Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1984, Síða 41

Æskan - 01.01.1984, Síða 41
Gamlir nælonsokkar eru ágæt- is afþurrkunarklútar. • Nælon hefur þann eiginleika að draga að sér ryk og kusk og er því sérlega hentugt til þessara nota. Vissir þú, að egg varðveitast bezt á köldum stað ef að breið- ari endinn er látinn vísa upp? Ef skærin eru orðin bitlaus, þá getur verið gott að skerpa þau með þeim hætti að bregða þeim á flöskuháls. Það er ágætt ráð að leggja upp- þornaðar sítrónur í heitt vatn í nokkra klukkutíma, þá verða þær sem nýjar. Það er oft erfitt að finna end- ann á glæru límbandi, en ef þú bregður örlitlum pappírs- bút undir endann í hvert skipti sem þú hættir að nota bandið, þá er vandinn leystur. gömlum þindum. Hví ekki að vefja þeim um herðatré svo sem sýnt er á myndinni. Skrýtlur. —... ------------------—/ - Nú er mér nóg boðið - bílskúrnum hefir verið stolið í nótt! - Við getum þá ekki ekið út í dag? - Jú, því miður hafa þeir skilið bílinn eftir. — Hvað segið þér? Hefur sonur minn sparkað fótbolta gegnum rúðuna hjá yður. Það er ómögulegt - hann liggur í mislingum. Krakkarnir mála Hér sérð þú þrjá krakka sem allir eru að mála. Því miður er þetta ekki litmynd, en þú verður að láta þér nægja að við segjum þér, með hvaða litum þau máia. Stína, Nonni og Lísa mála, Stína með rauðum og gui- um litum, Nonni með gulum og bláum litum og Lísa með rauðum og bláum. Þegar þau blanda hvert um sig saman litunum tveim, sem þau eru með, hvaða liti fá þau þá út? ■ueeiqnipjj es,n 60 ueuæjB jæj muoN ‘m uepnejnuisiadde jæj euus :j|uj|in 41

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.