Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1984, Page 26

Æskan - 01.01.1984, Page 26
Ertu góður leynilögreglumaður? „Guði sé lof að þér eruð kom- inn, herra lögregluforingi!" sagði leikkonan fræga Angela Strike. „Allir verðmætu gimsteinarnir mínir eru horfnir og sjáið hvern- ig þjófurinn hefur draslað til hérna í íbúðinni.“ „Þetta hefur verið vandlega unnið,“ sagði Hurlock lögreglu- foringi og kinkaði kolli. Allt var á rúi og stúi. Það var meira að segja búið að skera í bólstruðu stólana. „Hvar geymduð þér gimstein- ana yðar?“ spurði hann. „í þriðja bindinu af alfræði- orðabókinni minni. Það var hol- rúm þar fyrir þá.“ „Þeir eru áreiðanlega margir sem hafa vitað að þér ættuð alla þessa gimsteina." „Já. Ég fer oft í samkvæmi og ber þá meira að segja þá dýr- mætustu.“ SNAPHAM GRUNAR UM GRÆSKU „Eru skartgripirnir tryggðir?" spurði lögregluforinginn. „Já svo sannarlega. Fyrir mikla upphæð. En þeir eru ómet- anlegir fyrir mig. Gerið það sem í yðar valdi stendur til að ég fái þá aftur, herra lögreglufulltrúi!“ Leikkonan átti bágt með að kom- ast hjá því að snökta. „Það var fáránlegt af mér að láta svala- hurðina standa opna þegar ég fór. En það var svo heitt.“ „Hvenær fóruð þér?“ spurði lögreglufulltrúinn. „Klukkan hálf sjö. Ég kom eins og venjulega heim strax eftir sýninguna klukkan hálf ellefu. Þá voru aðaldyrnar opnar, stofan leit út eins og þið sjáið og tóm bókin lá á gólfinu.“ „Þér hafið svo sannarlega auð- veldað þjófnum verkið,“ sagði Hurlock þegar hann kíkti út á svalirnar. „Það er brunastigi hérna, sem þjófurinn hefur getað notfært sér. En ég verð að fara á stöðina og lýsa eftir skartgripun- um. Ég vil gjarna fá nákvæma lýsingu á þeim.“ Á þessu augnabliki teygði Snapham lögreglumaður sig fram og hvíslaði einhverju að lögreglufulitrúanum. „Frábært Snapham!" hrópaði lögreglufulltrúinn. „í þetta sinn voruð þér skarpskyggnari en ég. Ungfrú Strike. Þér eruð frábær leikkona og sýningin hjá yður í kvöld hefði verið mjög vel heppnuð ef yður — eins og mér hefði ekki yfirsést eitt smáatriði. En til allrar hamingju var Snap- ham lögreglumaður með á nót- unum.“ HVAÐ SÁ SNAPHAM, SEM AF- HJÚPAÐI ÞÁ STAÐREYND, AÐ LEIKKONAN HEFÐI SJÁLF SETT ÞJÓFNAÐINN Á SVIÐ TIL AÐ NÁ í TRYGGINGARFÉÐ? Lausnina er að finna á bls. 54. ÆSKAN ás ara/ 26

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.