Æskan - 01.11.1976, Blaðsíða 84
Fyrir 21 ári voru þessi drengur og
hundurinn hans heimsfrægir. Sveita-
strákurinn Jeff og fjárhundurinn
Lassie heilluðu milljónir kvikmynda-
húsagesta um allan heim.
Hann er 33 ára, kvæntur söngkon-
unni Darlene Poetwood og þau eiga
tvo syni, Thomas, tveggja ára og
Dean sex mánaða.
Sem barn græddi Tommy Rettig
milljónir á Lassie-myndunum, en
þegar hann var orðinn of gamall til að
leika drenginn gleymdist hann alveg.
Síðan hefur hann lagt stund á margs
konar störf, framleitt hljómplötur, selt
fasteignir og verið sölumaður, en
alltaf gengið laklega.
Það var kvikmyndajöfurinn Sam
heitinn Goldwyn, sem fyrir mörgum
árum sagði hin fleygu orð: — Ég hef
aðeins borið virðingu fyrir einum leik-
ara. Hann kann alltaf hlutverk sitt,
kemur stundvíslega, er ánægður með
launin, drekkur sig aldrei fullan og
veldur aldrei hneyksli. Það er Lassie.
Hundurinn, sem bæði börnum og
fullorðnum þykir vænt um, hefur verið
á tindi frægarðinnar í 33 ár, en þetta
er auðvitað ekki alltaf sami hundur-
inn. Sú Lassie, sem nú er að leika í
sjónvarpsþáttum í Bandaríkjunum, er
sú 22 í röðinni og eigandi hennar, Bud
Red Weatherwax, hefur tvo aðra
hunda tilbúna, sem geta hlaupið í
skarðið, ef eitthvað kemur fyrir. Bud
Red hefur grætt milljónir dollara á
hundum sínum, sem geta leikið ótrú-
legustu listir, næstum allt nema talað.
En þeir skilja svo til allt, sem sagt er
við þá.
Lassie lifir góðu lífi hjá eiganda
sínum. Hún hefur stórt eigið herbergi
og sérstakan garð. Á hverjum degi
fær hún besta nautakjöt, nýjan fisk og
undanrennu og á hverjum morgni er
hún böðuð burstuð og greidd.
Alls munu vera til um 200 Lassie-
myndir síðan 1942, en sú fyrsta
nefndist „Lassie komdu heinT'. í
henni lék 10 ára stúlka sitt fyrsta hlut-
verk, en ekki síðasta. Hún heitir
Elizabeth Taylor.
Verðlaunakrossgáta Æskunnar n. 3.
Er dregið var úr réttum lausnum, komu upp nöfn
eftirtalinna lesenda: Björg Elín Pálsdóttir,
Hraunbæ 70, Reykjavík, Ingibjörg Hannesdóttir,
Blönduhlíð 18, Reykjavík, Friðrik Rúnar Friðriks-
son, Grundarfirði, Guðrún Óskarsdóttir, Sléttu-
hrauni 25, Hafnarfirði, Rósa Jónsdóttir, Stekkjar-
gerði 8, Akureyri, Helena Þ. Karlsdóttir, Öre-
sundskollegiet 8, L. 207, 2300 Köbenhavn,
Danmörku, Áslaug Kristinsdóttir, Hjallastræti 19,
Bolungarvík, Guðfinna Sigurjónsdóttir, Miðtúni
19, ísafirði, Jón Gunnar Stefánsson, Meðalbraut
20, Kópavogi, og Marteinn S. Þórðarson,
Byggðarholti 13, Mosfellssveit.
KROSSGÁTA NR. 3. ? APA- TfWf/D kejr! T" Á . F/ETi NflPsr a cFTlé I WRKul T
’P 0 K I
/' ¥ E R SkKiFa L 5TÓI2 K _
/
fuóiue' FERÐ^- s N R R iwaðT TVtíft. *INÍ H R
—r- ♦ R E Kj Nl 'I u 'B
LAND'Á Vt\TU|t- aloa HflLM i h N ! G u
t íb Q «■* i T X I Ni Siw/i U L'flTNU vt HliERFA —
‘A i 'fi -Mj— R ‘R 5 LEritf^T FR-k * * —*— * 5 T Holl- EMSWuC B'Tl .6 ft
öj R b u B Félfttx, AKKKNftl Bff R ft 5TÓR TuiVfYA Tveie * 'R m R
fi F I 'flVfXTií —r— R N i ■ R N ft
For- FflölR. ft NÚWfl" ’ N 0 S*\Á- PeNlNírA U R ft
ÆSKAN — Blaðið er nú orðið 77 ára
gamalt og er alltaf ferskt og nýtt
82