Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1984, Qupperneq 16

Æskan - 01.01.1984, Qupperneq 16
 TONLISTARSKOLINN A AKUREYRI » r „ÞAÐ MÁ DEILA UM HVORT ÉG SÉ DUGLEGUR AÐ ÆFA“ Guömundur Guölaugsson er að læra á trompet í Tónlistarskólanum á Akur- eyri stunda nám í vetur um fimm hundruð nemendur, og fast- ráðnir kennarar eru 23. Skóla- stjóri er Atli Guðlaugsson. Nám í skólanum skiptist niður í 8 stig og það er ekki óeðlilegt að sumir nemendur klári þau á átta árum. Þó fer yfirleitt lengri tími í efri stigin. Sumir nemendurnir eru utan við allt kerfi og eru í skólan- um aðallega sér til skemmtunar. Yngstu nemendurnir eru aðeins fimm ára, en þeir byrja í forskóla þar sem öllu heldur er um leik að ræða, en fyrir þá nemendur er blokkflautan aðal leikfangið, og þannig kynnast þau tónlistinni gegnum leikinn. Vinsælasta hljóðfæri nemandana mun vera þverflautan, það mun stafa af því að hún er ákaflega eðlilegt fram- hald af blokkflautunni sem flestir byrja á. Hér fara á eftir fjögur viðtöl við nemendur sem stunda nám við skólann. Atli Guðlaugsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri byrj- aði 9 ára að leika á trompett í Hafnarfirði, en var þá ekki lengi í námi. Þrettán ára byrjaði hann að spila með Lúðrasveit Hafnar- fjarðar, en hóf ekki skipulegt tónlistarnám fyrr en hann var orðinn tvítugur, þá í Tónlistar- skóla Reykjavíkur, í blásara- kennaradeild. í þeirri deild lærði hann á öll málmblásturs- hljóðfæri, píanó, ásláttar- hljóðfæri og hljómsveitarstjórn. Atli hefur gegnt skólastjóra- starfinu í tvo vetur. Guðmundur Guðlaugsson er að læra á trompet. „Þetta er fimmta árið,“ segir hann. „Að vísu tók ég mér tveggja ára hlé.“ „En hvað kom til að þú byrj- aðir?“ „Pabbi spilar á básúnu í Lúðra- sveit Tónlistarskólans og ég var alltaf með honum á æfingum. Og ég var alltaf hrifnastur af þeim lag- línum sem trompetið spilaði svo ég ákvað að læra á það. Ég fitlaði aðeins við píanó í tvö ár, en hætti því og tók til við trompetið aftur." „Er þetta skemmtilegur skóli?“ „Já, það er nóg að gera, hér er líf og fjör og góður mórall - skemmti- legt fólk. Það má nú deila um hversu duglegur ég er að æfa, það fer eftir því hvað ég hef mikinn tíma. Auk þess spila ég með hljómsveit skólans og hjá Leikfélaginu í My Fair Lady.“ „Áttu gott hljóðfæri?" „Getzen, það er topphljóðfæri. í því er skriðdrekastál - næstum Guðmundur Guðlaugsson 16

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.