Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1984, Síða 45

Æskan - 01.01.1984, Síða 45
c MJOLKURDAGARAAKUREYRI ) „Mjólkurdagar ’83“ voru haldnir í íþróttahöllinni á Akureyri í nóvember sl. Geysileg aðsókn var að þessari sýningu sem var í alla staði hin glæsilegasta og aðstandendum til mikils sóma. Almenningur kunni vel að meta og alls komu um 9 þúsund manns á sýninguna, eða sami fjöldi og sótti sýningu þessa er hún var haldin í Reykjavík. Á sýningunni gat að líta framleiðsluvörur landsmanna í mjólkurvörum. Gestir fengu að smakka á mörgum tegundum og notfærðu sér það óspart. Þá var tilboðsverð á ýmsum vörum á sýningunni og sýningargestir þökkuðu fyrir og versluðu fyrir um 400 þúsund krónur. Fleiri sögur Kæri Æskupóstur! Ég ætla fyrst aö þakka fyrir skemmtilegt blaö en mér finnst það of stutt. Ég vil fá fleiri sögur, kross- gátur, skrítlur og fleiri verölauna- þrautir. Ég ætla sjálf að koma með skrítlu. Hún er svona: Nokkur börn voru að leika sér að geta gátur. Ein gátan var svona: - Hver er það sem á kamb en kembir sér aldrei? Þá varð einn strákurinn skömm- ustulegur og sagði: „Það er ég.“ Heyrðu Æska, það væri líka gaman ef það yrði efnt til teikni- myndasamkeppni. Ég vona að ég fái svör. Gulla Óskir þínar hafa komist til skila, Gulla. Við erum að athuga þetta með teiknimyndasamkeppnina. Áskrifendagetraunin Kæri Æskipóstur. Ég ætla að byrja á því eins og margir aðrir að þakka mjög gott blað. En nú er komið að spurning- unum. 1. Má ég ekki taka þátt í áskrif- endagetrauninni ef pabbi minn er áskrifandi? 2. Hvað kemur Æskan oft út á ári? Kær kveðja, J.B.S. P.s. í sumar sendi ég bréf í aðdá- endaklúbb í Ástralíu. Hvað á ég að bíða lengi eftir svari? Svör til J.B.S.: 1. Jú, þú mátt það, en þá verður pabbi þinn uð vera skrifaður fyrir lausninni. 2. Eins og áður hefur komið fram í Æskupóstinum kemur hún út níu sinnum. P.S.-svar: Það fer sjálfsagt eftir því hvað þú hefur verið að spyrja um. Ef til vill hefurðu ekki sent alþjóð- legt svarfrímerki með. Það gæti verið ástæðan. Óskir um Plaköt Kæra Æska. Ég er ánægð með plakötin sem þið eruð farin að birta. Ég vona að þið takið vel á móti óskum mínum um plaköt af eftirtöldum: Boy George, Grýlunum (viðtal má fylgja) og David Bowie. Ég er viss um að margir taka í sama streng. Viðtal við Grýlurnar yrði frábært. Kær kveðja, Heiða. Brandarar Kæra Æska. Ég ætla að láta ykkur fá nokkra brandara. Þeir eru svona: Hafiði heyrt um tannlækninn sem reif kjaft? En trommuleikarann sem sló í gegn? En gítarleikarann sem tók alltaf í sama strenginn? Hvað sagði veggurinn við hinn vegginn? - Hittumst á horninu. Svo er það kafarinn sem var svo niðursokkinn í starf sitt að hann varð að hætta. Bless, Edda H. Guðmundsdóttir, Fornhaga 15, Reykjavík. ÆSKAN 45

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.