Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1984, Síða 18

Æskan - 01.01.1984, Síða 18
„PIANOIÐ ER NUMER EITT“ - segir Aðalheiður Eggertsdóttir sem er að læra á píanó og þverflautu „Ég er búin að vera hér frá því ég var 7 ára,“ segir Aðalheiður Eggertsdóttir sem er að læra á píanó og þverflautu að auki. „Ég byrjaði í forskóla eins og flestir, á blokkflautu. Svo fór ég fljótlega yfir á píanóið og eftir nokk- ur ár byrjaði ég á flautunni líka.“ „Er ekki mikill munur á þess- um hljóðfærum?" „Jú, auðvitað er heilmikill munur á þeim en píanóið er númer eitt hjá mér. Það getur svo sem verið að það komi niður á árangrinum að vera að læra á tvö hljóðfæri í einu, en ég bætti flautunni við fyrst og fremst vegna þess að það fylgir henni meiri fjölbreytni, samspil í hljómsveit, til dæmis. Það er lítið um að maður spili með öðrum á píanóinu." „Þannig að þú hefur nóg að gera?“ „Já, eiginlega of mikið. Ég er hérna í skólanum alla daga, hvort sem ég er að æfa mig eða gera eitthvað annað. Svo er ég að spila hjá Leikfélaginu í My Fair Lady, það er ofboðslega gaman og góð æfing þar að auki. Og það eru ekki margir sem geta státað af því að hafa tekið þátt í svona sýningu, eins ungir og ég er.“ „Nú ertu búin að vera í þess- um skóla í tíu ár, ertu ekkert orð- in leið?“ „Nei. Þetta þroskar mann að svo mörgu leyti. Þegar krakkar eru til dæmis að tala um sinfóníugarg þá er það bara af því að þau þekkja ekki tónlist og vita ekki hvað þau eru að tala um. En það er ekki hægt að miða allt við árafjölda. Þetta fer mest eftir því hvað maður er duglegur að æfa sig. Ef maður ætlar að ná langt þarf helst að sitja við æfingar daginn út og daginn inn, en ég held að það gæti ég aldrei gert. Ég er ekki þannig." Aðalheiður fer í Menntaskól- ann nú í haust, í annan bekk á tónlistarbraut. „Það er of snemmt að fara að ræða framtíðina,“ segir hún. „Ég lýk 7. stigi í tónlistar- skólanum í haust og ætla að klára þennan skóla. Svo er að sjá hvern- ig gengur í Menntaskólanum." Dagur. Aðalheiöur Eggertsdóttir. TÓNLISTARSKÓLINN Á AKUREYRI NORRÆNA Nú eru um 900 manns fé- lagsbundnir í Norræna félag- inu í 40 félagsdeildum víðs vegar á landinu. Á síðasta ári nutu um 17 hundruð manns fyrirgreiðslu félagsins í sam- bandi við ferðir til annarra Norðurlanda og í vetur eru rúmlega 80 nemendur í lýðhá- skólum á Norðurlöndum fyrir milligöngu félagsins. Af verk- efnum félagsins síðasta starfsár má nefna Græn- landskynninguna og ferð til Eystribyggðar á Grænlandi. Ennfremur var efnt til gagn- kvæmra vinabæjarferða milli íslands og Finnlands. Félagið átti aðild að kynningu á nor- rænu málaári. Formaður félagsins er Hjálmar Ólafsson og telur hann að hin tvö síðustu starfsár félagsins hafa verið ein mestu velgengnisár í sögu þess og víða um land er mikil gróska í starfi norrænu félag- anna. 18

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.