Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1976, Blaðsíða 42

Æskan - 01.11.1976, Blaðsíða 42
Sá yðar sem ... eftir Einar Loga Einarsson r* essi saga, sem hérna birtist, er byggö á sönnum at- burðum, en það að saga sé byggð á sönnum atburðum, þýðir aö hún hefur gerst í alvöru, kannski ekki alveg eins, en í meginatriðum. Þessi saga er af þeirri tegund, að hún er alltaf að gerast aftur og aftur. Fyrsta sagan gerðist fyrir löngu. Það er ekki eitt ár síðan, ekki tvö eða þrjú, heldur ekki tíu, tuttugu eða þrjátíu. Jafnvel þótt við færum okkur hundruð ára aftur í tímann, er lengra síöan sagan gerðist. Það eru nefnilega næstum því tvö þúsund ár síðan hún gerðist. En þessa sögu, sem þið nú fáið að heyra, læt ég gerast í dag, eða kannski í gær, eða kannski gerist hún á morgun. Hver veit? Við skulum láta söguna gerast í barnaskóla, og auðvitað gæti hún þá gerst í hvaóa barnaskóla sem er á landinu. í þessum skóla voru mörg börn, bæði stúlkur og drengir. Sum börnin voru prakkarar og ærslabelgir, en það er nú ekki svo alvarlegur hlutur, ef prakkarastrikin eru góð, og valda ekki skaða, enda held ég að flest ef ekki öll börn séu ærslabelgir, þegar skoðað er niður í kjölinn. Strák- unum í skólanum fannst þeir vera ansi kaldir karlar, eða eins og stundum er sagt, karlar í krapinu. Og stelpurnar létu oft ekki sitt eftir liggja. Þetta voru nú bestu krakkar svona inn við beinið, og meintu sennilega ekkert illt með uppátækjum sínum. Stundum fóru börnin að rífast. Það gat verið út af ein- hverju nauðaómerkilegu, svo ómerkilegu, að það tók því varla að vera að rífast um það. Þegar tveir og tveir voru að rífast, má segja að það hafi bara verið eðlilegur hlutur. Mennirnir eru nú því miður einu sinni þannig gerðir, að það er eins og þeir þurfi alltaf aó vera að rífast út af einhverju. Ef þeir hugleiddu, hvaö þeim myndi líða miklu betur, ef þeir væru ekki alltaf að þessu rifrildi, mundu þeir kannski hætta því. Verra var þegar fleiri en tveir voru að rífast, því þá vildu málin oft snúast þannig, að það voru kannski allir á móti einum, og það er ekki drengilegt. Það er nefnilega ódrengskapur að ráðast á garðinn, þar sem hann er lægstur. Meirihlutinn þóttist auðvitað hafa á réttu að standa, og taldi sig vera sjálfskipaðan dómara, en það var mesti misskilningur. Meirihlutinn getur alveg eins haft rangt fyrir sér og minnihlutinn. Sagan byrjar einn vordag. Veðrið var einstaklega gott. Sólin skein af heiðum himni og lognið var svo mikið, að það bærðist varla hár á höfði. Kennari eins bekkjarins i skólanum, við getum kallaó bekkinn A-bekk, leyfði krökkunum að leika sér úti hálfa kennslustund, af því að veðrið var svo gott. Þegar tími var til kominn að kalla á börnin inn, gekk kennarinn út. Þá sá hann að öll börnin voru í einum hópi úti á leikvanginum. Hann gekk nser til að forvitnast um, hvað væri á seyði. Þegar hann kom til barnanna, sá hann að þau höfðu myndað hring um litla stúlku. Þau hreyttu ókvæðisorðum að henni, og einhver heyrðist segja, að réttast væri að lemja hana. ,,Hvað gengur hér á?“ spurði kennarinn og var höstugur í málrómnum. Einn frakkasti drengurinn varð fyrir svörum. ,,Hún Stína svindlar, og svo kleip hún hana Siggu“. Fleiri börn tóku nú undir, og ýmislegt var borið á aum- ingja Stínu, sem stóð þarna í miðjum hringnum. Það var komin skeifa á munninn á henni, en hún harkaði af sérog grét ekki. ,,Þetta er Ijótt að heyra,“ sagði kennarinn. Þetta virtist ýta undir börnin, og fleiri ásakarnr heyrðust. Þá datt kennaranum dálítið í hug. ,,Nú skulum við koma inn í kennslustofu, og þá getum við komið í nokkurs konar leik, sem sýnir, hvernig full' orðið fólk hefði brugðist við slíku." Við þessi orð urðu börnin forvitin. Þau flykktust að skólanum og gengu svo í röð inn. Þegar þau voru kornm inn í kennslustofuna og kennarinn hafði boðið þeim sasti. sat hann dálitla stund þegjandi, meðan ró var að færast yfir börnin. Þegar þögn var komin á, tók hann að tala- Hann sagði: ,,Þið vitið það eflaust, að alls staðar í heiminum eru menn, sem eru að brjóta eitthvað af sér. Þeir gera eitt- hvað, sem ekki má gera, t. d. að stela, brjótast inn, berja fólk og jafnvel drepa. Þegar næst í þessa menn, eru Þeir dregnir fyrir dómstóla, og dómari dæmir þá. Auðvitað fer það eftir því hversu alvarlegt brotið er, hver refsingm verður. Stundum eru menn settir í fangelsi, eða þeir erU látnir borga sekt. En öll vitið þið sjálfsagt að borga sekt þýðir að borga peninga til að bæta fyrir brotið.“ ÆSKAN — Vinnið öll að því að útvega blaðinu nýja kaupendur strax í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.