Æskan - 01.11.1976, Blaðsíða 41
og hinn sjúki lá einnig í kofanum í tvo
daga. Þeir töluðu svo um að yrði Jón
ekki kominn aftur að þeim liðnum,
setlaði maðurinn að höggva af fætur
sína.
En Jón Tomsen stóðst áætlun.
Hann fór til Kaliforníu, útvegaði sér
fimm menn, og neyddi þá með sér til
fjalla, og nákvæmlega tveim sólar-
hringum eftir að hann hafði yfirgefið
manninn í kofanum, var hann kominn
Þangað aftur. Sjúki maðurinn var með
fullu ráði og rænu, en sagði, að ef
koma þeirra hefi dregist lengur,
myndi hann hafa höggvið af sér fæt-
urna. Eftir mikið erfiði og strit komu
Þeir hinum veika manni til byggða og
háði hann sér að fullu. Þelamerk-
urhetjan, Jón Tomsen, varð nú enn
fraegari en fyrr, og nafn hans varð
kunnugt um þann hluta Ameríku, þar
sem hvítir menn bjuggu.
Árið 1857 gerði þann mésta hörku-
þyl. sem menn mundu eftir, og aldrei
Þessu vant hafði Jóni Tomsen nú
seinkað í póstferð sinni. Hann hafði
verið væntanlegur með jólapóstinn á
aöfangadagskvöld, en hann kom
ekki. Og jóladagurinn leið einnig án
Þess að Jón kæmi. Flestir töldu víst,
aö Þelamerkurhetjan hefði orðið úti
°9 að þeir myndu aldrei sjá hann
framar í lifenda lífi. En einmitt þegar
menn voru farnir að hugsa á þessa
le'ö, kom hann.
Þetta jólakvöld hafði Jón Tomsen
lent í kasti við úlfa í fjöllum
Kaliforníu. Hann hafði verið á ferð um
áalverpi eitt í blindhríðinni, þegar
þann heyrði allt í einu úlfavæl að baki
Ser- Hann reyndi að renna á flótta
undan þeim, en þeir voru honum fót-
þvatari. Og þegar úlfarnir voru rétt að
ná honum, og þar eð hann var vopn-
laus, hljóp hann upp á stóran klett og
stóð þar alla nóttina. Hann barði
kringum sig með skíðum sínum,
Þe9ar úlfarnir hoppuðu upp til þess
að reyna að hremma hann. Þegar á
nóttina leið birti til og frostið harðn-
aði.
Það var jólanótt. Hann varð að
Þerja sér og dansa um uppi á steinin-
Urn til þess að reyna að halda i
h'ta, með póstpokann á bakim
Veggmyndirnar
hennar ömmu
í stofunni hjáömmu hangatvær jólamyndir
uppi á vegg. Fljótt á litið virðast þær vera
nákvæmlega eins, en þegar þetur er að
gætt, kemur í Ijós, að sjö smáatriði eru ekki
eins á þessum tveimur myndum. Nú skulið
þið reyna athyglisgáfuna og ef ykkur tekst
að finna þessi sjö atriði, er hún alveg í lagi.
skíðin undir handlegg sér, jafnframt
því sem hann söng og argaði til þess
að styggja hina gráðugu úlfa. En þeir
sátu í hring umhverfis klettinn og
ýlfruðu græðgislega. Stundum stóðu
þeir upp og teygðu sig upp eftir klett-
inum, læstu klónum í harðan steininn
og létu skína í tennurnar, en hann
lamdi sífellt til þeirra með skíðunum,
svo að þeir urðu frá að hverfa. Nóttin
leiö. Máninn kom í Ijós, skafrenn-
ingurinn þyrlaðist umhverfis, en allt í
kringum klettinn, sem Jón stóð á, sá
hann rauð græðgisleg úlfaginin og
augu þeirra lýstu eins og smá glóðir í
hinni bleikfölu birtu.
En þegar dagur rann, urðu úlfarnir
þreyttir á biðinni og röltu brott í leit að
annarri bráð. Þá renndi Þelamerkur-
hetjan sér niður af klettinum, spennti
á sig skíðin og hélt ferðinni áfram til
Kaliforníu. Sólin skein á snjóinn, sem
skafiö hafði í úlfasporin frá nóttinni.
Þetta var bjartur og fagur jóladagur.
ÆSKAN — Blaðið er alltaf ferskt og síungt, þótt það sé orðið 77 ára
39