Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1978, Page 50

Æskan - 01.07.1978, Page 50
til dæmis í Noregi og í Sví- þjóð, en í ýmsum öðrum löndum Evrópu svo sem Dan- mörku, Belgíu, Hollandi og Bretlandi er hann útdauður. En ýmsar bjarnartegundir eru þekktar um alla Asíu og Ameríku og nyrst í Afríku. Björninn hefur almennt verið talinn ímynd krafta, góövildar og heiöarleika. Mynd hans er oft notuð í aðalsmerki og bæjatákn, t.d. tveggja stórborga í Evrópu, Berlínar og Bern. í mörgum ævintýrasögum er björninn látinn bera uppi stór hlutverk, gerður gamansamur og góð- Á meðfylgjandi korti eru tilgreind í stórum atriðum þau svæði sem teljast heimkynnl bjarnarins, en allvfða er hann nú að verða út- dauða, og má segja að hann haldi sig að mestu til skógar- þykkna og fjallasvæða. \éAwc, ev\ VvugtaV.V.ui og ráösn\a\\. B\arnarur\gar eru m'\ög g\aö\ynd og skemmtileg dýr. Björninn lifir aö mestu af jurtafæöu meðan hann hefur nóg af slíku, en ef neyð knýr eða aðrar ástæður leiða til kjötáts, verður hann algjört rándýr og ræðst þá á hesta, kýr og kindur. Þaö kemur jafnvel fyrir að hann ræðst inn í sveitaþorp og stelur kvik- fénaði. Hafi hann náð sér í bráð lætur hann ekki rífa hana af sér, en beitir kröftum og klókindum til þess að komast á braut. Rússneskur náttúru- fræðingur segir um björninn, að hann noti ársgamla unga til þess að gæta yngri af- kvæma, og Rússarnir nefna þessa smábirni því „barna- píur'' Ef slík „barnapía" gætir ekki starfa síns nógu vel má hún vera viss um að móðirin gefur henni áminningu svo aö um munar. Sá björn sem þekkist í Evrópu og N.-Afríku hefur brúnan feld og getur orðið allt að 350 kg aö þyngd. Ameríski björninn hefur gráan feld og verður talsvert kröftugri og þyngri. [ Ameríku er einnig önnur bjarnartegund sem hefur svartan feld, hann verður ekki eins stór og þungur eins og hinir, en aftur á móti er hann framúr- skarandi duglegur við að klifra í klettum og trjám. í Asíu lifir Kraga-björninn svonefndi sem er mjög grimmur og gráðugur. Nafn hans er dregið af þvf að hann hefur hvíta rák framan á háls- inum eins og flibba. í SA.-Asíu eru ýmsar bjarnartegundir, sem eru þó ekki beinlínis líkar hinum almenna birni, þar sem þeir eru mjög smávaxnir, og er ein ættkvíslin nefnd kattar- björninn. í Ameríku er hinn svonefndi þvottabjörn, sem hefur þann sérkennilega sið að nudda fæðu sína milli framfótanna áður en hann borðar, eins og hann sé að þvo hana. ísbjörninn er einn hlekkur- inn í þessari ættkvísl bjarnar- tegunda, en lifnaðarhættir hans eru svo sérkennilegir að við segjum frá honum í sér- þætti og hann er því ekki til- greindur á meðfylgjandi korti um heimkynni bjarnarins. ÍSBJÖRNINN Heimkynni ísbjarnarins eru strendur norðurheimskauts- svæðanna, þar sem hann heldur sig ýmist á föstu landi, fiækist um á rekís eða syndir um í hafinu. Hann er mjög knár við sund, getur náð tals- verðum hraða á sundi og synt langar vegalengdir án þess að þreytast. Aðalfæða hans er fiskur, en hann veiðir einnig sel og á veiðisvæðum hvalveiðimanna nærist hann á dauðum hvölum. Hann ræðst ekki á landdýr nema ef sultur sverfur að honum, en sé svo ræðst hann hiklaust á hreindýr, refi og fugla. Það kemur oft fyrir að ís- björninn ferðist langar leiðir með rekísnum og kemst þá stundum upp að ströndum Is- lands og LapplandS. Það er aðeins kvendýrið sem leggst í vetrardvala og grefur sér þá

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.