Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1978, Síða 3

Æskan - 01.07.1978, Síða 3
Júlí— ágúst 1978 **?KKlFTARSÍMINN ER 17336 Ritstjóri: GRÍMUR ENGILBERTS, rltitjórn og skrllstofa: Laugavegl 56, aíml 10248, helmasíml 12042. Framkvœmdastjórl: KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, helmasími 23230. Afgrelöslumaöur: SIGURÐUR KÁRI JÓHANNSSON, helmasíml 18464. Afgrelöala: Laugavegl 56, síml 17336. Árgangurlnn kostar kr. 4.000. Hvert eintak í lausasölu kr. 500. GJalddagl er 1. apríl. — Utanáskrlft: ÆSKAN, pósthólf 14, Reykjavík. Póstgíró 14014. Útgefandi: Stórstúka fslands. MARTIN ANDERSEN NEX0 artin Andersen Nexö er fæddur 26. júní árið 9> og varð í fremstu fylkingu öndvegishöfunda Ur,r>ar. Rjt hans hafa verið þýdd á tungur allra hningarþjóða og seljast í risaupplögum víða. IÁrið 1946 var gerð kvikmynd eftir bók hans Ditta Mannsbarn, og fór sú kvikmynd mikla sigurför víða um heim. Tvö verk Nexös hafa komið út til þessa á íslensku, það eru Ditta Mannsbarn og Endurminn- ingar. Þáttur sá, sem hér verður birtur er tekinn upp úr Endurminningunum, og lýsir hann bernsku skáldsins. Martin Andersen Nexö lést árið 1954. Þýðandi var Björn Franzson og útgefandi Heims- kringla. Eg vaknaði við það, að mamma laut niður að mér og kyssti mig á vangann. „Vertu sæll, Ijúfurinn, og látið þið ykkur nú ekki leiðast," hvíslaði hún að mér. ,,Ég lét sykur og rjóma handa þér í bollann á eldhússbekknum, og kaffikannan stendur á olíuvélinni, en farðu varlega, þegar þú kveikir. Það er peli með volgri mjólk handa litlu systur til fóta í rúminu, og ef hún verður svöng, geturðu keypt handa henni tvær kryðjur og bleytt þær í vatni. Ég lét einskilding upp á hilluna í eldhúsinu. En aðgættu, að þær séu ekki báðar yfirbökur, því að bakaraskömmin er vís til að reyna að snúa á þig. Þú getur skroppið eftir þessu, áður en litla systir vaknar. Vertu nú duglegur drengur. Ég skal reyna að vera ekki mjög lengi." Mamma tók höndum undir vanga mína og horfði á augun á mér. 1

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.