Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1986, Síða 10

Æskan - 01.05.1986, Síða 10
„Þú?“ segja hinir efins. „Já, þaö er satt, ég er ekkert aö fíflast." „Við förum þangað örugglega í sum- ar. Líklega verðum við að halda hljómleika í íþróttahöllinni, bíóið verður sjálfsagt of lítið.“ „Höfum hug á að reyna við plötu“ — Já, hvað er annars framundan? „Við leikum í Laugardalshöll á Listahátíð, 16. - 17. júní; á Arnarhóli á afmælisdegi Reykjavíkur, 18. ágúst; á Bindindismótinu í Galtalæk og víða á sveitaböllum.“ — Má búast við hljómplötu? „Við eigum fimm lög á kynningar- bandi. Við höfum hug á að reyna við fjögurra laga plötu.“ — Eigin lög? „Já, við leikum ekki annað - að heitið geti. Þau verða oftast til í sam- vinnu Vidda og Bjössa en allir koma eitthvað við sögu.“ — Hvernig tónlist? „Létt popprokk - við spilum „inn á fólkið“, erum mest með einfaldar lag- línur — en þetta á eftir að þróast. . .“ — Eftirlætistónlist — og flytjendur? „Við höfum mjög „breiðan" tónlist- arsmekk.“ Þeir nefna í belg og biðu of mörg nöfn of hratt til að ég hafi við að hraðrita. „Spandau Ballett, Dire Strait — Bubbi. . .“ „Stuðmenn, þeir eru okkar menn. . .“ Bjössi: „Kona, platan hans Bubba er mjög góð, það er góð kona. . . Bubbi og Utangarðsmenn hafa opnað okkur nýjan heim“. Felix: „Þeir hafa gert góða hluti. . .“ Viddi:,,. . . en okkur þykir enn meira gaman að Stuðmönnum. . .“ Felix: „. . . og Spilverkið var snilld- ar„grúppa“.“ Bjössi: „Fyrst við erum að ræða um hljómsveitir vil ég nefna Eden og Zkjálwandi frá Húsavík. Við höfum trú á þeim. Þeir þurfa að fá tækifæri.“ „Það er nóg a< sólskini hjá okkur. ..!“ - Jón Ingi, Bjössi, Viddi, Gunnar og Felix. (Spyrjanda verður hugsað til norsku strákanna í Aha - sem komið hafa hljómsveitinni Fra Lippo Lippi á vin- sældalista með að nefna hana í við- tölum!) - Og eftir Sérstaka meðferð (= Speci- al Treatment) eruð þið orðnir Greifar. Af hverju skiptuð þið um nafn? „Við syngjum íslenska texta, það er sjálfsagt að hafa íslenskt nafn. . .“ „Við erum nú líka íslenskir - að mestu a. m. k. . . .“ „Draumar um velgengni erlendis hafa verið lagðir til hliðar — í bili- • • „Annars er alltaf erfitt að velja nafn. Tillögurnar voru orðnar hundrað. Viddi úr sér á æfingu og við gripum það a lofti. - Hann var raunar mótfallin0 því í fyrstu.“ - Eitthvað spaklegt að lokum? Þeir velta vöngum. „Aðalatriðið í lífinu er að brosa. . .“ „Ha? . . .“ „Það er nóg af sólskini hjá okkur. . .“ „ „Nei, þetta er of væmið svona. • • „Fólk á að gera það sem það lang‘ir til án þess að skaða aðra og reyna að láta drauma sína rætast. . .“ „Já, það er rétt. . . Þetta er ágært svona. . .“ Ég kveð og geng út úr Túnsberg1 "7 1925 —. Einu þeirra húsa sem hafaSÍ1 Vel á minnst, hvað sögðu strákarnit aftur um sál? „Við leggjum sál okkar í hljóm- u sveitina. Við ætlum að ná langt. • örugglega missti nafnið u AÐ REVNAAÐ LÁTA DRAIIMA SÍIVA RÆTAST Texti: Karl Helgason • Myndir: Heimir Óskarsson 10

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.