Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1984, Qupperneq 22

Æskan - 01.01.1984, Qupperneq 22
Hlekkjuðu fangarnir I Tnulon Fyrir tæpum 150 árum var fjöl- skylda á leið frá Genf í Svisslandi suður til borgarinnar Marseilles í Frakklandi. Förinni var heitið til auðugs ættingja þessa ferðafólks sem Davíð hét. Ferðast var í hest- vagni þessa löngu leið. Ekki vitum við nú hve mörg þau voru sem fóru í þetta ferðalag en sennilegt er að auk hjónanna, Marie Antoinette og Jean Jacques Dunant og sex ára gamals sonar þeirra, Jean Henry, er hugsanlegt að þar hafi einnig verið þjónustufólk. Okkur þykir það mjög sennilegt þar sem þessi fjöl- skylda var vel efnum búin. Sviss- nesku hjónin töldust réttilega til betri borgara í Genf enda óvenju- legt á þessum tímum að venjulegt fólk færi í skemmtiferðalag milli jafn fjarlægra borga og Genfar og Mars- eilles. En þótt hjónin væru þá góð- kunn í heimaborg sinni er trúlegt að ferð þeirra væri nú löngu gleymd ef litli drengurinn sem var með þeim í ferðalaginu, Henry Dunant, hefði ekki átt eftir að verða síðar mjög frægur maður vegna forystu sinnar í mannúðarmálum. Tvennt vitum við nú um þetta ferðalag. Hið fyrra, að er hópurinn nálgaðist Miðjarðarhafið þá klöngr- aðist Marie Antoinette upþ í sætið til ekilsins til þess að verða fyrst samferðafólksins til að líta hafið augum. En eins og þið vitið er langt til hafs frá Sviss og þess vegna var gaman að geta orðið fyrst sam- ferðafólksins til þess að sjá hafið. Og svissnesku konunni tókst það. Þarna var það. Og þá hefur eflaust verið staðnæmst til þess að allir gætu notið þess að horfa á þetta heillandi haf. HENRY DUNANT \ RAUÐI KROSS ÍSLANDS \Q 22

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.