Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1976, Síða 32

Æskan - 01.11.1976, Síða 32
Um borð í Boeing-þotu Flugfélagsins. Á Kastrup flugvelli Þau fóru fljótlega á skrifstofu Flugfélags Islands og Loftleiða þar sem þau hittu fyrir Guðmund Jónsson, stöðvarstjóra, og Ólaf Smith, starfsmann Flugfélaganna. Lítil verslun er í Kastrup og þangað héldu þau. Samt var þar fátt sem freistaði þeirra og lítið var keypt, en síðan var farið inn í sjálfan biðsalinn þar sem ágætur hádegis- verður beið. Og sem þau sátu í matsalnum í Kastrup, sáu þau hvar Boeing-þota Flugfélagsins lenti. Nú yrði skammt til brottfarar. Heimferðin eftir. Það hafði smáfjölgað í biðsalnum meðan þau snæddu hádegisverðinn og sennilega voru hér staddir margir af verðandi ferðafélögum þeirra til Glasgow og heim til Keflavíkur. Ekki þekktu þau neinn mann nema Eggert Gíslason, hinn fræga aflaskipstjóra. í biðsal flugstöðvarinnar í Kastrup er margt að sjá. Þarna ægir saman alls konar minjagripum, fatnaði, mat- vöru, vínum, tóbaki, myndavélum, segulbandstækjum og svo mætti lengi telja. Börnin skoðuðu þetta vel og vand- lega og keyptu síðan minjagripi sem þau tóku með heimleiðis. Þau sáu líka sjónvarpsskerma, sem voru hingað og þangað um flugstöðvarbygginguna og þar mátti sjá hvaða flugvélar væru á stæðinu fyrir utan og hvenær þær færu. Það kom hins vegar í Ijós að það þurfti dálitla kunnáttu til þess að notfæra sér þær upplýsingar, sem voru á skermunum. Sveinn ferðafélagi þeirra út- skýrði fyrir þeim að flugið sem þau ættu að fara með héti FI-231 og ætti að fara kl. 14.40. En sem þau stóðu og horfðu á einn skerminn þá kom allt í einu í Ijós enska orðið „boarding", það þýðir að nú eigi farþegar að ganga um borð í flugvélina. Þau biðu því ekki boðanna, heldur tóku föggur sínar og gengu fram langan ganginn að útgöngu nr. 26. Þar var fyrir heilmikið af fólki og þar voru þeir líka Guðmundur Jónsson og Ólafur Smith. Þau gengu um borð og fengu sæti framarlega í flugvélinni. Eftir stutta stund rann flugvélin út á flugbrautina og flugtak var skömmu síðar. Á leiðinni til Glasgow bar fátt til tíðinda annað en að þau fengu sér appelsín að drekka og lásu íslensk blöð, sem flugfreyjurnar höfðu haft með að heiman um morguninn. Eftir klukkutíma og 20 mínútur var lent ' Glasgow. Hvorugt barnanna hafði komið þangað áður. Þeim þótti gaman að koma til Skotlands, og bæta Þar með einni viðkomunni og einni borginni við í ferðasög- una. í Glasgow var gott veður, en sólarlítið. ÞaU notuðu tímann inni í flugstöðinni til þess arS skoða landslagið, sem sást mæta vel út um gluggana- Eftir stutta viðdvöl var fólk enn kallað um borð og nú skyldi flogið í einum áfanga til Keflavíkur. Þau settust i sæti sín, en brátt kom flugfreyja til þeirra og sagði að nu væri illt í efni, það vantaði sem sé sæti fyrir tvo farþeg3- Sveinn ferðafélagi þeirra var beðinn að færa sig 1 sta^ hans fengu þau sem sessunaut breskan mann sem var a leið til íslands. Það var ekki að sökum að spyrja að með Bretanum og þeim Rögnvaldi og Ósk tókst besti kunn ingsskapur og ræddu þau margt á leiðinni eftir því sem málakunnátta leyfði. Eftir hálfs annars tíma flug sáu ÞaU ísland. Það var gaman að virða landið fyrir sér úr lott1, skýjum hulið að nokkru, en til hafsins var hvít skýJa breiðan, aðeins rönd af dimmbláu hafinu við ströndina- Bragi Nordahl flugstjóri tilkynnti farþegunum að 1 Keflavík væri gott veður, 11 stiga hiti og norðaustan strekkingur allt að sjö vindstigum. Nú var ferðalagið a enda, þetta ferðalag, sem þau höfðu bæði hlakkað 1 síðan vitneskjan um það barst, og sem hafði orðið ÞeirT1 báðum til mikillar ánægju. Og þegar þau, Rögnvaldur Ósk, að endingu voru spurð að því hvort þau ánægð með ferðalagið, svöruðu þau einum rómi: værU ,jahá. meira en það, þetta hefur allt verið svo óskapie9a skemmtilegt." Sveinn Sæmundsson- ÆSKAN — Þaö er Ijótt aö slíta vængi af flugum eöa kvelja þær á annan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.