Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1984, Page 4

Æskan - 01.01.1984, Page 4
„GAGNVEGIR" Viðtöl unglinga við gamalt fólk „LÚÐAN SÖKKTI NÆRRI ÞVÍ BÁTNUM .. Eygló Bára Við heitum Eygló Bára Jónsdóttir 12 ára, Kvíabala 4, Drangsnesi, og Anna Heiða Jónsdóttir 11 ára, Holtagötu 3, Drangsnesi. Afar okkar beggja eiga heima hérna á Drangsnesi og þar sem við vitum að margt hefur á daga þeirra drifið fórum við til þeirra og báðum þá að segja okkur frá einhverju sem gerðist þegar þeir voru ungir. Þeim leist bara vel á tiltækið og hér kemur viðtalið. Anna Heiða Eygló Bára og Anna Heiða ræða við afa sína Fyrst segir Höskuldur Bjarnason frá. Hann er afi Önnu Heiðu. Sp.: Viltu ekki segja okkur frá þegar þú varst ungur? Höskuldur: Ég er fæddur á Klúku í Bjarnafirði 11. maí 1911. Föður minn missti ég þegar ég var á ní- unda árinu. Hann dó um veturinn en ég varð 9 ára um vorið. Þá var ég látinn fara norður að Kleifum í Kaldbaksvík til Magnúsar Magnússonar. Ég minnist þess að ég var ákaflega þreyttur á leiðinni. Ég kom við í Asparvík; þar var gott að koma og hvíla sig. Svo var það einu sinni þá um vorið að kýrnar á Kleifum fóru yfir að Kaldbak og ég var sendur yfir til að sækja þær og mátti ég leika mér við krakkana. Ég áttaði mig ekki á tímanum. Ég vissi þá ekkert um flóð og fjöru og þegar ég kom til baka var fallið upp í ána. Nú, ég keyrði kýrnar út í og fór sjálfur á eftir. Þær fóru svo á sund og ég sá að það var ekkert annað að gera, en að grípa í halann á einni kúnni og hún dró mig yfir ána. Ég vöknaði auðvitað og svo er ekki meira um það að segja. Sp.: Geturðu sagt okkur eitthvað fleira? Höskuldur: Ég man að um veturinn þá bjó ég á Hamri hjá móður minni og bróður, Ella Bjarnasyni. Þá var ég lánaður yfir að Tungugröf og var þar um sum- arið. Húsmóðir mín, María Helgadóttir, gaf mér tveggja krónu pening og hann á ég ennþá og ætla að eiga hann meðan ég lifi. (Höskuldur sýnir okkur pen- inginn). Næst báðum við Elías S. Jónsson, afa hennar Eyglóar Báru um viðtal. Sp.: Geturðu sagt okkur eitthvað minnisstætt frá því þegar þú varst lítill? Elías: Ég heiti Elías Svavar Jónsson og er fæddur á Brúará í Kaldrananeshreppi 23. ágúst 1916. Þegar ég var sjö ára fluttu foreldrar mínir þaðan að Klúku í Bjarnafirði, sama hreppi. Ég man sérstaklega eftir einu ferðalagi sem ég get nefnt núna. Þaö var þegar ég var 12 ára. Þá þurfti faðir minn að koma stóru nauti frá Klúku og alla leið norður í Reykjarfjörð. Benedikt Benjamínsson var þá póstur og pabbi samdi við hann að hann teymdi nautið frá Klúku og norður og ég átti að reka á eftir. Að vísu var þetta um sumar; ég var ríðandi og það var gaman að ferðast þetta. Tilgangurinn með að fara með bola þessa leið var sá að það átti að bella hann, sem kallað var, við annað naut í Reykjarfirði. Það sem kallað var bellur var trédrumbur með járn í endanum og var það fest í 4

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.