Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1984, Side 50

Æskan - 01.01.1984, Side 50
SKESSU- TRÖLLA- OG DRAUGASÖGUR eftir krakka í Seljaskóla Hér koma fáeinar skessu-, trölla- og draugasögur sem nokkrir nemendur í 10 ára bekk H.Á. í Seljaskóla sömdu í móður- málstíma nú í vetur. Söguefnið er ekki langsótt því krakkar á þessu reki lesa mikið af álíka sögum. SKESSUSAGA Einu sinni var lítil stelpa sem átti heima á bóndabæ uppi í sveit. Hún mátti vera úti á kvöldin eins og hún vildi. Eitt sinn þegar hún var úti um hánótt fór hún upp í fjall. Þegar hún var komin hátt upp í fjallið sá hún gat á fjallshlíðinni og líktist það glugga. Hún leit inn um opið. Sá hún þá skessu sem hrærði í potti. Hún sá strax að þetta var vonda skessan sem tók börn sem voru að flækjast úti á kvöldin. Stelpan varð svo hrædd að hún hljóp eins hratt og fætur toguðu heim til sín og fór aldrei út á kvöldin. „... ... i Hof. Johannes Arnason TRÖLLASAGA heyrir hann drunur miklar og sér að tröllkarl eigi fríður birtist í hellisop- inu og segir: „Fussum svei, manna- þefur í helli mínum." Strákur bregður skjótt við og þríf- ur hníf einn og drepur tröllkarlinn. Tekur hann síðan allt fémætt úr hellinum. Og þá er ekkert eftir annað að segja en að strákur giftist góðri konu og lifði góðu lífi það sem eftir er ævinnar. Höf. Hildur Erla Björgvinsdóttir. DRAUGA SAGA Það var nótt eina lengst inni í óbyggðum. Þar bjó lítil stelpa ein á litlum bóndabæ. Hún lá í rúmi sínu en gat ekki sofnað. Allt í einu heyrði hún drunur og læti úti fyrir gluggan- um. Stelpan skalf eins og hrísla undir sænginni af hræðslu. Hún þorði ekki að kíkja út en var þó mjög forvitin. Stelpan leit loks út og svitnaði alveg upp í hársrætur. Úti fyrir var stór, stór, stór skessa sem bjóst til að taka hana. En stelpan varð svo hrædd að hún ullaði framan í skessuna og gerði sig eins Ijóta sem hún gat. Skessan varð þá svo hrædd að hún hljóp lengst upp í Herðubreið og skelfur þar víst enn- þá. Höf. Sigrún Inga Hrólfsdóttir og Sigurbjörg Hannesdóttir. ANDLIT Á GLUGGA Það var eitt vetrarkvöld. Bónda- bær stóð uppi undir Grímsfjalli. Lítil stelpa, sem hét Dagrún, lá í rúmi sínu og horfði upp á gluggann. Hún ímyndaði sér að á gluggann kæmi Ijótt andlit skessunnar sem bjó uppi í fjallinu. Skessan hét Nefja því að nefið á henni var mjög stórt. Jæja, hún horfir nú og bíður hvort andlit komi á gluggann en ekkert birtist. Þá ákveður hún að loka bara aug- unum. Allt í einu finnst henni ein- hver vera að horfa á sig. Hún opnar augun og horfir á dyrnar en sér ekkert. Dagrún lítur síðan á leik- föngin og undir rúmið, sér ekkert en hugsar með sjálfri sér: „Guð, skyldi einhver vera á glugganum?" Hún lítur upp og sér að Nefja er á glugg- anum. Dagrún æpir upp yfir sig en þá vaknar hún og sér að þetta var þá bara martröð. Höf. Hulda Elsa Björgvinsdóttir. Einu sinni voru karl og kerling í koti sínu. Áttu þau einn strák upp- kominn en ekki er getið um nafn hans. Eitt sinn ákveður strákur að leggja af stað út í heim. Heldur hann af stað og er hann hafði gengið lengi kemur hann að helli einum og sér þar kjöt. Strákur tekur kjötið Úr pottinum Og bíður Tröllkonan. Mynd eftir eftir að eigandinn komi. Allt í einu Ásgrim Jónsson. 50

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.