Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1976, Blaðsíða 11

Æskan - 01.11.1976, Blaðsíða 11
Þúsundatali á trén. Skömmu seinna féllu þau sjálf dauð til jarðar. Vorið eftir komu lirfur úr eggjum fiðrildanna og fóru að ®ta grenibarrið. Þær höfðu góóa matarlyst. En ekki unnu Þær trjánum mikinn skaða, því að fuglar sóttust mjög eftir Þeim. Venjulega urðu ekki eftir nema nokkur hundruó af Þeim. Þessar fáu lirfur, sem lifðu af, skriðu upp á trjá- Qreinarnar, spunnu utan um sig hvítan þráð og settust að. Þá voru þær orönar að púpum. En venjulega átu tuglar flestar púpurnar. Ef nokkur hundruð fiðrilda náðu til aó fljúga úr púpunum, gat það kallast gott árferði. Þannig voru lífskjör náttfiðrildanna í Friðarskógi. Engin skordýr áttu eins erfitt uppdráttar og þau. Svona Þefði þetta orðið áfram, ef þeim hefði ekki borist óvænt hjálp. Þaö var undarlegt, að þessi hjálp stóð í sambandi við tlótta elgsins frá skógarverðinum. Gráfeldur reikaði hér og þar um skóginn til að kanna Þann allan daginn eftir að hann flýði. Undir kvöldið tróð Þann sér inn í þétt skógarþykkni og kom þá í rjóður. Þar var lítii, dökkleit tjörn, og í kringum hana voru gömul 9renitré, sem voru orðin hálfnakin af elli og vanhirðu. Gráfeldi leist illa á það, sem hann sá hér, og ætlaði að snúa við. En þá gáði hann að stórum, grænum blöðum á tjamarbakkanumog laut niður að þeim. En undir Þlöðunum svaf stór, svartur snákur, og hann vaknaði við vondan draum. Lappi hafði sagt Gráfeldi frá eitruðum höggormum í skóginum, og þegar snákurinn rétti hvæsandi út úr sér klofna tunguna, varð Gráfeldur hræddur og hélt, að Þetta væri höggormur. Hann steig öðrum framfætinum °tan á höfuð snáksins og braut það. Síðan flýði hann sem fætur toguðu. þegar Gráfeldur var horfinn, kom annarsnákur, langur °9 svartur eins og hinn, skríðandi upp úr tjörninni. Hann ^jakaði sér að dauða snáknum og sleikti á honum brotið Þöfuðið. .,Er þaö mögulegt, að þú sért dauð, Meinlaus mín? Við höfum átt hér heima í mörg ár og verið samrýmd, og viö erum orðin eldri en allir aðrir snákar í skóginum. Þetta er Það versta, sem fyrir mig gat komið." Snákurinn var svo hryggur, að hann engdist sundur og Sarnan. Jafnvel froskarnir í tjörninni, sem stöðugt voru Þrasddir við hann, kenndu í brjósti um hann. ..Þaó hlýtur að vera grimm skeþna, sem rotar aum- ln9ja, meinlausan snák," hvæsti snákurinn, sem lifði. ■ Hún aetti að fá makleg málagjöld." Hann lá enn og en9dist sundur og saman af kvöl. ,,Svo sannarlega sem e9 heiti Varnarlaus og er elsti snákurinn í skóginum, skal e9 hefna mín. Ég gefst ekki upp, fyrr en elgurinn sá arna !'99ur dauður eins og blessuð kerlingin mín,“ sagði Þann. Þegar snákurinn hafði heitið þessu, hringaði hann sig Saman og fór að hugsa ráð sitt. Það var áreiðanlega erfitt Höggmyndin af séra Friðrik Friðrikssyni og drengnum við Lækjargötu klæddist hvítri skikkju í snjókomunni og mjöllin teiknaði skemmtilegar línur í þetta góðkunna listaverk, sem er eftir Sigurjón Ólafsson. verk fyrir gamlan, umkomulausan snák að hefna sín á stærðar elg. Enda braut Varnarlaus gamli heilann um þetta í marga sólarhringa, án þess að finna ráð. Einu sinni að næturlagi, þegar hann lá andvaka og hugsaði um hefndina, heyrði hann skrjáfa í trénu fyrir ofan sig. Hann leit upp og sá fáein náttfiðrildi, sem léku sér milli greinanna. Snákurinn horfði lengi á þau. Seinast fór hann að hvæsa og hvæsti, þar til hann sofnaði. Nú hafði hann fundió ráð. Daginn eftir lagði snákurinn af stað til að finna högg- orminn, sem átti heima í urð í skóginum. Hann sagði höggorminum, hvernig Meinlaus gamla hafði verið drepin og bað hann að bíta elginn svo rækilega, að hann þyrfti ekki meira. En höggormurinn hikaði við að áreita eigi. ,,Ef ég réðist á elg," sagði hann, ,,mundi hann undir eins troða mig sundur. Meinlaus gamla er dauð, og ekki er hægt að lífga hana. Hvers vegna ætti ég að stofna mér í hættu hennar vegna?" Snákurinn reisti höfuðið hátt og hvæsti mikið: ,,Viss, vass, viss, vass," sagði hann. ,,Það er synd og skömm, að þú, sem ert svo ágætlega vopnaður, skulir vera svona huglaus." Höggormurinn reiddist ákaflega. „Skríddu heim til þín, Varnarlaus gamli. Ég finn að eitrið er að seytla fram í tennurnar mínar, en ég vil helst hlífa þér, af því að þú átt að heita frændi minn." En snákurinn hreyfði sig ekki. Þeir lágu lengi og ÆSKAN — Blaðið skipar nú virðulegan sess meðal íslenskra blaða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.