Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1984, Page 32

Æskan - 01.01.1984, Page 32
Hinum megin við hafið frh. Höf. Björk og Jónína Guðjónsdætur og Arndís Lilja Guðmundsdóttir GRÆNLAND ANNAR KAFLI , <áviL, Fjöldi fólks var kominn til að taka á móti þeim á Hegguleqarte en það er lítill flugvöllur á Grænlandi. Flugvélin lenti kl. 4.00 eftir hádegi. Flugvöllurinn var í Zeqaladua sem er þorp á Grænlandi. Þar bjuggu að- eins 23 manns og þar ætluðu þau að vera þann tíma sem þau höfðu til stefnu á Grænlandi. Strax og þau höfðu lokið við kaffið sitt fóru þau með Veriqata og Singholme að veiða. Fyrst skáru þau stórt gat á ísinn og dorguðu svo í gegnum það. Veriqata sagði: „Hér er líka hægt að fara á kajak út á sjóinn og veiða seli. Það gerum við oft.“ „Það væri gaman að reyna það, kannski í dag eða bara á morgun,“ sagði Hvítibangsi vongóður. Diddu fannst þetta afbragðs hugmynd. Það fannst litla Hvít og litlu Gul líka. Konur Singholme og Veriqata, sem hétu Lise og Antik, báðu um að fá að fara með í kajaknum. Og það fengu þær. Það stytti ekki upp fyrr en daginn eftir og þá lagði allur hópurinn af stað, reyndar á tveimur bátum, út á hafið sem var svo langt og breitt að þar hefðu komist fyrir mörg hundruð svona bátar. Seinna, sama dag, fóru þau Didda og Hvítibangsi með krakkana á skauta á litlum ísbletti þar skammt frá. Þar líkaði þeim lífið. Daginn eftir var mikið fjör í Zeqaladúa. Þar var borð- aður selur sem hópurinn hafði veitt daginn áður. Það var einkenniiegt að sjá Eskimóa borða sel. Þeir höfðu mjög sterkar tennur og rifu í sig selinn. Heilu stykkin hurfu upp í hvern munn nema fjóra. Þangað hurfu ekki mjög stórir bitar. Aðeins agnir eins og við köllum það. Að máltíðinni lokinni bauð Singholme Hvítabangsa, Diddu og krökkunum að kenna þeim að búa til snjó- hús. Því voru allir sammála. Hvítibangsi og Didda fóru í úlpurnar sínar og klæddu Hvít og Gul í. Þau höfðu Ifka trefla. Svo var lagt af stað. Singholme sagði: „Við get- um bara byrjað strax.“ Og það gerðu þau. Eftir að þau höfðu lokið við snjóhúsið fóru þau niður að stóra Lendisdequllebarfljótinu sem var í Neeknúk- firði og fóru að dorga. Þau veiddu tvo smáfiska. Það var farið að dimma og kvöldsólin speglaðist í ísnum. Er þau höfðu lokið veiðinni fóru þau heim til Singholme. Þar sofnuðu þau öll og rökkrið verndaði þau þar til sólin tók við. C ra E 3 O) c (0 « c o- (0 c TJ C <0 »o x: ro i- 0) P »_ <0 > 0> c c m m (Q :§ Í T3 (0 £ E 32

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.