Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1976, Blaðsíða 19

Æskan - 01.11.1976, Blaðsíða 19
Þegar þessu var lokið sat hvert barn með sínar jóla- gjafir og Ijómaði af ánægju. Þá notaði Davíð tækifærið að skreppa upp á loft og athuga um jólagestinn. Þar var allt óbreytt. Pilturinn andaði eðlilega, en svaf djúpum svefni hins dauðadrukkna manns. Nú gaf Davíð sér fyrst tæki- faeri til að athuga piltinn. Hann var skolhærður, svipurinn hreinlegur og hann leit út fyrir að vera um seytján ára gamall. Davíð þekkti hann ekki. Þegar hann kom niður aftur, sagði hann Heiðu að allt- væri óbreytt uþpi á loftinu og gætu þau hagað jólakvöld- inu svipað og áður. En lengra var liðið fram á kvöld, Þegar jólagjafirnar voru teknar upp en venjulega. Komið var fram yfir miðnætti, þegar þörnin fóru að hátta, og Doddi kvartaði nú ekkert yfir því að víkja úr herberginu sínu, fyrst hann fékk að vera inni hjá pabba sínum og mömmu. Um klukkan eitt geröu hjónin enn tilraun til þess að vekja piltinn, en þaö bar engan árangur. Þau voru bæði óálítið kvíðin hans vegna, en vonuðu þó að hann mundi sofa úr sér vímuna um nóttina og vakna hress að morgni. í þeirri von lögðust þau til svefns þetta óvenjulega aðfangadágskvöld. Og nóttin helga leið eins og aðrar nætur. Þegar Davíð vaknaði um morguninn, fór hann strax inn í herbergiö til Piltsins. Hann svaf ennþá. En Davíð ýtti við honum og hauö honum góðan dag. Þá opnaði pilturinn allt í einu augun, horfði hissa á Davíð og spurði svo með undrun- arhreim: ..Hvar er ég eiginlega? Hvað hefur komið fyrir?“ .,Það hefur ekkert komi fyrir. Þú hefur aðeins gist hjá mér í nótt. En nú ætla ég að biöja konuna mína að færa Þér kaffisopa fyrst þú ert vaknaður.1' Því næst skrapp Davíð niður í eldhúsið, en kom svo að vörmu spori aftur. ..Ég átta mig ekki almennilega á þessu. Hvar er Jói?" ..Því get ég ekki svarað. Þú komst einn hingað í 9®rkvöldi.“ ..Hvers vegna er ég ekki í mínum nærfötum?" ..Þau voru svo blaut, þegar þú komst, að þú fékkst ónnur þurr." hegar hér var komið samtalinu kom Heiða með kaffi- óakka og á honum var rjúkandi kaffi og kökur. Hún óeilsaði piltinum og lét kaffibakkann á borð við rúmið. ..Þú hlýtur að vera orðinn svangur. Þú fékkst ekkert í 9ærkvöldi.“ Um leið og hún fór, bað Davíð hana að koma með ar|nan kaffibolla. Hann ætlaði að drekka með piltinum. ^egar þeir höfðu drukkið kaffið, þá fór Davíð að reyna að komast eftir, hver þessi jólagestur væri og hvernig ógum hans væri háttað. . Það kom Þa fram, að pilturinn var aðkomumaður þarna Porpinu og hafði unnið í frystihúsinu þar síðustu tvo ^ónuöi. Hann leigði herbergi hjá konu, sem hét Sæunn, °9 fékk þar einnig fæði. Hann hét Hjalti. e9ar Davíð hafi fengið þessar uppiýsingar, fór hann strax að símanum, talaði við Sæunni, að hún þyrfti ekki að óttast um Hjalta, því að hann hafði gist þar um nóttina. Hafði Sæunn þá ekki saknaö hans, enda leigðu hjá henni fleiri aðkomumenn. Fór Davíð þá að ræða við piltinn, hvar hann hefði verið kvöldið áður. Hann hafði verið hjá kunningja sínum, sem kallaður var Jói. Þeir ætluðu að gera sér glaðan dag hjá honum. Meira mundi hann ekki frá kvöldinu áður. ,,En hvernig komst ég hingað?" spurði hann. Davíð sagði honum frá kirkjuferðinni og hvernig hann hefði af tilviljun komið auga á hann í snjónum, tilraunum þeirra til að vekja hann án árangurs. Sennilega hafi hann verið á leið heim til sín, þegar hann lagðist þarna fyrir. Þá hefði hann sofiö þungum svefni til morguns. Pilturinn varð þögull og hugsandi undir þessari frá- sögn. Enginn veit hvað fór fram í huga hans. „Var ég þá nærri orðinn úti?" spurði pilturinn. ,,Það lá víst við," svaraði Davíð. ,,Ég bið ykkur afsökunar á að ég hef valdið ykkur þessari fyrirhöfn á sjálft aðfangadagskvöldið. Ég er ykkur mjög þakklátur fyrir þessar hlýiegu móttökur." ,,Það er ekkert að fyrirgefa. Ætli við höfum ekki bara haft gott af því að hugsa eitthvað um aðra og gleyma sjálfum okkur á meðan." Þögn. ,,Þú komst hingað eins og óvæntur jólagestur. En var það ekki svo einnig í Betlehem hina fyrstu jólanótt? Nú ætla ég að bjóða þér að vera hjá okkur yfir jóladagana, fyrst þú ert hér gestur og fjarri foreldrum þínum. Ég skal láta Sæunni vita um það. Og svo ertu velkominn hingað, þegar þú vilt." Hjalti leit til Davíðs og það leit helst út fyrir að honum vöknaði um augu. ,,Ég þakka þér kærlega fyrir." Þá kom Heiða með föt piltsins sléttuð og hrein. ,,Hér eru fötun þín tiltæk, þegar þú vilt fara á fætur." Hann horfði á nýpressaðar buxurnar og hreina skyrt- una en sagði ekkert. Þá fór að heyrast til barnanna. Þau komu inn til piltsins til að bjóða honum og föður sínum gleðileg jól. Er þau höfðu heilsað, sagði Doddi kotroskinn: „Hvað ætlarðu að vera lengi í herberginu mínu?" „Hann ætlar að vera hjá okkur um jólin. Ég held það ami nú ekki að þér inni hjá okkur," svaraði pabbi hans. „Hvers vegna svafstu svona fast í gærkvöldi? Þú sást ekkert af jólabögglunum okkar," hélt Doddi áfram. „Við skulum ekkert tala um það, sem liðið er,“ svaraði Davíð. „Hvað heitirðu?" . „Ég heiti Hjalti." „Ég fékk söguspil í jólagjöf," sagði Doddi. „Ætlar þú að koma og spila á það með mér og stelþunum?" „Já, það skal ég gera," svaraði þilturinn. Og nú fann hann greinilega, að hann hafði verið tekinn inn í sam- félag fjölskyldunnar. ^SKAN — Þetta myndarlega blað er góður gestur á öllum heimilum sem fá það 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.