ekki frá eldspýtunni einni saman: Ijóminn af ásjónu kveikjandans jók á ofurdýrðina. Jólatréð úr tré bar þá stundina af öllu ööru sem drifið hafði á daga mín, og gerir enn. Ljóstungurnar á kertunum báru gerö og útliti smíðisgripsins langsamlega ofurliði. Renglurnar, sagáöar úr einu gólf- borðanna íframhúsið, erfyrirhugað var, og tjaslað saman íflýti, voru þó sannarlega ekki neitt ómerkilegt tildur. Vafasamt að nokkurt grenitré á rót sé fært um að ydda sig til himna á við kjörgripinn á hjarahlemmnum undir gaflglugganum í gömlu hjónabaðstofunni í Útbænum á Grímsstöðum í Hamrafirði þetta eindæma aðfangadagskvöld jóla. Þegar athöfnin var um garð gengin varð móður okkar tíðrætt um, að hér hefðum viö nú kveikt á kertum í minning þess, aö öllu mannkyni væri á þessari heilögu nótt frelsari fæddur: Sannarlegt heims Ijós — Ijósið eina . . . Og hvaö gerðu Dægradvölin Þegar þið eigið afmæli og bjóð- ió ef til vill nokkrum krökkum til ykkar, þá er hér ráð til þess að þeim leiðist ekki. Taktu blöð úr dagblaði eða vikublaði, jafnmörg og börnin eru. — Klipptu síóan nokkur göt á blöðin (sjá mynd), en gæta þarftu þess, að það sem út er klippt séu heilir bréfmiðar, sem þá passa aðeins í þau göt, sem þau eru klippt úr. — Þessum lausu bréfmiðum dreifir þú út um gólfið og svo þegar hvert barn hefur fengið sitt götótta blað reynir það að finna miða á gólfinu sem passar í götin á blaðinu. —- Svo mætti veita einhver verð- laun þeim, sem fljótastur er aó fylla í götin á sínu blaði. — valdsmenn veraldar? Þeir negldu hann á krosstré, nakinn. bráðlifandi. Bjálkar þeir, er járnfleinarnir héldu honum föstum voru greinar trjáa, er dafnað höfðu í lystilegu umhverfi og sér einskis ills von — rétt eins og timbrið í jólatrénu okkar, börnin góð. Það sem máli skiptir, er hvað aðhafst er m skógartrén undurfögru og aðrar varnarlausar gjafir gúðs máttugs, hvort heldur menn nýta þær Skaparanum til dýr ellegar sjálfum sér til dómsáfellis. . Mömmu lá við að tárast. Hún bað okkur innilega að festa minni, að vera nærgætin við sérhvert tré á stofni og allt ann sem lifir og er. Við systkinin stóðum steinhljóð. Mömmu varð litið á okkur, brosti við ókkur — brosinu sínu góða. Um leið var hryggð, sút og angurværð hvers konar ho ^ veg allrar veraldar. Annað eins aðfangadagskvöld höfðum aldrei átt. Þetta urðu í raun réttri fyrstu jólin okkar. Og P síðustu. — Löngu fyrir næstu vetrarsólhvörf var vænn slatti af 9 borðunum fyrirhuguðu tekinn í stokk utan um andvana l'k elskulegrar móður okkar. Hún hafði í fyllingu tímans f®rt bróður i i hafði okkar efnilegan son og okkur systkinunum föngulegan búið, en eftir barnsburðinn aldrei náð sér fyllilega. Þannig n> ^ jólatréð sæla hlotið eins konar ættleiðslu, ef svo mætti segj^^ jók mikillega á hátíðleik komandi jóla, en aö sjálfsögðu um setti gleöinni hóf. Flótti Maríu meyjar og mannsefnisins he með barnið bjargarvana, svo og lokaörlög guðs eing sonar og raunar alls mannkyns, að ógleymdri jólaa móður okkar, er hún hafði lokið aó kveikja á kertunum sM hvítu, leió okkur ekki úr minni — og líður víst seint. sínum ÆSKAN — Blaðið er kært hugfang barna og unglinga og foreldrum ágætt tæk' 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.