Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1984, Síða 20

Æskan - 01.01.1984, Síða 20
Öll börn á íslandi vita hver þau Ása og Þorsteinn eru. Þau eru nefnilega stjórnendur vinsælasta barnaþáttarins í fjölmiölunum - Stundarinnar okkar. Ásu þekkiö þið í sjón því hún er kynnir þáttarins en Þorsteinn skrifar mestallan textann. Aöeins einu sinni hefur hann komiö fram í Stund- inni okkar. Það var í nóvember síöastliönum þegar Gústi api heimtaði aö fá aö sjá hann. Ása og Þorsteinn hafa séð um þáttinn síðan haustið 1982. í byrjun skiptust þau á við Bryndísi Schram. - í þessu viðtali ætlum viö aö kynnast þeim betur, fá þau til aö segja frá bernsku sinni, hvernig þeim þykir að vinna aö þáttunum og ööru í þeim dúr. Ósköp venjulegir krakkar Við sitjum á ritstjórn Æskunnar á þriðjudagsmorgni. Blaðamaður biöur þau Þorstein og Ásu að segja lesendum fyrst frá bernsku sinni. „Ég er fæddur í Holtahreppi í Rangárvallasýslu en ólst upp á bænum Holtsmúla í Landsveit," segir Þorsteinn. „Ég var ósköp venjulegur sveitastrákur, þurfti að fara í heima- vistarskóla'eins og önnur börn og hjálpaði til við búskapinn. Ég lék mér mikið að hornum og leggjum á sumrin og þegar búið var að hirða á bænum þá hirti ég fyrir mínar „skepnur". Á veturna var maður í skólanum hálfan mánuð í einu en lærði svo heima við næstu tvær vikurnar. Ég las mikið af bókum í tómstundunum og hlustaði á sögur í út- varpinu." - En þú Ása? „Ég ólst upp í Reykjavík og lék mér mest á götunni eins og aðrir krakkar þá. Við fórum í brennibolta, hollýhú, höfðingjaleik og aðra álíka leiki. Ég get alveg sagt lesend- um það að ég var pínulítill prakkari. Ég þurfti alltaf að sýna hvað ég gæti verið köld. Við vinkona mín settum bréfmiða inn um lúguna hjá nágrönnunum með alls konar upplýsing- um um það sjálft. Það var hjá því fólki sem varð æft þegar við styttum okkur leið yfir lóðina hjá því. Ég tek fram að þetta voru saklaus bréf. Einu sinni fékk ég aldeilis að kenna á því. Þá var ég að stelast yfir lóð. Svo illa vildi til að ég datt af grindverkinu og fótbrotnaði. Þegar fólkið kom að gá að mér þá varð ég svo skelfd að það leið hreinlega yfir mig.“ 76 ára samanlagt Blaðamaður og Þorsteinn skemmtu sér vel yfir þessari frásögn Ásu. Blm. spurði þau næst hvað þau væru gömul? „Við erum 76 ára samanlagt," svöruðu þau. „Þú átt ekki að spyrja okkur að aldri,“ sagði Ása. „Við erum svo ung í anda.“ - Hvernig líkar ykkur að vinna við Stundina okkar? „Það er margt skemmtilegt við starfið. En hins vegar eru þetta mikil hlaup út og suður. Það hringja margir og bjóða fram efni, bæði einstaklingar og hópar, og við reynum að skoða það. Ef okkur líst vel á efnið þá þurfum við að fara á staðinn með dagskrárstjóra (sá sem stjórnar upptökum á þættinum) sem segir til um hvort upptökur séu mögulegar. Ef svo er þá þurfum við í flestum tilvikum að ráðfæra okkur við leikmunadeild sjónvarpsins um leiksviðsgerð og bún- inga. Það kemur mikið af pósti til okkar. Það eru helst teikning- ar frá krökkunum og sögur eða óskir um efni. Þau senda oft teikningar sem þau ætlast ekkert endilega til að verði birtar. Teikna kannski Ásu með Gústa, apanum okkar. Við megum til að segja frá einni stórskemmtilegri sögu sem við fengum um daginn. Það var ævintýri um hund sem vildi komast til tunglsins af því að það gerði svo mikið grín að honum. Sögunni fylgdi merki ferðaskrifstofu og vartekið fram að með þessari ferðaskrifstofu vildi hundurinn fara. Sendandi gat þess síðan í bréfinu að pabbi sinn ynni hjá henni. Ef ég ætti fimmeyring ... - Hvemig er vinnudagurinn hjá ykkur? „Vinnuvikan hefst raunveruiega á þriðjudegi því að þá byrjum við að undirbúa nýjan þátt. Þann dag sitjum við fund með upptökustjóránum og ræðum hvað gera skuli. Á mið- vikudögum tökum við myndir úti, klippum til efni á fimmtu- dögum og lesum inn myndatexta á fimmtudögum. Á mánu- dagsmorgni eru stúdíóupptökur og eftir hádegi eru svo kynningar teknar upp og gengið endanlega frá þættinum. - Er það mikill léttir? „Jú. Annars fáum við eiginlega aldrei hvíld. Það er alltaf verið að hugsa um nýtt efni fyrir næstu Stundir." Kjörorðið er: ÆSKAIM FYRIR ÆSKUNA 20

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.