Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1984, Page 13

Æskan - 01.01.1984, Page 13
ÆSKAN Al ímæl isborr ÆSKUNI m ó h r$\ & árið 1984 $ % Á þessu ári minnist ÆSKAN 85 ára afmælis síns. Með útgáfu blaðsins í 85 ár hefur mikið menn- ingar- og mannbótastarf verið unn- ið. ÆSKAN skipar það heiðurssæti að vera með ailra elstu blöðum sem koma út á íslandi. í tilefni af þessum merku tímamótum hefur nú verið ákveðið að birta afmæl- ismyndir af kaupendum í hverju tölublaði og senda tíu úr þeim hópi bók í afmælisgjöf. Áskrifendum ÆSKUNNAR, 12 ára og yngri, er því gefinn kostur á að senda blaðinu mynd af sér, ásamt upplýs- ingum um nafn, heimili, fæðingar- dag og ár. Við birtum allar myndir er berast ef unnt verður. Gætið þess að myndir séu skýrar og upp- lýsingar glöggar. Skilafrestur vegna birtingar í febrúar er til 25. janúar; vegna birt- ingar í mars til 25. febrúar. Síðar verður tilkynnt um framhaldið. Utanáskriftin er: ÆSKAN (afmælisbörn) Pósthólf 14 121 Reykjavík. Taka verður fram ef endursend- ingar mynda er óskað. Hverjir verða þeir heppnu er hljóta bækur í afmælisgjöf frá ÆSKUNNI? Þá stóð konan upp og þreif rottuna af kettinum og fleygði henni fyrir umskiptinginn. Síðan flýtti hún sér út úr herberginu, til þess að komast hjá því að horfa á borðhaldið. En þegar bóndinn komst að því, að konan tíndi saman skarn og kóngulær og alls konar óþverra og gaf umskiptingnum, þá fékk hann svo mikla óbeit á henni, að hann gat ekki sagt við hana eitt einasta vingjarnlegt orð. Og það var ekki nóg með þetta. Vinnufólkið sýndi húsmóðurinni óhlýðni og fyrir- litningu, en húsbóndinn lét sem hann sæi það ekki. Konan skildi nú, að ef hún framvegis annaðist umskiptinginn, mundu raunir og erfiði verða hlutskipti hennar, og hún mundi aldrei líta glaðan dag. En hún var þannig skapi farin, að vissi hún um einhvern, sem öllum var í nöp við, hlaut hún að gera sitt ítrasta til þess að hjálpa slíkum vesaling. Og því meira sem hún varð að þola vegna umskiptingsins, því betur gætti hún þess, að enginn gerði honum mein. Frh. Hvar er bóndakonan? 13

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.