Æskan

Årgang

Æskan - 01.07.1978, Side 26

Æskan - 01.07.1978, Side 26
HÖGGORMURINN FÉKK HRINGLUNA Dag nokkurn, þegar Manabozho var á ferðalagi, heyrði hann konu gráta og kveina í tjaldi nokkru skammt frá skóginum. ,,Æi, barnið mitt! Óó litli papúsinn minni'' kveinaði konan. Manabozho vissi þegar í stað að eitthvað hræðilegt hefði skeð. Manabozho var góður andi og honum þótti vænt um indíánana og vildi hjálpa öllum, sem áttu í erfiöleikum. Hann flýtti sér því til tjaldsins, og þar sat ung kona með lítið barn í fanginu. Barnið var mjög veikt, og þegar Manabozho gerði sitt ítrasta til að hugga ungu móöurina, þá sagði hún honum að stór höggormur hefði skriðið inn um tjalddyrnar og bitið barnið, sem lá sofandi á gólfinu. Manabozho flýtti sér inn í skóginn strax og hann hafði heyrt sögu móðurinnar. Hann fann brátt jurt, sem bar hvít blóm. Hann talaði til jurtarinnar, og sagði: „Héðan í frá verður þú læknislyf við slöngubiti." Síðan tók hann rætur jurtarinnar með sér til tjaldsins og sýndi konunni, hvernig hún ætti að merja ræturnar og gera af þeim seyði til að lækna veika barnið. Konan Hér sjáum við ákafan aflamann á sílaveiðum. Hann er kominn langt út í Reykjavíkurtjörn áður en hann veit af. Hann hefur gleymt öllu nema veiði- skapnum, og svo fær hann kannski ávítur, þegar hann kemur blautur heim. — hlýddi fyrirmælum Manabozhos. Hún setti bakstur a fót barnsins og gaf því lyfið að drekka, og barnið var orðiö heilbrigt eftir nokkurra daga hjúkrun. Indíánarnir voru Manabozho mjög þakklátir fyrir að hann gaf þeim þessa jurt, og þeir nefndu hana ormarót upp frá því. Strax og Manabozho var viss um það, að fallega lit|a barnið (sem reyndar var stúlka, þó það komi sögunn1 kannski ekkert við) væri að ná sér, þá hélt hann ferðinn' áfram. Á göngu sinni sagði hann við sjálfan sig: ,,Nú verð ég að sjá um það, aö höggormurinn geti ekki gert eins margt slæmt af sér í framtíðinni." Brátt rakst Manabozho á orminn grimma, þar sem hann lá og sólaði sig nálægt feni einu. Manabozho skammaði hann harðlega fyrir vonsku hans. „Þið ormarnir," sagði hann, „hafið rétt til lífsins, eins og allir aðrir. Þið hafið ykkar stað á jörðinni og ykkat verk að vinna. Þið eigið að eyða músum, rottum, froskum og ýmsum öðrum smádýrum, sem fjölgar of ört. Þið hafið eitur til að verja ykkur, þegar á ykkur er áðist. Þú hefur engan rétt til þess að meiða það, sem ekki áreitir þig- Þa var því ekkert annað en vonska, sem kom þér til að bíta litlu stúlkuna, þar sem hún lá ogrsvaf. Héðan í frá skaltu ekki skríða hljóðlaust um og bíta fólk." Síðan tók Manabozho nokkrar skeljar, sem hann bar um hálsinn. Hann skar þær til, svo þær líktust mes* stórum perlum, og festi þær á rófu ormsins. Síðan sneri hann sér að orminum og sagði: „Upp frá þessum degi munu allir snákar af þínu kýnl bera háværar hringlur. Þið skulið nefnast skröltormðr’ og þið getið ekki framan hreyft ykkur úr stað án þess 3ð skröltið fylgi ykkur. Því munu þeir, sem þið ætlið að meiða, vita að þið eruð að koma og forða sér þurt áður en það er orðið of seint." Og þannig varð það! Manabozho gerði oft snákunum og ormunum g geði, og þó að það hafi ekki verið þessi snákur, rarnf1 sem reyndi einu sinni að drepa hann, þá var það einn frænðj hans, höggormurinn. Það getið þið lesið um í sögunm því.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.